Vantar ykkur gömul fréttabréf? Og myndakvöld- svör óskast
Nú fara fréttabréfin að verða dýrmæt og ekki víst að allir hafi gætt þeirra. Þau eru merk heimild um sögu VIMA. Get sennilega útvegað ykkur flest nema þau fyrstu. Hafið þá bara samband á imeilinu.
Hef sent Eþíópíuförum í fyrra hópi hugmynd að dagsetningu fyrir myndakvöld og bið menn svara sem fyrst.
Ég fer til Tabriz á þriðjudagsmorgun og verð á flandri um norður og vesturhlutann í tíu daga. Eftir heimkomu mun ég kalla saman væntanlega Íranfara í september til að fara yfir áætlun ofl Gæti orðið sirka um 10.júní ef ég fæ húsnæði.
Um svipað leyti verður trúlega efnt í myndakvöld fyrir Eþíópíufara 2. Hvet menn til að banga frá sínum myndum.
Saturday, May 12, 2012
Thursday, May 10, 2012
Aðalfundur VIMA 28.apr. 2012
Hér á eftir eru erindi tvö sem voru flutt á aðalfundinum okkar síðasta. Einnig las Guðlaug Pétursdóttir upp reikninga sem sýnir að VIMA fer með halla út úr síðasta starfsári. Það stafar að mestu af því að kostnaður við fréttabréf hefur aukist þar sem nokkrar síður í miðbréfi ársins voru prentaðar í lit og póstburðargjöld hafa hækkað.
Einnig vorum við rukkuð á árinu fyrir leigu í Kornhlöðunni þrátt fyrir að menn keyptu sér kaffi og meðlæti.
Það er gleðilegt frá því að segja að eftir aðalfundinn hafa margir félagar greitt sín félagsgjöld og er þakkað fyrir það.
Ákveðið hefur verið að félagssjóður renni til Fatimusjóðs þegar gert hefur verið upp og munu það líklega vera um 300-350 þús. krónur.
Varðandi aðalfundinn: Magnús R. Einarsson hélt stutta tölu um tónlist miðausturlandasvæðis áður en aðalfundarstörf hófust.
Elísabet Ronaldsdóttir var fundarstjóri og stóð sig með prýði eins og hennar er von og vísa.
Sveinn Einarsson flutti ljóð sem hann orti í Eþíópíu og hann og Þóra Kristjánsdóttir afhentu JK ákaflega fallega gjöf, vatnslitamynd frá Wadi Rum eftir breskan málara og einnig færðu þau Ísleifi Illugasyni ferðafélaga sínum úr Eþíópíuferð tisjört að gjöf.
Gulla pé sagði fáein orð í lokin og þakkaði félögum og stjórn samstarfið.
Það var vel mætt á þennan fund eins og aðra og á sjötta tug skrifuðu í gestablöð.
Hér á eftir eru erindi tvö sem voru flutt á aðalfundinum okkar síðasta. Einnig las Guðlaug Pétursdóttir upp reikninga sem sýnir að VIMA fer með halla út úr síðasta starfsári. Það stafar að mestu af því að kostnaður við fréttabréf hefur aukist þar sem nokkrar síður í miðbréfi ársins voru prentaðar í lit og póstburðargjöld hafa hækkað.
Einnig vorum við rukkuð á árinu fyrir leigu í Kornhlöðunni þrátt fyrir að menn keyptu sér kaffi og meðlæti.
Það er gleðilegt frá því að segja að eftir aðalfundinn hafa margir félagar greitt sín félagsgjöld og er þakkað fyrir það.
Ákveðið hefur verið að félagssjóður renni til Fatimusjóðs þegar gert hefur verið upp og munu það líklega vera um 300-350 þús. krónur.
Varðandi aðalfundinn: Magnús R. Einarsson hélt stutta tölu um tónlist miðausturlandasvæðis áður en aðalfundarstörf hófust.
Elísabet Ronaldsdóttir var fundarstjóri og stóð sig með prýði eins og hennar er von og vísa.
Sveinn Einarsson flutti ljóð sem hann orti í Eþíópíu og hann og Þóra Kristjánsdóttir afhentu JK ákaflega fallega gjöf, vatnslitamynd frá Wadi Rum eftir breskan málara og einnig færðu þau Ísleifi Illugasyni ferðafélaga sínum úr Eþíópíuferð tisjört að gjöf.
Gulla pé sagði fáein orð í lokin og þakkaði félögum og stjórn samstarfið.
Það var vel mætt á þennan fund eins og aðra og á sjötta tug skrifuðu í gestablöð.
Wednesday, May 9, 2012
Skýrsla Jóhönnu K á aðalfundi VIMA 28.apr. 2012
Sæl öll.
Ég býð alla velkomna á þennan síðasta aðalfund Vináttu og menningarfélags Miðausturlanda.
Þegar við hófum þessi ferðalög var aldrei ætlunin að úr þessu yrði það sem smám saman þróaðist, í mesta lagi hugsaði ég að kannski mætti fá fólk í tvær þrjár ferðir til Sýrlands og Líbanons og síðan ekki söguna meir. Því var heldur aldrei hugsað að þetta yrði e-s ferðaskrifstofa heldur ferðaklúbbur og þannig hefur VIMA alltaf starfað.
Ástæðan fyrir því að þetta byrjaði allt saman var eins og margir vita að ég hafði ferðast sem blaðamaður um Miðausturlönd og síðar verið þar búsett við arabískunám og skriftir. Mér blöskraði fáfræðin og fordómarnir og var orðin hundleið á að heyra lofsöngva um einstakan kjark minn að þora " að vera innan um þennan lýð" eins og einn fyrverandi hæstaréttardómari orðaði það svo ógleymanlega. Mig langaði að kynna þennan heimshluta og fólkið sem þar byggi en mig óraði vissulega ekki fyrir þeim undirtektur sem ferðahudmyndir mínar fengu.
Að sönnu var stundum hvíslað að mér að ég skyldi ekki hafa hátt um þetta, því viðkomandi rígfullorðin börn sumra væntanlegra ferðafélaga mundu þá banna enn rígfullorðnari foreldrum að fara í þessar hættuferðir. Þetta leið hjá smátt og smátt en eimdi lengi eftir af þessum hugsunarhætti.
En fólk áttaði siv fljótt á því að þessi lönd sem við byrjuðum á, Sýrland og Líbanon, voru ólík og löngun vaknaði að sjá fleiri og þar með var boltinn farinn að rúlla. Jemen og Jórdanía bættust við og svo kom upp áhugi á Egyptlanadsferð sem ég hef þó ekki lagt áherslu á. Aðeins þrjár ferðir í allt enda stóð ekki til að fara í samkeppni við ferðaskrifstofur sem stoku sinnum og nú reglulega, bjóða upp á Egyptalandsferðir.
Þess í stað var afráðið að kynna Óman sem er jafn gerólíkt t.d. Sýrlandi og Jemen og hugsast getur. Sjálf hefði ég kosið að við hefðum farið fleiri ferðir þangað en tvær því ferð til Óman gerir- það er trúa mín allavega- alla að ögn betri manneskjum. En ferðir þangað eru í dýrari kantinum og þátttaka fékkst ekki nema í þessar tvær. Þá komu Kákasuslöndin til greina og ein ferð var þangað og hefur því miður ekki verið endurtekin.
En þá kom fram hugmyndin um Íran- upphaflega frá Þuríði Árnadóttur. Eftir tvær rannsóknarferðir þangað 2005 hefur svo verið ein eða tvær Íransferðir ár hvert síðan. Þegar óvísindaleg könnun var gerð meðal félaga sem höfðu farið í margar ferðir reyndist Íran yfirleitt standa upp úr.
Mér fannst Íran ekki bara fráleitt heldur hlyti það einnig að vera óframkvæmanlegt. Þrátt fyrir að telja mig svona fróða og vísa um þennan heimshluta, þótti mér einhvern veginn að Íran hefði bara stoppað eftir byltinguna 1979. Eins og í sögunni um Þyrnirós. En kom svo í þjóðfélag sem var á fljúgandi ferð, undursamlegt fólk, einstakar minjar og saga. Engu líkt.
Auðvitað á maður ekki að bera lönd saman, þar ræður svo ótal margt. Hverju skyldi tekið á eigin forsendum og ekki má gleyma að líðan og hugarfar okkar sjálfra þegar í ferðina er farið ræður þar líka miklu.
Það er merkilegt - nú þegar ástandið í Arabaheiminum er erfitt, sársaukafullt og þversum að við skyldum t.d. komast til Líbíu í tvær ferðir. Og vorum þar akkúrat meðan bankahrunið gekk hér yfir. Þá þeystum við um sandöldur Sahara, teygðum okkur upp á næturstjörnur og syntum í saltvötnum eyðimerkurinnar.
Ekki skyldi Palestína gleymast. Mögnuð verð sem vakti með okkur blendnar tilfinningar að horfa upp á framgöngu Ísraela og yfirlæti þeirra og yfirgang gagnvart Palestínumönnum, þjóðinni sem hefur búið í þessu landi í sátt og friði við fáeinar gyðingafjölskyldur fram að stofnun Ísraelsríkis 1948. Þegar Vesturlönd ákváðu að búa til ríki til að sefa eigin sektarkennd og láta undan þrýstingi þess volduga gyðingalobbíis sem þrífst harla blómlega einkum í Bandaríkjunum.
En vegna ástandsins í löndum Araba var ákveðið að færa út landamærin og tvær ferðir voru við orðan orðstír til Uzbekistan og þar með var einn heimurinn enn kominn á kortið okkar. Sá heimur víkkaði enn nú á vornóttum þegar tveir hópar, 60 manns héldu til Eþíópíu. Sú lífsreynsla mun örugglega vera að meltast í höfðum okkar.
En nú lýkur þessu senn
Nú eru ferðirnar sem sagt orðnar 39 og mál að linni. Ein ferð með nýrri áætlun til Írans í haust og því sem næst fullskipuð. Eina ferð kannski til Eþíópíu í október ef þátttaka fæst og síðan er þessu lokið. Ég veit að ég gaf yfirlýsingu í þessa veru fyrir tveimur árum en nú er mér fullkomin alvara. Hef þegar hafnað tveimur hópum sem vilja fara annars vegar til Líbanon og Jórdaníu og hins vegar til Uzbekistan.
Þessum kafla er lokið og verður ekki tekinn upp af mér á ný. Það verður ekkert ýkt um þá miklu ánægju sem ég hef haft að kynna "löndin mín" fyrir fólki og bæta svo nokkrum við eins og Uzbekistan, Kákasuslöndunum og Eþíópíu.
Við í stjórn VIMA töldum að með því að ferðunum er hætt væri starfssemi VIMA sjálfhætt. Við viljum ekki láta það dragast upp. Fundarsóknin hefur verið nánast einstök og fundirnir hafa byggst á að kynna ferðir og fjalla um málefni þeim tengdum.
Eftir allar ferðir- raunar nema seinni ferðina til Óman í denn tíð- hafa verið myndakvöld sem oftast hafa verið afskaplega vel sótt. Menn hafa endurlifað þá ferð sem nokkru áður var farin.
Ég held óhætt sé að segja að flestir séu ríkari eftir reynslu þessara ferða og þær upplifanir í sögu, mannlífi, menningu og minjum sem við höfum kynnst þar.
Fólk sem hefur farið í þessar ferðir er almennt mjög skemmtilegt fólk, forvitið, opið og fróðleiksfúst. Það er gaman að vera með slíku fólki og ég og fleiri hafa tengst vináttuböndum við marga sem hafa verið þátttakendur í því sem ég vil leyfa mér að kalla fyrir mína parta, vinnusamt ævintýri.
Ég gæti talið upp þá sem hafa verið til ama í þessum ferðum. Það er góð niðurstaða þegar haft er í huga að um þúsund manns hafa tekið þátt í þeim. En ég vil heldur dvelja við þá alla hina sem með félagsskap sínum hafa verið einstakir, hver og einn og allir.
Framúrskarandi fyrirlesarar og afleit félagsgjaldaskil
Þetta er nú ansi langur formáli en mér fannst hann þurfa að vera ítarlegur þegar við efnum hér í síðasta fundinn. Við megum vel rifja upp að ekki aðeins á síðasta starfsári VIMA heldur allar götur frá stofnun hafa fundaefni verið fjarskalega vel heppnuð. Við höfum fengið til okkar afbragðs fyrirlesara sem sjaldnast hafa tekið krónu fyrir þrátt fyrir að hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa sig. Fyrir það er þakkað kærlega enda væri VIMA fyrir löngu farið á hausinn ef þeir hefðu tekið fyrir það sem sanngjarnt og eðlilegt hefði talist.
Því félagsmenn hafa verið duglegir að ferðast og sækja fundi en þeir hafa verið afskaplega tregir að greiða félagsgjöld. Með góðum og traustum undantekningum og oftast þeim sömu. Það er til vansa en verður kannski líka að skrifast á okkur í stjórn VIMA, við höfum ekki verið nægilega ötular við að minna á félagsgjöldin. Það hefur verið gert á síðunni minni með reglulegu millibili og það hefur verið gert á hverjum einasta fundi. En ekki dugað til.
Jafnvel hafa sumir sett mig í þá ferlegu stöðu að greiða ekki félagsgjöldin fyrir ferð eins og lög mæla fyrir um og samgönguráðuneytið setti sem skilyrði til að þetta teldist klúbbur og gæti því hvenær sem er og fyrirvaralaust óskað eftir að sjá kvittanir okkar.
Ég man líka hverjir það eru sem hafa borgað skilvíslega. Því ég er svo góð í nöfnum, altso...
Starfssemi 2011-2012
Að svo mæltu er rétt að snúa sér að þessu starfsári. Aðalfundur var 7.maí og að loknum aðalfundastörfum flutti Guðlaugur Gunnarsson, fyrv. kristniboði í Eþíópíu sérlega fróðlegt og áheyrilegt erindi með góðri myndasýningu um Eþíópíu. Nokkrum dögum síðar fór ég svo í könnunarferð á þessar slóðir og að henni lokinni voru settar upp tvær Eþíópíuferðir, su fyrri í marsbyrjun og hin seinni í marslok. Þrjátíu manns í hvorri ferð. Ég efa ekki að erindi Guðlaugs átti drjúgan hlut í því hve fljótt ferðirnar fylltust.
Haustfundur var 1.október og talaði Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og ræddi um kynni sín af tilverurétti Palestínumanna eins og hún kallaði erindi sitt.
Þriðji fundur starfsársins var 22.janúar og ræddi þá Þorbjörn Broddason, félagsfræðiprófessor um sögu fréttastöðvarinnar Al Jazeera í tölu sem hann kallaði arabíska eylandið. Þetta var afbragðs góður fundur enda Þorbjörn áheyrilegur og skýr og vék ekki aðeins að starfi Al Jazeera og áhrifum hennar í atburðum liðinna missera heldur einnig um hvaða þýðingu hún hefði haft á fjölmiðlun í heiminum.
Þrjú fréttabréf komu út og jafnan í tengslum við fundina til að spara okkur auglýsingakostnað. Þar hefur efni
verið fjölbreytt og það á við um hið síðasta eins og öll hin. Nú hafa 18 fréttabréf frá því útgáfa þess hófst 2006.
VIMA hefur orðið að treysta á félagsgjöldin til að greiða fyrir allan kostnað við fréttabréf, útburðarkosntað og því hefur hvert félagsgjald sem hefur verið greitt eða ekki greitt skipt máli. Harma ber að fólk hefur einnig verið tregt að senda breytt heimilisföng.
Í ritnefnd fréttabréfsins frá uppphafi hafa verið Birna Karlsdóttir, Guðrún Halla Guðmundsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir, Sigurbjkörg Ásgeirsdóttir, Dóminik Pledel Jónsson, Vera Illugadóttir, Hulda Waddel(sem lést fyrir nokkru) og Inga Hersteinsdóttir. Allar hafa þær unnið hið besta starf sem þakkað er fyrir af alhug.
Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri VIMA hefur gjarnan lagt gjörva hönd á plóg þegar fréttabréfið hefur komið út svo og Edda Ragnarsdóttir, varaformaður og stundum hafa fleiri lagt fram lið. Það þarf að gera fleira en skrifa það og leiátera, það þarf að merkja það, halda utan um póstlista og sjá um að koma því í dreifingu.
Í fréttabréfum ársins hafa verið margar ágætar greinar af öllum toga, s.s. um Jemenkrakkana okkar, um sunníta og sjíta, um Zaraþústra, greinar um Uzbekistan og Eþíópíu, ljóðaþýðingar, bækur, kvikmyndir, hljóðfæri, sögu Afganistan, Arabíuvorið og svo mætti lengi telja.
Fatimusjóður í biðstöðu og teppapiltar
Þá skal þess getið að Fatímusjóður og starf hans hefur verið í biðstöðu af nokkuð augljósum ástæðum. Ég vona að það mál skýrist í sumar og við getum tekið upp þráðinn fyrr en síðar að styrkja fátæk börn í skóla eins og gert var í tæp sex ár. Frá því verður jafnótt sagt á síðunni minni.
Þess skal minnst að stjórn VIMA með aðstoð fleiri greiddi götu teppapilta okkar í Baharestanverslun í Íran svo þeir komu með glæsilega teppasýningu hingað í febrúar. Frá þessu segir í fréttabréfinu. Þetta útheimti mikla vinnu en var að hinn mesti menningar og gleðiauki.
Stjórn VIMA hefur haldið fundi sína á heimilum stjórnarmanna eftir því sem þurfa hefur þótt. Auðvitað hefur aldrei verið rukkað fyrir neinar veitingar né almennt neina snúninga og risnukosnaður nákvæmlega enginn. Ég vil leyfa mér að halda fram að rekstur þessa félags hafi verið með þeim ódýrari sem þekkist.. Það á einnig við um fundi stjórnarFatimusjóðs
Mér þykir rétt að geta þessa við þau tímamót sem hér verða og ég vil þakka stjórnarkonum afskaplega gott samstarf. Þær hafa verið með mér í þessu bauki öllu saman og ekki talið eftir sér viðvik og amstur. Samstarfið hefur verið mjög gott en ég ætla að öðrum ólöstuðum að nefna Gullu pé sem einnig hefur veitt mér alls konar aðstoð við undirbúning ferða og fyrirlestra og ekki talið eftir sér að koma eftir vinnudag, brunandi vestur í bæ til að leysa úr alls konar vanda sem mér hefur tekist að setja mig í, einkum hvað tæknimál varðar.
Þetta hafa verið góð ár. Ein ferð er eftir og í henni ríkir vonandi sama gleðin og hefur einkennt langflestar ferðirnar 39.
Takk fyrir að mæta á fundi og sýna áhuga. Takk bara fyrir að taka þátt í þessu ævintýri.
Sæl öll.
Ég býð alla velkomna á þennan síðasta aðalfund Vináttu og menningarfélags Miðausturlanda.
Þegar við hófum þessi ferðalög var aldrei ætlunin að úr þessu yrði það sem smám saman þróaðist, í mesta lagi hugsaði ég að kannski mætti fá fólk í tvær þrjár ferðir til Sýrlands og Líbanons og síðan ekki söguna meir. Því var heldur aldrei hugsað að þetta yrði e-s ferðaskrifstofa heldur ferðaklúbbur og þannig hefur VIMA alltaf starfað.
Ástæðan fyrir því að þetta byrjaði allt saman var eins og margir vita að ég hafði ferðast sem blaðamaður um Miðausturlönd og síðar verið þar búsett við arabískunám og skriftir. Mér blöskraði fáfræðin og fordómarnir og var orðin hundleið á að heyra lofsöngva um einstakan kjark minn að þora " að vera innan um þennan lýð" eins og einn fyrverandi hæstaréttardómari orðaði það svo ógleymanlega. Mig langaði að kynna þennan heimshluta og fólkið sem þar byggi en mig óraði vissulega ekki fyrir þeim undirtektur sem ferðahudmyndir mínar fengu.
Að sönnu var stundum hvíslað að mér að ég skyldi ekki hafa hátt um þetta, því viðkomandi rígfullorðin börn sumra væntanlegra ferðafélaga mundu þá banna enn rígfullorðnari foreldrum að fara í þessar hættuferðir. Þetta leið hjá smátt og smátt en eimdi lengi eftir af þessum hugsunarhætti.
En fólk áttaði siv fljótt á því að þessi lönd sem við byrjuðum á, Sýrland og Líbanon, voru ólík og löngun vaknaði að sjá fleiri og þar með var boltinn farinn að rúlla. Jemen og Jórdanía bættust við og svo kom upp áhugi á Egyptlanadsferð sem ég hef þó ekki lagt áherslu á. Aðeins þrjár ferðir í allt enda stóð ekki til að fara í samkeppni við ferðaskrifstofur sem stoku sinnum og nú reglulega, bjóða upp á Egyptalandsferðir.
Þess í stað var afráðið að kynna Óman sem er jafn gerólíkt t.d. Sýrlandi og Jemen og hugsast getur. Sjálf hefði ég kosið að við hefðum farið fleiri ferðir þangað en tvær því ferð til Óman gerir- það er trúa mín allavega- alla að ögn betri manneskjum. En ferðir þangað eru í dýrari kantinum og þátttaka fékkst ekki nema í þessar tvær. Þá komu Kákasuslöndin til greina og ein ferð var þangað og hefur því miður ekki verið endurtekin.
En þá kom fram hugmyndin um Íran- upphaflega frá Þuríði Árnadóttur. Eftir tvær rannsóknarferðir þangað 2005 hefur svo verið ein eða tvær Íransferðir ár hvert síðan. Þegar óvísindaleg könnun var gerð meðal félaga sem höfðu farið í margar ferðir reyndist Íran yfirleitt standa upp úr.
Mér fannst Íran ekki bara fráleitt heldur hlyti það einnig að vera óframkvæmanlegt. Þrátt fyrir að telja mig svona fróða og vísa um þennan heimshluta, þótti mér einhvern veginn að Íran hefði bara stoppað eftir byltinguna 1979. Eins og í sögunni um Þyrnirós. En kom svo í þjóðfélag sem var á fljúgandi ferð, undursamlegt fólk, einstakar minjar og saga. Engu líkt.
Auðvitað á maður ekki að bera lönd saman, þar ræður svo ótal margt. Hverju skyldi tekið á eigin forsendum og ekki má gleyma að líðan og hugarfar okkar sjálfra þegar í ferðina er farið ræður þar líka miklu.
Það er merkilegt - nú þegar ástandið í Arabaheiminum er erfitt, sársaukafullt og þversum að við skyldum t.d. komast til Líbíu í tvær ferðir. Og vorum þar akkúrat meðan bankahrunið gekk hér yfir. Þá þeystum við um sandöldur Sahara, teygðum okkur upp á næturstjörnur og syntum í saltvötnum eyðimerkurinnar.
Ekki skyldi Palestína gleymast. Mögnuð verð sem vakti með okkur blendnar tilfinningar að horfa upp á framgöngu Ísraela og yfirlæti þeirra og yfirgang gagnvart Palestínumönnum, þjóðinni sem hefur búið í þessu landi í sátt og friði við fáeinar gyðingafjölskyldur fram að stofnun Ísraelsríkis 1948. Þegar Vesturlönd ákváðu að búa til ríki til að sefa eigin sektarkennd og láta undan þrýstingi þess volduga gyðingalobbíis sem þrífst harla blómlega einkum í Bandaríkjunum.
En vegna ástandsins í löndum Araba var ákveðið að færa út landamærin og tvær ferðir voru við orðan orðstír til Uzbekistan og þar með var einn heimurinn enn kominn á kortið okkar. Sá heimur víkkaði enn nú á vornóttum þegar tveir hópar, 60 manns héldu til Eþíópíu. Sú lífsreynsla mun örugglega vera að meltast í höfðum okkar.
En nú lýkur þessu senn
Nú eru ferðirnar sem sagt orðnar 39 og mál að linni. Ein ferð með nýrri áætlun til Írans í haust og því sem næst fullskipuð. Eina ferð kannski til Eþíópíu í október ef þátttaka fæst og síðan er þessu lokið. Ég veit að ég gaf yfirlýsingu í þessa veru fyrir tveimur árum en nú er mér fullkomin alvara. Hef þegar hafnað tveimur hópum sem vilja fara annars vegar til Líbanon og Jórdaníu og hins vegar til Uzbekistan.
Þessum kafla er lokið og verður ekki tekinn upp af mér á ný. Það verður ekkert ýkt um þá miklu ánægju sem ég hef haft að kynna "löndin mín" fyrir fólki og bæta svo nokkrum við eins og Uzbekistan, Kákasuslöndunum og Eþíópíu.
Við í stjórn VIMA töldum að með því að ferðunum er hætt væri starfssemi VIMA sjálfhætt. Við viljum ekki láta það dragast upp. Fundarsóknin hefur verið nánast einstök og fundirnir hafa byggst á að kynna ferðir og fjalla um málefni þeim tengdum.
Eftir allar ferðir- raunar nema seinni ferðina til Óman í denn tíð- hafa verið myndakvöld sem oftast hafa verið afskaplega vel sótt. Menn hafa endurlifað þá ferð sem nokkru áður var farin.
Ég held óhætt sé að segja að flestir séu ríkari eftir reynslu þessara ferða og þær upplifanir í sögu, mannlífi, menningu og minjum sem við höfum kynnst þar.
Fólk sem hefur farið í þessar ferðir er almennt mjög skemmtilegt fólk, forvitið, opið og fróðleiksfúst. Það er gaman að vera með slíku fólki og ég og fleiri hafa tengst vináttuböndum við marga sem hafa verið þátttakendur í því sem ég vil leyfa mér að kalla fyrir mína parta, vinnusamt ævintýri.
Ég gæti talið upp þá sem hafa verið til ama í þessum ferðum. Það er góð niðurstaða þegar haft er í huga að um þúsund manns hafa tekið þátt í þeim. En ég vil heldur dvelja við þá alla hina sem með félagsskap sínum hafa verið einstakir, hver og einn og allir.
Framúrskarandi fyrirlesarar og afleit félagsgjaldaskil
Þetta er nú ansi langur formáli en mér fannst hann þurfa að vera ítarlegur þegar við efnum hér í síðasta fundinn. Við megum vel rifja upp að ekki aðeins á síðasta starfsári VIMA heldur allar götur frá stofnun hafa fundaefni verið fjarskalega vel heppnuð. Við höfum fengið til okkar afbragðs fyrirlesara sem sjaldnast hafa tekið krónu fyrir þrátt fyrir að hafa lagt mikla vinnu í að undirbúa sig. Fyrir það er þakkað kærlega enda væri VIMA fyrir löngu farið á hausinn ef þeir hefðu tekið fyrir það sem sanngjarnt og eðlilegt hefði talist.
Því félagsmenn hafa verið duglegir að ferðast og sækja fundi en þeir hafa verið afskaplega tregir að greiða félagsgjöld. Með góðum og traustum undantekningum og oftast þeim sömu. Það er til vansa en verður kannski líka að skrifast á okkur í stjórn VIMA, við höfum ekki verið nægilega ötular við að minna á félagsgjöldin. Það hefur verið gert á síðunni minni með reglulegu millibili og það hefur verið gert á hverjum einasta fundi. En ekki dugað til.
Jafnvel hafa sumir sett mig í þá ferlegu stöðu að greiða ekki félagsgjöldin fyrir ferð eins og lög mæla fyrir um og samgönguráðuneytið setti sem skilyrði til að þetta teldist klúbbur og gæti því hvenær sem er og fyrirvaralaust óskað eftir að sjá kvittanir okkar.
Ég man líka hverjir það eru sem hafa borgað skilvíslega. Því ég er svo góð í nöfnum, altso...
Starfssemi 2011-2012
Að svo mæltu er rétt að snúa sér að þessu starfsári. Aðalfundur var 7.maí og að loknum aðalfundastörfum flutti Guðlaugur Gunnarsson, fyrv. kristniboði í Eþíópíu sérlega fróðlegt og áheyrilegt erindi með góðri myndasýningu um Eþíópíu. Nokkrum dögum síðar fór ég svo í könnunarferð á þessar slóðir og að henni lokinni voru settar upp tvær Eþíópíuferðir, su fyrri í marsbyrjun og hin seinni í marslok. Þrjátíu manns í hvorri ferð. Ég efa ekki að erindi Guðlaugs átti drjúgan hlut í því hve fljótt ferðirnar fylltust.
Haustfundur var 1.október og talaði Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og ræddi um kynni sín af tilverurétti Palestínumanna eins og hún kallaði erindi sitt.
Þriðji fundur starfsársins var 22.janúar og ræddi þá Þorbjörn Broddason, félagsfræðiprófessor um sögu fréttastöðvarinnar Al Jazeera í tölu sem hann kallaði arabíska eylandið. Þetta var afbragðs góður fundur enda Þorbjörn áheyrilegur og skýr og vék ekki aðeins að starfi Al Jazeera og áhrifum hennar í atburðum liðinna missera heldur einnig um hvaða þýðingu hún hefði haft á fjölmiðlun í heiminum.
Þrjú fréttabréf komu út og jafnan í tengslum við fundina til að spara okkur auglýsingakostnað. Þar hefur efni
verið fjölbreytt og það á við um hið síðasta eins og öll hin. Nú hafa 18 fréttabréf frá því útgáfa þess hófst 2006.
VIMA hefur orðið að treysta á félagsgjöldin til að greiða fyrir allan kostnað við fréttabréf, útburðarkosntað og því hefur hvert félagsgjald sem hefur verið greitt eða ekki greitt skipt máli. Harma ber að fólk hefur einnig verið tregt að senda breytt heimilisföng.
Í ritnefnd fréttabréfsins frá uppphafi hafa verið Birna Karlsdóttir, Guðrún Halla Guðmundsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir, Sigurbjkörg Ásgeirsdóttir, Dóminik Pledel Jónsson, Vera Illugadóttir, Hulda Waddel(sem lést fyrir nokkru) og Inga Hersteinsdóttir. Allar hafa þær unnið hið besta starf sem þakkað er fyrir af alhug.
Guðlaug Pétursdóttir, gjaldkeri VIMA hefur gjarnan lagt gjörva hönd á plóg þegar fréttabréfið hefur komið út svo og Edda Ragnarsdóttir, varaformaður og stundum hafa fleiri lagt fram lið. Það þarf að gera fleira en skrifa það og leiátera, það þarf að merkja það, halda utan um póstlista og sjá um að koma því í dreifingu.
Í fréttabréfum ársins hafa verið margar ágætar greinar af öllum toga, s.s. um Jemenkrakkana okkar, um sunníta og sjíta, um Zaraþústra, greinar um Uzbekistan og Eþíópíu, ljóðaþýðingar, bækur, kvikmyndir, hljóðfæri, sögu Afganistan, Arabíuvorið og svo mætti lengi telja.
Fatimusjóður í biðstöðu og teppapiltar
Þá skal þess getið að Fatímusjóður og starf hans hefur verið í biðstöðu af nokkuð augljósum ástæðum. Ég vona að það mál skýrist í sumar og við getum tekið upp þráðinn fyrr en síðar að styrkja fátæk börn í skóla eins og gert var í tæp sex ár. Frá því verður jafnótt sagt á síðunni minni.
Þess skal minnst að stjórn VIMA með aðstoð fleiri greiddi götu teppapilta okkar í Baharestanverslun í Íran svo þeir komu með glæsilega teppasýningu hingað í febrúar. Frá þessu segir í fréttabréfinu. Þetta útheimti mikla vinnu en var að hinn mesti menningar og gleðiauki.
Stjórn VIMA hefur haldið fundi sína á heimilum stjórnarmanna eftir því sem þurfa hefur þótt. Auðvitað hefur aldrei verið rukkað fyrir neinar veitingar né almennt neina snúninga og risnukosnaður nákvæmlega enginn. Ég vil leyfa mér að halda fram að rekstur þessa félags hafi verið með þeim ódýrari sem þekkist.. Það á einnig við um fundi stjórnarFatimusjóðs
Mér þykir rétt að geta þessa við þau tímamót sem hér verða og ég vil þakka stjórnarkonum afskaplega gott samstarf. Þær hafa verið með mér í þessu bauki öllu saman og ekki talið eftir sér viðvik og amstur. Samstarfið hefur verið mjög gott en ég ætla að öðrum ólöstuðum að nefna Gullu pé sem einnig hefur veitt mér alls konar aðstoð við undirbúning ferða og fyrirlestra og ekki talið eftir sér að koma eftir vinnudag, brunandi vestur í bæ til að leysa úr alls konar vanda sem mér hefur tekist að setja mig í, einkum hvað tæknimál varðar.
Þetta hafa verið góð ár. Ein ferð er eftir og í henni ríkir vonandi sama gleðin og hefur einkennt langflestar ferðirnar 39.
Takk fyrir að mæta á fundi og sýna áhuga. Takk bara fyrir að taka þátt í þessu ævintýri.
Friday, May 4, 2012
Wednesday, May 2, 2012
Erindi Ragnheiðar Gyðu á aðalfundi VIMA.
Ágætu VÍMA-félagar!
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég stend ekki í pontu í krafti valda minna og embættis í stjórn VÍMA, heldur sem venjulegur félagsmaður og ferðalangur.
Þessi hér litla þjóð hér má vera stolt af sínum Hávamálum í Konungsbók, þau eru lögð hinum Háva í munn, sjálfum hundheiðnum Óðni. Hann kennir mönnum hvernig þeir eigi að bregðast við ýmsum ytri aðstæðum, hvernig þeir eigi að haga sér gagnvart vinum og óvinum, hegða sér heima og að heiman. Hann brýnir fyrir þeim hófsemi, þeir eigi að vera varir um sig, gæta tungu sinnar og vera ekki of auðtrúa. Sígild speki og siðaboðskapur. Og hvort sem Hávamál eru forngermanskrar ættar úr þjóðflutningunum miklu fyrr á öldum og/eða ort hér af kristnum manni á 13. öld gerir skáldið sér góða grein fyrir innréttingu mannanna:
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
Fróðir menn segja ekkert tungumál heims öðru betra eða merkilegra. Mér er þó mjög til efs að nokkur tunga á jörðu búi yfir jafn ágætum orðum og íslenskan í orðum um heimsku. Heimskt er heimaalið barn. Sá maður sem elst upp heima og fer aldrei út fyrir túngarðinn, hann skortir þekkingu og víðsýni, hann er heimskur. Hann þarf hins vegar alls ekki að vera vitlaus, vitlausan mann skortir vit.
Það er með öllu grínlaust að vera manneskja á þessum síðustu og verstu tímum. Ég er fædd upp úr miðri öld öfganna; meðal annars mörkuð af hungursneyðum í Afríku, kjarnorkuvá, köldu stríði, þíðu, hruni austurblokkarinnar frá vestri séð, leit að nýjum óvini handa þessum sömu Vesturlöndum, fundi þess verðuga fjanda í illyrmis múslimum Miðausturlanda og þótt víðar væri leitað. Árásum ofurtækniherja Vesturlanda á óvinina í beinum útsendingum heima í stofu og baráttu þessara óvina okkar innbyrðis og hver við annan fyrir betri tilveru hverjum hjá sér eða frændþjóðum til aðstoðar.
Upplýsingar um atburði þessa og þróun hafa borist hingað vestur með æ meiri hraða og tækni á þessari rétt rúmu hálfu öld og nú er svo komið að þær eru að yfirþyrmandi en ekki að sama skapi áreiðanlegar. Maður hefur lært að gjalda varhug við því sem sagt er og sýnt, sent út frá ofurfréttastofum á heimsvísu, í eigu auðjöfra með attitjúd, jafnvel með hagsmuni sína og áhrif fremur að leiðarljósi en bestu mögulegu upplýsingar og er þá emírinn í Quatar, eigandi al-Jazeera, ekki undanskilinn.
Við Íslendingar gátum þó státað af því um hríð að hér starfaði blaðamaður sem ekki lét sér nægja að sitja á ritstjórn og þýða fréttaskeyti frá Reuter, AFP og hvað þær nú heita allar, heldur ferðaðist um þennan órólega heimshluta í miðaustri, tók menn tali og sendi hingað heim fréttir og skýringar á því sem fyrir augu bar. Lét ekki þar við sitja undir lok síðustu aldar heldur skellti á eftir sér í Skáholti við Drafnarstíg í Reykjavík og arkaði alla leið til Kaíró á Egyptalandi að nema arabíska tungu og fræði.
Ári síðar hélt hún náminu áfram í Damaskus á Sýrlandi, en hélt svo til Óman og Jemen að ljúka því. Og sendi ýmis tíðindi hingað heim skriflega eða á öldum ljósvakans á meðan á náminu stóð. Kom svo heim og gaf reynslu sína og upplifun út á bókum og var viðræðugóð í blöðum, tímaritum og á öldum ljósvakans.
Með nýrri öld jókst óáran í Miðausturlöndum ár frá ári og afskipti og aðkoma Vesturlanda að þeim, með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Fréttir og upplýsingar streymdu úr fjölmiðlum og tölvum hér vestra, flest á sömu bókina lært. Af hraðsuðunni mátti vandræðalaust draga þá ályktun að allir múslimar væru óalandi og óferjandi blóðþyrstir ofsatrúarmenn, arabarar væru upp til hópa múslimar og því þannig innréttaðir. Íranir þar með taldir þótt þeir séu ekki arabar heldur Persar, þeir eru jú flestir múslimar.
Allt væru þetta ómenni og kvennakúgarar að auki, svo mjög reyndar að allar konur í öllum Miðausturlöndum væru huldar augum manna frá toppi til táar, mættu ekkert, kynnu ekkert og gætu ekkert. Arabískumælandi rithöfundurinn og blaðamaðurinn á Drafnarstíg hugsaði sitt og vildi gera það sem í hennar valdi stóð til að auka skilning og þekkingu Íslendinga á íbúum, sögu og menningu í þessum heimshluta. Hún, vinir hennar og kunningjar tóku sig saman og skipulögðu ferð í samráði við ágæta kunningja í ferðabransanum í Sýrlandi og Líbanon og þannig hófust Austurlandaævintýri okkar; fyrst til Líbanons og Sýrlands í apríl 2002. Sjálf fór ég á sömu slóðir fyrir RÚV haustið 2003 og þá var ekki aftur snúið. Ég ánetjaðist Miðausturlöndum.
Ferðirnar spurðust vel út, fólk sneri heim hrifið og undrandi yfir upplifuninni, minjum fortíðar og skrautlegu mannlífinu sem það kynntist í ferðunum, - og ekki hvað síst af fólkinu sem þarna býr, gestrisni þess og hlýju. Að mörgum hvarflaði að gera þyrfti eitthvað í fræðslu- og upplýsingamálum heima á Íslandi. Í apríllok árið 2004 stofnuðu 104 ferðalangar því VIMA – vináttu og menningarfélag Íslands og Miðausturlanda í húsakynnum Reykjavíkurakademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut. Formaður var að sjálfsögðu kjörinn upphafsmaður þessa alls; Jóhanna.
Lög félagsins voru samþykkt á stofnfundinum og þar segir meðal annars;
Markmið félagsins er að auka kynningar á menningu, listum og mannlífi í Miðausturlöndum.
Markmiðinu skal ná m.a. með því að efna til funda, fyrirlestra, mynda- og fræðslukynninga og annars sem kynnir þjóðirnar og löndin. (Auðvitað gekk blaðamaðurinn fyrrverandi vasklega fram í að koma Fréttabréfi VÍMA á laggirnar og gefa út reglulega).
Félagið er opið öllum áhugamönnum og velunnurum Miðausturlanda.
Einnig hugðust félagsmenn ferðast um Miðausturlönd og hafa staðið við öll sín heit, lög og reglugerðir.
Tveimur árum síðar voru vel á þriðja hundrað manns skráðir í félagið og fjölgaði þeim jafnt og þétt. Nú, átta árum síðar hafa um 1028 félagar auk mín, farið með félaginu í um 40 ferðir um þennan heimshluta og togað skyldur sínar til Eþíópíu í suðri og Úsbekistan, Asjerbædsjan, Georgíu og Armeníu í norðri.
Fræðimenn á ýmsum sviðum hafa fjallað um hvaðeina úr þessum heimshluta á fundum okkar, fólk ættað þaðan hefur frætt okkur lönd sín, þjóðir, menningu og sögu, við höfum boðið hingað valinkunnum leiðsögumönnum til dvalar og skoðunar og ekki má gleyma teppasölunum fræknu frá Isfahan í Íran. Enn síður skólakrökkunum okkar í Jemen og viðleitni okkar til að bæta námsaðstöðu þeirra og lífsskilyrði – allt fyrir tilstuðlan okkar ágæta formanns en fleiri hafa einnig lagt vaskar hendur á plóg. Eru þá ótalin hátíðarhöld, matarveislur og myndakvöld af ýmsu tilefni.
Nú er komið að leiðarlokum. Á þessum tæpa áratug hef ég, og um 1000 samlandar mínar, eignast nýja vini og kunningja og ferðast með mörgum þeirra um slóðir sem okkur dreymdi bara um áður. Við höfum áttað okkur á að þjóðir svonefndra Miðausturlanda eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Að sumsstaðar eru karlar, konur og börn kúguð í keng, konur þó sýnu meira víða. Og stundum allt þetta í einu og sama landinu. Annarsstaðar eru líf og tilvera frjálslegri einsog við vitum væntanlega flest öll núorðið, VÍMA-félagar.
Saman höfum við tárast yfir örlögum þriðju og fjórðu kynslóðar palestínskra flóttamanna, dreifðum og tvístruðum um þennan heimshluta, oft í óþökk heimamanna. Eymd þeirra og óbærilegum aðstæðum, réttleysi þeirra og vonleysi um að komast nokkurntíma HEIM. Sum okkar hafa líka vitjað þeirra sem enn eru heima, ef heima skyldi kalla; í herkví og hernámi.
Við höfum staðið agndofa frammi fyrir minjum hverrar menningar ofan á annarri um tíuþúsund ára skeið sumsstaðar, misst okkur í prútti, teþambi og vatnspípureykingum í ótal zúkkum og á tehúsum og öskrað á miságenga sölustráka á ferðamannastöðum. Við höfum dvalið í löndum þar sem leiðtogar líta á fólk og aðrar auðlindir landa sinna sem sína einkaeign til eigin ráðstöfunar ekki síður en í löndum þar sem leiðtogar hafa notað auðlindir landa sinna þjóðinni til aukinnar velsældar á líkama á sál. Og allt þar á milli. Ekki má heldur gleyma athugasemdum margra frumbyggja Norður-Afríku, Berba til dæmis, sem telja aðkomumennina af Arabíuskaga frá 7. öld og síðan ekkert annað en ólukkans þjösnara með herraþjóðarkomplexa.
Við höfum heyrt bænaköll og armenskar kirkjuklukkur hljóma saman frá Miðjarðarhafsströnd og Kaspíahafi - langt austur í Persíu og suður eftir Afríku. Við höfum áttað okkur á að stórveldisdraumar sumra þjóðanna hafa markað sögu íbúa Miðausturlanda rétt eins og stórveldin í vestri marka okkar og að núverandi ástand þar má meðal annars rekja til vestrænna sigurvegara fyrri heimsstyrjaldar og hagsmuna þeirra þarna eystra. Við þekkjum mun á síjum og súnníum í grundvallaratriðum og VÍMA-konur eru flestar löngu hættar að láta slæðuburð angra sig, - hafi þær einhverntíma gert það.
En, og kannski umfram, allt höfum við hitt fólkið að máli; hjalað, malað og skrafað við venjulegt fólk í borgum og bæjum margra landa í miðaustri. Sum okkar hafa meira segja þegið heimboð hjá borgarbúum, bændum, búaliði og palestínskum flóttamönnum í Sídon í Líbanon. Við höfum fundið á eigin skinni að múslimar eru allavega, rétt einsog við. Sumir taka trú sína ákaflega alvarlega, aðrir minna og enn aðrir sinna henni ekki hót. Þó höfum við áttað okkur á að nokkur munur er á hugtakinu trú hér og í löndum Íslams og þá ekki síður samspili trúar og samfélags. Nema náttlega ef við hér vestra tökum skrefið til fulls og setjum markaðinn og Mammon í stað drottins guðs almáttugs, þá rofar kannski soldið til í kollinum á okkur. En fæst okkar ná að skilja íslömsk þjóðfélög til fulls.
Mörg okkar hafa þannig þurft að horfast í augu við fordóma sína og sumum hefur jafnvel tekist að vinna á þeim. Í leiðinni höfum við mörg áttað okkur á að umburðarlyndi okkar gagnvart hefðum og venjum annarra má ekki draga úr okkur vígtennurnar þegar við rekumst bókstaflega á mannréttindabrot, órétti og valdbeitingu. Óttinn er að mestu úr okkur og hverfandi líkur á að við bregðumst við því ókunna og óþekkta með sama hætti og Múhameð Atta eða Anders Behring Breivik.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
Við látum ekki vestrænar ofurfréttastofur segja okkur hvað sem er, athugasemdalaust, um ástand mála í Miðausturlöndum, - eða annars staðar í heiminum ef því er að skipta. Og því held ég að við VIMA-félagar megum bara vel við una að loknu starfi okkar og leik í tæpan áratug, svona miðað við áður upplesin helstu markmið félags okkar. Við skulum þakka hvert öðru, fjarstöddum félögum og burtkölluðum, en síðast og alls ekki síst Jóhönnu Kristjónsdóttur fyrir hvað okkur hefur þó miðað í mannviti og þroska - með dynjandi lófataki.
Subscribe to:
Posts (Atom)