Tuesday, June 19, 2007

Sólin og fráhvarfseinkennin

Margblessuð

Hef fundið fráhvarfseinkenni hjá nokkrum félögum vegna þess ég hef ekki skrifað inn á síðuna í nokkra daga. Var alveg róleg, hélt allir væru úti í sólinni að hoppa og hía.

En það er ástæða til að benda á að í næstu Jemenferð ætla ég ekki að nota Hill Town. Það er vissulega með nokkurri eftirsjá að ég gef þetta hótel upp á bátinn en hef svo sem fundið að margir sjá ekki sjarmann í því: að hafa ekki sápu, að ljósin virki ekki, dýnur séu harðar(það er mjög hollt að sofa á hörðu), handklæði vanti og svoleiðis smotterí.

Ég ætla því að snúa mér að öðru hóteli sem er ekki jafn vel í sveit sett en að öðru leyti prýðilegt.

Einhvern tíma var nefnt að gaman væri að prófa hótelin inni í gömlu borg.
Get fullvissað ykkur um að eftir fyrstu nóttina væri glansinn farinn af því. Þar eru t.d. ekki lyftur, þar eru salerni sameiginleg fyrir hverja hæð og morgunverðurinn er afar rýr.

Annars þykir mér fróðlegt að flestir sem hafa haft samband eru áhugasamir um að halda Jórdaníu inni. Svo það er líklegt að við gerum það. Mætti samt íhuga að gefa fólki val í því efni. Og sem sagt: tilkynnið, tilkynnið sem fyrst.

Svo finnst mér að kennarafólk ætti að láta meira í sér heyra: Íranferðin er stíluð á páskana m.a vegna þess að það á ekki auðvelt með að komast í burtu á hvaða tíma sem er.

Egyptalandsstýran okkar er himinlifandi yfir því að von sé á hópi héðan. Þar má bæta við.
Býst við að brottför verði 7.febr. og heimkoma 18. eða 19.febr.

Mín ástkæru: látið frá ykkur heyra.
Og munið að kíkja á myndirnar hennar Veru. Hún bætti inn á linkinn heilum helling.

Varðandi Jemenhúsakaupamálið. Það er í biðstöðu meðan lagalegar og praktiskar hliðar eru kannaðar en læt vita jafnskjótt og þau skýrast.

4 comments:

Anonymous said...

Hill Tán er klassi, algjör klassi, hef sjaldan orðið fyrir jafn miklum og sterkum áhrifum af hóteli, og að sjá sólarupprásina yfir Sanaa, það er svona ef mann vantar eitthvað tilað hugsa um á dauðastundinni.

ég hef komið um langan veg
og nú rís sólin yfir sanaaa

en þetta hótel er skáldskapurinn holdi klæddur.

elísabet kristín

Anonymous said...

Ég fékk imeil frá öðrum Jemenfélaga sem kvaðst einnig mundu sakna Hill Town. Svona er lífið. Enginn veit hvað átt hefur osfrv. Kannski það endi með að menn stræki á annað hótel. Það væri ekki mér á móti skapi því Hill Town hefur alltaf hugnast með þótt ég eigi ekki um það jafn skáldleg orð og Elísabet, dóttir mín.
KvJK

Anonymous said...

Tek undir þetta heilshugar yndislegt hótel og vel staðstett. Þegar ég var stödd í Jemen og var á ferðalögum þá var ég alltaf komin "heim" þegar á Hill Town var komið og spennandi að sjá hvort það væru handklæði, sápa ofl. :) :) :)
Kv. Þóra J.

Anonymous said...

Frú Jóhanna,
Ja kröftugri vekjaraklukku hefur maður ekki kynnst áður á nokkru hóteli, það eina sem maðurinn átti eftir að gera var að draga okkur út úr herbergjunum ..... á næstbuxunum. Þannig að þú getur kannski látið vekjarakarlinn fylgja næsta hóteli í Jemen?
Svo er hugmynd að hafa Hill Town erfidrykkju.....

Vera, þú tekur frábærar myndir.
kveðja silla