Wednesday, July 25, 2007

Jemenferð tvö og dagsetningar

Það gæti hugsast svo sem minnst hefur verið á að önnur ferð yrði til Jemen næsta vor. Þær dagsetningar eru sirka 27.maí til u.þ.b. 10-12 júní. Ýmsir hafa spurt um hana. Dagskráin hefur verið uppfærð á linknum Jemen/Jórdanía.

Ég þarf absolútt að heyra frá ykkur um það. Veit að áhugi er á henni meðal nokkurra sem ekki komast á þeim tíma sem sú fyrri er.

Egyptalandsferðin er uppseld, skrifa á biðlista

Íranferðin er uppseld, skrifa ekki á biðlista

Jemenferðin 27.apr til maí - get bætt við tveimur

Libyuferðin virðist vera uppseld nema það sama gerist og stundum áður að fólk sem skrifar sig áhugasamt í byrjun hætti við. Þá væri nógu fróðlegt að vita það.
Eftir að ég skrepp þangað í 5.-12 sept. liggur verð fyrir.

Ég ætla að setja hugmyndir að ferðum 2009 inn í fréttabréfið okkar sem kemur út um miðjan september eða þar um bil. Vonandi næst m.a. þátttaka í aðra ferð til Azerbajdan, Georgíu og Armeníu. Mættuð láta í ykkur heyra varðandi það.

Fagnaðarefni hverjir hafa þegar tilkynnt áhuga á för til Úzbekistan og Kyrgistan. Allt með fyrirvara náttúrlega en MJÖG heppilegt að vita um áhuga með góðum fyrirvara.

Mér þykir gleðilegt að menn átta sig æ skýrar á því að langur fyrirvari er nauðsynlegur. En hann má einnig nota vel, lesa sér til og spá og spekúlera.

Veit ekki almennilega hvenær ég kemst í rannsóknarferðina þangað, þ.e. Úzbekistan og Kyrgistan. Ansi dýr fargjöldin og nú leita starfsmenn Flugleiða með logandi ljósi að viðunandi miða.
Hækkun á eldsneyti hefur áhrif, það er óhjákvæmilegt.

Viljiði muna eftir minningar- og gjafakortunum.
Viljiði muna eftir hlaupinu á menningarnótt
Viljiði muna eftir að senda síðuna áfram.

p.s. Ég hef verið spurð æ ofan í æ hvaða skoðun ég hafi á för Ingibjargar Sólrúnar til Miðausturlanda og hvort það sé ekki æskilegt og ofsalega mikið traust að við höfum verið beðin um að taka okkur hlutverk sáttasemjara í þessum heimshluta.

Svar:
Þetta er ekki pólitísk síða. Eða þannig.
En heimsóknir landa á milli svo fólk fræðist um lönd og þjóðir og atburði sem það þekkir ekki eru mjög hagstæðar og til góðs. Undibúningur af betra taginu er nauðsynlegur einkum og sér í lagi þegar um opinberar heimsóknir er að tefla.

Í öðru lagi: Hægan. Hægan. Töpum okkur ekki í óraunsæi.

Ísraelar(ekki Ísraelsmenn - það voru hinir fornu.
Nútímaþjóðin heitir Ísraelar. Þetta sagði dr. Þórir Kr. Þórðarson lærifaðir minn í hebresku í guðfræðideild fyrir löngu og taldi rangt að kalla nútímaþjóðina Ísraelsmenn)
fara sem sagt þess yfirleitt á leit, svona í miðju kurteisis- og diplómatiska hjalinu við þá opinberu erlendu gesti sem koma til Ísraels að það væri mjög gott ef þeir gætu komið að e-s konar friðarsamningaumræðum( mikið er ferli ofnotað orð).

Að öðru leyti hef ég áhuga/áhyggjur af því að utanríkisríkisráðuneytið hefur ekki svarað einu orði hvort það ætlar að styðja Jemenverkefnið okkar. Ekki hefur heyrst hósti eða stuna þar að lútandi.
Búið. Tjáið ykkur.

1 comment:

Anonymous said...

Ingibjörg hlýtur að eiga skúffuaur til styrktar Jemenverkefninu, þarf líklega bara að opna skúffuna betur....
kv,
valdís björt