Sælt veri fólkið
Bendi ykkur á að nýr linkur er á síðunni myndir Veru frá Jemen úr ferðinni sl. maí.
Þið skuluð kíkja á þær. Raunar hef ég beðið Veru að setja inn fleiri myndir en hún var einstaklega ötul við myndatöku í Jemen. Auðvitað er annað varla hægt, Jemen er bara svoleiðis land.
Foreldraferðin til Jemen hefur þegar fengið nokkra þátttakendur og gott mál það. Sumt kennarafólk kemst ekki á þeim tíma og það hef ég svo sem vitað, m.a. þess vegna var síðasta ferð um páska.
Sú hugmynd hefur skotið upp kolli að hafa aðra ferð til Jemen aðeins seinna. Það er allt í lagi mín vegna en þá þætti mér vænt um að menn viðruðu áhuga sinn- skuldbindingarlaust -. Legg samt enn til að sem flestir stuðningsmenn slái sér í fyrri ferðina.
Nú nú Egyptaland?Hvernig væri að drífa í því máli. Þó Egyptar séu óskipulagðir er ferðaskrifstofustýran okkar - enda hollensk- mjög skipulögð og þarf að vita allt með löngum fyrirvara.
Svo verið svo væn að láta í ykkur heyra. Það á ekki síður við um páskaferðina til Írans.
Allt í vænu. Njótið helgarinnar og verið dugleg að borða ís og pylsur, syngja ættjarðarsöngva og leika fjallkonur/fjallakalla.
Friday, June 15, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment