Ja, góðan daginn.
Eins og ég hef sagt frá fyrir löngu sendi ég ráðherrum menntamála og utanrikismála bréf 7.febr. sl. og óskaði eftir 300 þús. króna styrk frá hvoru ráðuneyti til að greiða tveimur kennurum við YERO stöðina okkar í Sanaa. Síðan hefur ekkert heyrst fyrr en í dag að bréf kom frá menntamálaráðuneyti og þeir ætla að láta kr. 200 þús. í málið og ber að þakka fyrir það kærlega.
Þar sem ég geri því skóna að ráðherrar fái mikið af bréfum og beiðnum og ætla að leyfa mér að halda að utanríkisráðherra (fyrverandi altso) hafi aldrei séð bréfið, fannst mér tilvalið að athuga hvað núverandi og nýr utanríkisráðherra segir og sendi því bréf til aðstoðarkonunnar, Kristrúnar Heimisdóttur. Nú er að sjá hver viðbrögðin verða.
Mig langar að biðja VIMA styrktarfólk sem er með myndir af sínum börnum að senda mér númer á sínum börnum, þ.e. þau sem ég hef ekki sett inn á Myndir af Jemenbörnum okkar.
Hef ekki enn getað fjárfest í nýjum prentara svo þetta er töluvert vafstur og þætti vænt um ef þið bara senduð mér númer og þá set ég nafn inn.
Eftir nokkra daga ætla ég að skrifa pistil með STÓRUM STÖFUM. Það gæti orðið líflegt.
Bendi á að Sýrlands og Ómanferðir gefa enn nokkrum kost á þátttöku.
Sæl að sinni
Friday, June 8, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment