Thursday, May 10, 2012

Aðalfundur VIMA 28.apr. 2012


Hér á eftir eru erindi tvö sem voru flutt á aðalfundinum okkar síðasta.  Einnig las Guðlaug Pétursdóttir upp reikninga sem sýnir að VIMA fer með halla út úr síðasta starfsári. Það stafar að mestu af því að kostnaður við fréttabréf hefur aukist þar sem nokkrar síður í miðbréfi ársins voru prentaðar í lit og póstburðargjöld hafa hækkað.
Einnig vorum við rukkuð á árinu fyrir leigu í Kornhlöðunni þrátt fyrir að menn keyptu sér kaffi og meðlæti.
Það er gleðilegt frá því að segja að eftir aðalfundinn hafa margir félagar greitt sín félagsgjöld og er þakkað fyrir það.
Ákveðið hefur verið að félagssjóður renni til Fatimusjóðs þegar gert hefur verið upp og munu það líklega vera um 300-350 þús. krónur.


Varðandi aðalfundinn: Magnús R. Einarsson hélt stutta tölu um tónlist miðausturlandasvæðis áður en aðalfundarstörf hófust.
Elísabet Ronaldsdóttir var fundarstjóri og stóð sig með prýði eins og hennar er von og vísa.


Sveinn Einarsson flutti ljóð sem hann orti í Eþíópíu og hann og Þóra Kristjánsdóttir afhentu JK ákaflega fallega gjöf, vatnslitamynd frá Wadi Rum eftir breskan málara og einnig færðu þau Ísleifi Illugasyni ferðafélaga sínum úr Eþíópíuferð tisjört að gjöf.
Gulla pé sagði fáein orð í lokin og þakkaði félögum og stjórn samstarfið.


Það var vel mætt á þennan fund eins og aðra og á sjötta tug skrifuðu í gestablöð.

No comments: