Það hlaut náttúrlega að koma að því en ekki fannst mér það skemmtilegt.
Var að aflýsa Sýrlandsferðinni í haust og finnt það hart.Það hafa flestir farið og einatt hefur Sýrlandsferð verið upphaf að frekari ferðum VIMA félaga.
Þangað hafa ríflega 200 manns farið í sjö ferðum.
Hef haft samband við þá sem höfðu skráð sig og sumir fullborgað meira að segja. Ekki gaman að því en í raun ekkert annað að gera. Stakk upp á að menn færu í Ómanferð í staðinn þó hún sé dýrari. B-planið er svo Egyptalandsferð í febrúar sem mér sýnist ætla að verða að veruleika. Vona að fólk láti í sér heyra í dag um hvað það vill gera.
Auðvitað þarf stundum að aflýsa ferðum. Það segir sig sjálft. En mikið fannst mér leiðinlegt að aflýsa Sýrlandi.
Monday, June 11, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment