Sunday, February 19, 2012

Allir á teppasýningu - Íranfarar svari tilkynningum


Myndir tók Hrafn Jökulsson

Teppasýningin stendur nú sem hæst og hefur mælst ákaflega vel fyrir enda má þar sjá margan dýrgripinn. Mjög góð aðsókn hefur verið enda ekki á hverjum degi sem slík teppi eru til sýnis hér. Sýngingin er opin frá kl. 13-19 og síðasti opnunardagur er 23.febrúar.

Þá tekur við alls kyns skriffinnska og frágangur og þeir halda svo heimleiðis 28.febr. árla morguns.



Meðal gesta hefur verið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem sést hér með leiðsögumanninum okkar, Pezhman Azizi þar sem þeir virða fyrir sér litlu handmáluðu boxin úr úlfaldabeini en þeir félagar komu með slatta af slíkum skrautmunum, svo og minatúrmyndir sem Íranir eru frægir fyrir. Þess er sjálfsagt og gott að geta að við áttum hauka í horni þar sem utanríkisráðuneytismenn voru í alls konar praktiskum málum og til að greiða fyrir áritun handa þeim félögum.



Og ekki lét hinn nýkrýndi Edduklippari og tæknistjóri síðunnar,( ásamt Veru Illugadóttur,) Elísabet Ronaldsdóttir sig vanta og gat ekki slitið sig frá silkiteppi sem henni leist einkar vel á.

Þeir félagar, Ali, Ahmed og Pezhman hafa sýnt gestum hina dæmigerðu írönsku vinsemd og gestrisni, útskýrt fyrir þeim teppin af kostgæfni enda eru það býsna flókin vísindi eins og þeir vita sem hafa komið til Íran.Te og sætindi eru einnig á boðstólum. Einn úr hópnum og eigandi teppabúðarinnar Hossein Bordbar er ekki kominn en gæti verið að hann næði nokkrum síðustu dögunum hér. Annríki hefur verið það mikið að ekki hefur veitt af þeim öllum við afgreiðslu og þá hafa hlaupið undir bagga Gulla Pé, Edda Ragnarsdóttir, Herdís Kristjánsdóttir og Þóra Jónasdóttir.

Þeir hafa að sjálfsögðu verið bundnir yfir sýningunni en þó hafa ýmsir VIMA félagar sýnt þeim velvild og gestrisni, Inga Hersteinsdóttir bauð þeim í kvöldverð, fyrir forgöngu Þorkels Erlingssonar og Margrétar Sæmundsdóttur(úr síðastu Íranferð) var þeim boðið heim til þeirra ásamt öllum hópnum og JK í mat og áttum við þar ánægjulegt kvöld.

Þá fór Dóminik með þá í bíltúr úr Reykjavík og einnig til Þingvalla,Þór Magnússon fyrv. þjóðminjavörður sýndi þeim Þjóðminjasafnið, Gulla Pé fór með þá upp í Hellisheiðarvirkjun í morgun og hún býður þeim einnig í kvöldverð annað kvöld. Um næstu helgi komast þeir vonandi með Rikharð og Sesselju upp í Borgarfjörð og hitta þar m.a vini sína að Hóli í Lundareykjadal, skoða Deildartunguhver, Barnafossa og fara í Reykholt.

Fleiri buðu fram krafta sína og ekki víst að hægt verði að þiggja það allt vegna tímaskorts og af því þeim er vitaskuld í mun að reyna að selja sem mest því þeir lögðu í mikinn kostnað og fyrirhöfn að koma hingað.

Sameiginlegur kveðjukvöldverður fyrir þá og alla sem hafa farið með JK til Íran verður svo 24.febr. og hafa allir, það best ég veit, fengið tilkynningu um það. Þær Ólöf Magnúsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Dóminik Pledel Jónsson og Sara Sigurðardóttir hafa séð um það.

Ég bið fólk lengstra orða að tilkynna sig þar sem þarf að láta vita hvað eigi að gera ráð fyrir mörgum. Auðvitað reikna ég með að sem flestir komi og láti alla vega þær stöllur vita og það fyrir mánudagskvöld.

Það væri gaman að sýna þeim þann velvilja og áhuga að koma þarna til fundar við þá og eiga stund saman og einnig fyrir Íranfara að hittast úr hinum ýmsu ferðum.

Thursday, February 9, 2012

TEPPASÝNINGIN hefst á laugardag - munið Eþíópiufarar miðfafund á sunnudag


Mynd af plakati sýningarinnar. Vera Illugadóttir gerði það og hafi þökk fyrir

Teppapiltarnir okkar frá Isfahan komu sl. mánudag og nú er verið að leggja lokahönd á uppsetingu þessar dýrðlegu dýningar sem er menningarauki febrúarmánaðar
Sýningin verður opnuð á laugardag kl 13 á Hverfisgötu 33(bílastæðahús rétt hjá) rétt við hornið á Klapparstíg. Hún verður svo opin alla daga kl. 13-19 nema á sunnudögum til kl 20

Það er ástæða til að hvetja þá sem vettlingi geta valdið að koma og skoða/kaupa. Ekki örvænta þótt þið komist ekki á laugardaginn. Nógur tími og nóg teppi því þeir komu vel birgir og eru þarna teppi og mottur af öllum stærðum og gerðum, úr silki, ull, silki og ull og ég veit ekki hvað.
Einnig komu þeir með þó nokkuð af töskum og eins miniatúrmyndir/kassa sem Íranfarar þekkja vel og aðrir þurfa að kynnast.

Það hafa ólíklegustu menn/konur lagt hönd á plóginn svo að þetta mætti verða að veruleika og enginn skyldi því missa af tækifærinu

Ég get ekki sagt ykkur bofs um verð, það fer allt eftir stærð og efni og hnútafjölda pr fersetnimetra ofl ofl. Þið bara athugið málið.

VIMAfélögum sem hafa farið til Íran verður sent sérstakt bréf á næstunni því ýmsir hafa gefið sig fram og vilja stússa með drengina meðan þeir dvelja hér(fara 27.) og verið svo góð að gefa ykkur fram ef þið hafið aðstöðu til þess.

Svo er bara að vonast eftir góðri aðsókn ALLA dagana og þeir eru fullir tilhlökkunar að hitta Íslendinga- hvort sem þeir kaupa eða ekki.

Persnesk teppi eru auðvitað eðaldjásn og vitaskuld borgar maður fyrir teppi sem endist einatt í nokkur hundruð ár eða lengur.


Eþípíufarar komi á sunnudag
Fer að styttast í fyrri Eþíópíuferð. Hef þegar beðið fyrri hóp að mæta kl 14 og þann seinni kl. 14,45 í gamla Stýró við Öldugötu, neðri hæð.N.K. sunnudag Fáum okkur te/kaffi og spjöllum en ég fæ ekki húsið lengur en þetta svo ég bið alla að vera mjög stundvísa.Afhentir miðar og önnur ferðagögn Bið ykkur að fleygja gömlu áætluninni því ég hef gert nýja þar sem bætt var inn í nokkrum hádegisverðum og breyting á flugi og þess háttar.
Einnig væri vel þegið ef einhverjir vildu taka sýningarplakatið og hengja upp einhvers staðar þar sem margir eiga leið um.

TEPPASÝNINGIN hefst á laugardag - munið Eþíópiufarar miðfafund á sunnudag


Mynd af plakati sýningarinnar. Vera Illugadóttir gerði það og hafi þökk fyrir

Teppapiltarnir okkar frá Isfahan komu sl. mánudag og nú er verið að leggja lokahönd á uppsetingu þessar dýrðlegu dýningar sem er menningarauki febrúarmánaðar
Sýningin verður opnuð á laugardag kl 13 á Hverfisgötu 33(bílastæðahús rétt hjá) rétt við hornið á Klapparstíg. Hún verður svo opin alla daga kl. 13-19 nema á sunnudögum til kl 20

Það er ástæða til að hvetja þá sem vettlingi geta valdið að koma og skoða/kaupa. Ekki örvænta þótt þið komist ekki á laugardaginn. Nógur tími og nóg teppi því þeir komu vel birgir og eru þarna teppi og mottur af öllum stærðum og gerðum, úr silki, ull, silki og ull og ég veit ekki hvað.
Einnig komu þeir með þó nokkuð af töskum og eins miniatúrmyndir/kassa sem Íranfarar þekkja vel og aðrir þurfa að kynnast.

Það hafa ólíklegustu menn/konur lagt hönd á plóginn svo að þetta mætti verða að veruleika og enginn skyldi því missa af tækifærinu

Ég get ekki sagt ykkur bofs um verð, það fer allt eftir stærð og efni og hnútafjölda pr fersetnimetra ofl ofl. Þið bara athugið málið.

VIMAfélögum sem hafa farið til Íran verður sent sérstakt bréf á næstunni því ýmsir hafa gefið sig fram og vilja stússa með drengina meðan þeir dvelja hér(fara 27.) og verið svo góð að gefa ykkur fram ef þið hafið aðstöðu til þess.

Svo er bara að vonast eftir góðri aðsókn ALLA dagana og þeir eru fullir tilhlökkunar að hitta Íslendinga- hvort sem þeir kaupa eða ekki.

Persnesk teppi eru auðvitað eðaldjásn og vitaskuld borgar maður fyrir teppi sem endist einatt í nokkur hundruð ár eða lengur.


Eþípíufarar komi á sunnudag
Fer að styttast í fyrri Eþíópíuferð. Hef þegar beðið fyrri hóp að mæta kl 14 og þann seinni kl. 14,45 í gamla Stýró við Öldugötu, neðri hæð. Fáum okkur te/kaffi og spjöllum en ég fæ ekki húsið lengur en þetta svo ég bið alla að vera mjög stundvísa.Afhentir miðar og önnur ferðagögn Bið ykkur að fleygja gömlu áætluninni því ég hef gert nýja þar sem bætt var inn í nokkrum hádegisverðum og breyting á flugi og þess háttar.
Einnig væri vel þegið ef einhverjir vildu taka sýningarplakatið og hengja upp einhvers staðar þar sem margir eiga leið um.

Wednesday, February 1, 2012

Miðaafhending 12.febr. fyrir Eþíópíufara- og sjá upplýsingar um teppasýninguna

Sælt veri fólkið

Vil segja ÖLLUM Eþíópíuförum frá því að miða og ferðagagnaafhending verður 12.febr. á venjulegum stað - þ.e. í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu.

Fyrri hópur komi stundvíslega kl 14 og seinni hópur stundvíslega kl. 14.45. Ég fæ ekki húsið lengur svo ég bið alla að mæta stundvíslega. Ef einhver kemst ekki þá endilega senda einhvern fyrir sig.

Bið þá sem eiga eftir að greiða síðustu greiðslu seinni ferðar að gera það á reikningsnúmerið venjulega. Einnig vita menn að allir þurfa að borga félagsgjald í VIMA fyrir ferð, sjá hér á síðunni Hentug reikningsnúmer, þar er skilmerkilega frá því reikningsnúmeri sagt.

Við gefum okkur samt tíma til að fá okkur kaffi/tesopa og spjalla aðeins. Vona að fólk í fyrri ferð hafi allat bólusetningar í lagi og verði sér úti um malaríutöflur. Síðari hópur má gjarnan fara að hugsa til að drífa í því líka.

Hér til hægri, efst á síðunni er sagt frá Teppasýningu vina okkar, Hossein og Ali Bordbar í Isfahan sem verður opnuð 11.febr. og eru þar upplýsingar um sýninguna og mun bæta við eftir þörfum. Þeir hlakka mikið til að hitta gamla kunningja úr Íranferðum en vissulega og auðvitað eru allir velkomnir og bið ykkur lengsta orða að láta þetta ganga til vina og kunningja. Þarna verður margt djásnið að skoða( nú og kaupa) ef menn vilja.

Við erum í VIMA stjórn að undirbúa smásamsæti fyrir þá með þeim sem hafa farið til Íran áður en þeir fara heim aftur og vonast til að menn svari beiðnum um þátttöku.
þegar hún berst.

Þar sem leiðsögumaðurinn okkar góði, Pezhman Azizi verður með í för hafa ýmsir látið í ljós vilja til að gera honum eitthvað til skemmtunar og fróðleiks því þeir verða hér í 3 vikur og er allt slíkt afskaplega vel þegið. Þegar hafa nokkrir komið með hugmyndir og um að gera að við tökum myndarlega á móti þeim því við höfum átt góðar stundir með Írönum.

Gjörið svo vel og skrifið hugmyndir, annað hvort með þessum pistli eða inn á teppasíðuna.

Muna svo vinsamlegast að mæta vel og stundvíslega sunnudaginn 12.febr. í Stýró að sækja ferðagögn.