Wednesday, June 13, 2007

Nú skal ég segja ykkur dálítið

Góðan daginn.

Aflýsing Sýrlandsferðar í haust vakti mikil viðbrögð. Það er gott og blessað ud for sig. Kannski átta menn sig á því betur við þessa gerð að það bara verður að tilkynna sig með góðum fyrirvara. Við erum ekki að hlaupa í sólarlandaferðir með ferðaskrifstofum. Það er undirbúningur og skriffinnska hér við þessa tölvu og eiginlega skrítið hvað elskulegir VIMA félagar eru stundum að fárast út af því hvað langan fyrirvara þurfi. Þetta á fólk allt að vita eftir og sömuleiðis bið ég fólk lengstra orða að borga á réttum tíma. Hér er ekki aukafjármagn og ég lendi í klúðri.

Þessar ferðir eru sömuleiðis þannig að þær krefjast undirbúnings svo vel eigi að vera. Ekki bara af minni hálfu heldur þátttakenda. Þeir vilja lesa sér til fyrir ferð og setja sig inn í málin eftir föngum. Allt útheimtir þetta tíma.

Þeir eru sem betur fer hinum færri. Nú skulum við fara yfir þetta.
2008
Egyptalandsferð verður 7.febr. Gjörsvovel og láta vita.
Íransferð 14. mars(eða þar um bil) Gjörsvovel og láta vita
Jemenferð í byrjun maí. Styrktarmenn barnanna hafa forgang. Gjörsvovel og láta vita.
Libyuferð í október. Gjörsvovel og láta vita.

Í allar þessar ferðir er sem betur fer komnar töluverðar fylkingar en má bæta við. Til að allt gangi upp.

Sl. mánudagskvöld var efnt til myndakvölds og samverustundar Jemen/Jórdaníuhópsins. Það var framúrskarandi stemning og glæsilegar myndir - enda varla annað hægt þegar þessi lönd eiga í hlut. Högni sýndi vídeó sem hann tók og fjölmargir diskar runnu upp á tjaldið og fleiri voru þó sem ekki komust að. Bestu þakkir fyrir þetta góða kvöld.
Og nokkru áður höfðu Íranfarar sl. mars hist. Hólmfríður bauð í ljúffenga fiskisúpu, osta, brauð og eftirrétt á heimili sínu og Steingrímur kom með creme caramel a la Steingrímur. Þar var sama uppi á teningnum og mikil kæti, vinsemd og eindrægni.

Það einkennir þessa hópa okkar, þetta er svo sérdeilis skemmtilegt fólk, allir kynnast öllum, ef þeir þekktust ekki fyrir. Vináttubönd eru mynduð í þessum ferðum og það er mikils virði og við gleðjumst yfir því.

Svo líður að því að ég skrifi þennan umrædda pistil með upphafsstöfunum sem ég gat um á dögunum. Vonandi verður það hið innan viku.

SÍÐAST EN EKKI SÍST:
Munið svo gjafakortin vegna ferða og afmæla. Athuga að minningarkort eru tilbúin.

No comments: