Það gæti hugsast svo sem minnst hefur verið á að önnur ferð yrði til Jemen næsta vor. Þær dagsetningar eru sirka 27.maí til u.þ.b. 10-12 júní. Ýmsir hafa spurt um hana. Dagskráin hefur verið uppfærð á linknum Jemen/Jórdanía.
Ég þarf absolútt að heyra frá ykkur um það. Veit að áhugi er á henni meðal nokkurra sem ekki komast á þeim tíma sem sú fyrri er.
Egyptalandsferðin er uppseld, skrifa á biðlista
Íranferðin er uppseld, skrifa ekki á biðlista
Jemenferðin 27.apr til maí - get bætt við tveimur
Libyuferðin virðist vera uppseld nema það sama gerist og stundum áður að fólk sem skrifar sig áhugasamt í byrjun hætti við. Þá væri nógu fróðlegt að vita það.
Eftir að ég skrepp þangað í 5.-12 sept. liggur verð fyrir.
Ég ætla að setja hugmyndir að ferðum 2009 inn í fréttabréfið okkar sem kemur út um miðjan september eða þar um bil. Vonandi næst m.a. þátttaka í aðra ferð til Azerbajdan, Georgíu og Armeníu. Mættuð láta í ykkur heyra varðandi það.
Fagnaðarefni hverjir hafa þegar tilkynnt áhuga á för til Úzbekistan og Kyrgistan. Allt með fyrirvara náttúrlega en MJÖG heppilegt að vita um áhuga með góðum fyrirvara.
Mér þykir gleðilegt að menn átta sig æ skýrar á því að langur fyrirvari er nauðsynlegur. En hann má einnig nota vel, lesa sér til og spá og spekúlera.
Veit ekki almennilega hvenær ég kemst í rannsóknarferðina þangað, þ.e. Úzbekistan og Kyrgistan. Ansi dýr fargjöldin og nú leita starfsmenn Flugleiða með logandi ljósi að viðunandi miða.
Hækkun á eldsneyti hefur áhrif, það er óhjákvæmilegt.
Viljiði muna eftir minningar- og gjafakortunum.
Viljiði muna eftir hlaupinu á menningarnótt
Viljiði muna eftir að senda síðuna áfram.
p.s. Ég hef verið spurð æ ofan í æ hvaða skoðun ég hafi á för Ingibjargar Sólrúnar til Miðausturlanda og hvort það sé ekki æskilegt og ofsalega mikið traust að við höfum verið beðin um að taka okkur hlutverk sáttasemjara í þessum heimshluta.
Svar:
Þetta er ekki pólitísk síða. Eða þannig.
En heimsóknir landa á milli svo fólk fræðist um lönd og þjóðir og atburði sem það þekkir ekki eru mjög hagstæðar og til góðs. Undibúningur af betra taginu er nauðsynlegur einkum og sér í lagi þegar um opinberar heimsóknir er að tefla.
Í öðru lagi: Hægan. Hægan. Töpum okkur ekki í óraunsæi.
Ísraelar(ekki Ísraelsmenn - það voru hinir fornu.
Nútímaþjóðin heitir Ísraelar. Þetta sagði dr. Þórir Kr. Þórðarson lærifaðir minn í hebresku í guðfræðideild fyrir löngu og taldi rangt að kalla nútímaþjóðina Ísraelsmenn)
fara sem sagt þess yfirleitt á leit, svona í miðju kurteisis- og diplómatiska hjalinu við þá opinberu erlendu gesti sem koma til Ísraels að það væri mjög gott ef þeir gætu komið að e-s konar friðarsamningaumræðum( mikið er ferli ofnotað orð).
Að öðru leyti hef ég áhuga/áhyggjur af því að utanríkisríkisráðuneytið hefur ekki svarað einu orði hvort það ætlar að styðja Jemenverkefnið okkar. Ekki hefur heyrst hósti eða stuna þar að lútandi.
Búið. Tjáið ykkur.
Wednesday, July 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ingibjörg hlýtur að eiga skúffuaur til styrktar Jemenverkefninu, þarf líklega bara að opna skúffuna betur....
kv,
valdís björt
Post a Comment