Friday, June 3, 2011
Dagsetningar komnar á báðar ferðirnar
Á kátum ættbálkamarkaði skammt frá Konsó
Sæl og blessuð öll
Vil hér með láta ykkur vita að dagsetningar eru komnar á báðar ferðirnar til Eþíópíu.
´
Hef þegar sett inn á síðuna dagsetningar við áætlunina.
Fyrri ferðin hefst sum sé 25.febr.(komið til Addis að morgni 26.febr) og heimför laust eftir miðnætti 13.mars.
Seinni ferðin hefst 31.mars(komið til Addis að morgni 1.apr) og heimför einnig laust eftir miðnætti 17.apr.
Komið til Íslands í báðum ferðum síðdegis þá daga.
Það er tæknilegur möguleiki á að bæta við tveimur í fyrri ferð og fjórum í seinni ferð. Tveir í seinni ferð eru með spurningarmerki. Enn eru fáeinir sem ekki hafa sent svör og hlýt ég senn að líta svo á að viðkomandi hafi ekki tök á ferðinni. Samt er alltaf viðkunnarlegra að láta vita. Það auðveldar málin.
Eins manns herbergi í Eþíópíu verður um 390 dollarar. Það borgist í íslensku en ekki fyrr en með síðustu greiðslu.
Vona að þetta henti öllum vel. Má taka fram í leiðinni að við verðum í Addis á páskadag og þeir sem svo kjósa geta þá farið í páskamessu.
Mun hafa fund með báðum hópum(sitt í hvoru lagi að sönnu) seinna í sumar. Þá verður lögð fram nákvæm áætlun, greiðsluplan og þess háttar.
Þá verða einnig ræddar hugsanlegar bólusetningar v/Eþíópíu og alls konar praktisk mál sem er gott að hafa á hreinu. Læt ykkur fylgjast með því.
Uzbekistanferðin í september
nálgast óðfluga og óska eindregið eftir því að menn greiði nú næst síðustu greiðsluna. Sumir hafa gert það og takk fyrir það.
Eins manns herbergi er 250 dollarar og óskast greitt með síðustu greiðslu( í íslenskum krónum og inn á ferðareikninginn eins og margorft hefur verið talað um)
Gjöra svo vel og láta það ekki ekki dragast að borga júní greiðsluna í dag eða í síðasta lagi á mánudag. Tveir hafa ekki borgað áritunargjöldin sem eru 60 dollarar(greiðist í íslensku). Bið um að það verði gert upp.
Fundur um ferðina verður ekki seinna en undir mánaðamót júní/júlí, ef til vill fyrr.
Vegna fyrirspurnar skal ítrekað að gisting og morgunverður í London á heimleið er innifalið. Hef ekki fengið upplýsingar um hvað þarf að borga fyrir eins manns herbergi þar en læt vita.
Myndakvöld Uzbekistanfara (aprílferðalanga)
Þær stöllur Gulla Pé og Margrét Árný hafa sent út imeil til Uzbekistanferðalanga í apríl vegna myndakvölds 7.júní. Vonast eftir því að þátttaka verði góð því hópurinn var fínn og ugglaust tekinn aragrúi góðra mynda. Gjörið svo vel og látið þær vita hið allra fyrsta um þátttöku.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment