Um UNICEF:
Skrifstofa UNICEF í Jemen leggur aðaláherslu á fjóra megin þætti í starfi sínu í þágu barna landsins: heilsugæslu og næringu, menntun, barnavernd og aðgengi að vatnsveitu og hreinlæti. Alls starfa um 100 mans á skrifstofunni en yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru Jemenar. Auk þess starfa hundruðir sjálfboðaliða með UNICEF í Jemen.
Yfirmaður UNICEF í Jemen er Geert Cappalaere.
Eftirfarandi er upptalning á helstu aðgerðum í starfi UNICEF í Jemen í júni- og júlímánuði 2012.
Staða barna og verkefni UNICEF í júní og júlí 2012:
Næring:
- Niðurstöður SMART næringarúttektar í Hajjah-fylki sýna að hlutfall barna sem þjást af bráðavannæringu í fjallahéruðum fylkisins er 9,3% en á láglendi er hlutfallið 21,6% sem er mjög alvarlegt ástand.
- Í kjölfar SMART-úttekta í fylkjunum Taiz og Haradh hafa verið gerðar ítarlegar áætlanir um viðbrögð og samstarf stofnanna og félagasamtaka á sviði næringarmála, vatns og hreinlætismála hefur verið aukið og samþætt frekar.
- Frá og með júní 2012 haf 1.000 heilbrigðisstarfsmenn í 16 fylkjum verið þjálfuð í viðbrögðum við bráðavannæringu barna.
- 23 sérfræðingar stjórnvalda, frjálsra félagasamtaka og Sþ-stofnanna hlutu þjálfun í framkvæmd SMART næringarúttekta til að betur sé hægt að fylgjast með og bregðast við næringarástandinu.
- Viðbragðsáætlanir í framkvæmd í Taiz- og Hajjah-fylkjum í samstarfi við héraðstjórnir, félagasmtök, alþjóðstofnanir og stjórnvöld.
Heilsa:
- 98% jemenskra barna voru bólusett gegn lömunarveiki í átaki sem UNICEF stóð fyrir dagana 11. til 13. júní í samstarfi við WHO og heilbirðgiðisráðuneyti Jemen.
- Námskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn úr öllum fylkjum landsins voru haldin til að kynna ný bóluefni og dreifa upplýsingarefni og skráningarmiðum fyrir næsta bólusetningarátak.
Menntun:
- Staðfest hefur verið að 52 skólar hafa verið herteknir í Zinjibar og Khanfar í suðurhluta Abyan-héraðs af Asnar Al-Shari‘a og af þeim hefur verið gerð bein árás á 26 þeirra.
- Nýr skóli fyrir flóttabörn settur upp í Haradh.
- Í Taiz fengu 857 skólabörn aukakennslu til að koma til móts við tafir á skólahaldi í skólum þeirra.
- Þriggja daga þjálfun um réttindi barna og sálrænan stuðning við börn var haldin fyrir 83 kennara sem kenna í sumarskólum víða í Jemen.
- Sumarbúðir fyrir flóttabörn voru haldnar í Haradh héraði, 4.141 börn sóttu búðirnar.
- Undirbúningsvinna er hafin við byggingu 16 tímabundinna kennslustofa fyrir flóttabörn í Al-Mazraq flóttamannabúðunum í Haradh. Kennslustofurnar leysa tjaldskóla af hólmi. Kennslustofurnar munu nýtast 718 börnum.
Barnavernd:
- Sérstök úttekt á vegum SÞ leiðir í ljós að bæði Jemenski herinn og The First Armoured Division hafa notast við barnahermenn.
- Fræðsluherferð til að fræða fólk um hættur jarðsprengja og annara ósprunginna sprengja var haldin í samstarfi við Yemen Executive Mine Action Center og félagsmálaráðuneyti Jemen. Herferðin fór um öll 15 héröð Sa‘ada-fylkis. Fræðsluherferðin náði til 54.777 manns, þar af 27.039 barna.
- Í samstarfi við félagsmálaráðuneyti Jemen og Intersos veitti barnaverndarmiðstöð UNICEF í Haradh 77 fylgdarlausum börnum vernd og tímabundna umönun (38 þeirra flóttamenn frá Afríkuhorninu og 39 jemensk börn). 36 jemensku barnanna voru sameinuð fjölskyldum sínum á ný og öllum 38 flóttabörnunum var fylgt aftur til heimalanda sinna á Afríkuhorninu að þeirra ósk.
Vatn og hreinlæti:
- Í Hajja-fylki jók UNICEF stuðning sinn til að útvega flóttabörnum og fjölskyldum þeirra betri aðgang að hreinlætisaðstöðu. 31.623 manns munu njóta góðs af verkefninu. 101 fjölskyldu-klósett (sem nýtast 707 manns) voru sett upp í flóttamannabúðum í Al-Mazraq. 61 klósettstæður voru settar upp í Mustaba (sem nýtast 1.281 manns). Í Haradh hélt UNICEF áfram að dreifa vatni til 40.479 flóttamanna. Hreinlætisvörum var dreift til flóttafólks og fjölskyldna sem hýsa flóttafólk (32.263 manns). Fjórir stórir vatnsgeymar (2000 L) voru einnig settir upp í Mustaba héraði fyrir 38 fjölskyldur (266 manns) og í Kharyan Al-Muharraq héraði fyrir 30 fjölskyldur (210 manns).
- Í Amran og Arhab fylkjum var vatni dreift daglega til 11.152 flóttamanna í Amran og Arhab (þar af 2.986 börn) og 4.180 manns var tryggður aðgangur að viðunandi hreinlætisaðstöðu (þar af 1.881 börn). Í Amran fengu 9.500 skólabörn hreinlætisvörur til að nota í sumarskólanum. Þann 31 júlí gerði mikið regn í flóttamannabúðunum í Amran og 129 fjölskyldur neyddust til að leita skjóls í nærliggjandi skóla. Ættbálkar í Amran vilja ekki taka við fólkinu. UNICEF tryggði fjölskyldunum vatn og hreinlætisvörur ásamt því að dæla regnvatni úr búðunum.
- Í fylkjunum Aden, Lahj og Abyan héldu UNICEF og Save the Children áfram samstarfi sínu um að tryggja 958 fjölskyldum flóttafólks vatn og hreinlætisvörur (4.201 manns, þar af 1.050 börn). Viðhald var framkvæmt á vatnslögnum og hreinlætisaðstöðu í 29 skólum í Aden, en aðstaðan í skólunum nýtist 1.255 fjölskyldum á svæðinu (5.274 fullorðnum og 2.087 börnum).