Thursday, November 27, 2008

Þá eru báðar komnar - örfá orð um annað mál líka


Fyrsti Líbíuhópurinn
Fremri röð f.v. Ahmed(öryggisvörður), Ólafur, JK, Isam gæd
Efsri röð f.v. Inga Jóns, Inga hersteinsd, Hermann, Sigga, Hulda, Örn, Margrét, Bergþór, Sjöfn, Þorgils, Sturla, Helga Harðard, Maja Heiðdal, Jón Helgi, Jóna, Eygló, Guðrún Margot, Hrönn, Þór, Helga Kristjánsd og Ásdís Kvaran.

Þar með eru báðar myndir komnar og ég fæ þær gerðar á ljósmyndapappír fyrir myndakvöldið. Þakka Ingu Jónsd kærlega fyrir að senda mér myndina sem og Veru í gær.
Mig vantar enn fjóra sem hafa ekki tilkynjnt sig á myndakvöldið 8.des.

Aðeins annað mál: hef verið að reyna að hafa hendur í hári Sýrlandsfarans Sigríðar Harðardóttur og þætti vænt um að hún hefði samband ef hún getur.

Í þriðja lagi: vegna hringinga út af Íranferð í apríl, Kákasus í maí, Jemen í maílok og Líbanon í mars hafa nokkrir spurst fyrir hvort þeir geti greitt inn á þessar ferðir með þeim fyrirvara að ég endurgreiði það ef ekki verður af ferðunum eða verð þeirra rýkur upp úr öllu valdi. Skil auðvitað að það er mun þægilegra það kerfi sem hefur verið við lýði að borga með afborgunum fremur en snara út stórri summu.

Ætla að ígrunda þetta aðeins og láta þá vita eftir að ég kem frá Jemen 19.des. Mér þætti sömuleiðis gott að heyra skoðanir ykkar á þessu. Um staðfesti9ngargjald sem venjulega er óafturkræft verður þá ekki að tefla. En ákveðinn lágmarksfjölda þarf í ferðirnar eins og menn vita og nokkrir sem höfðu rætt um þessar ferðir hafa ekki látið frá sér heyra. Bið þá að gera það.

Wednesday, November 26, 2008

Inn til Akkakusfjalla - mynd seinni hóps komin hér


Fremri röð frá vinstri Vera, Björn Guðbrandur, JK, Hrafnhildur, Inga, Rúrí, Erla og Edda
Efri röð f.v Dagbjört, Guðrún Sesselja, Valborg, Brynjólfur, Margrét, Ásdís, Helga Ásmundsd, Högni, Eva, Gunnþór, Helga Þ, Sara, Guðrún Davíðsd, Gumundur Pé, Herdís og Birna.

Þetta er sumsé seinni Líbíuhópurinn að leggja af stað til Akkakusfjalla eftir nótt í fínu búðunum í Adali. Myndin var tekin á vél Veru og hún sendi mér myndina áðan.

Isam tók myndina af fyrri hópnum en hefur verið svo upptekinn að hún er ekki komin til mín enn. Hann lofar öllu fögru og sendir vildarkveðjur.
Allir munu fá mynd á ljósmyndapappír á myndakvöldinu.
Mig vantar upplýsingar um þátttöku frá Guðrúnu Davíðsd, Hrafnhildi, Guðrúnu S og Dagbjörtu úr seinni hóp. Í fyrri hóp frá Eygló, Margréti og Bergþóri og bið ykkur koma þeim til mín. Ég verð að hafa réttar upplýsingar fyrir Litlu Brekku og vona að menn skilji það.

Þá skilst mér að gjafir til seinni hópsins séu á leiðinni þar sem síðasti dagurinn fór dálítið út og suður vegna hótelmálanna. Vona ég verði búin að fá þær líka á myndakvöldinu.

Ekki meira núna. Frekari fréttir bráðlega og vonandi að Isam blessaður sendi fyrrihópsmynd hið bráðasta.

Saturday, November 22, 2008


Lítil írönsk stelpa. Mynd Guðlaug Pétursdóttir

Var að setja inn leiðréttingar á áformaðar ferðir. Bið ykkur að kíkja á þær og láta vita eftir því sem áhugi og aðstæður leyfa.

Ég þarf vonandi ekki að fella niður ferðirnar 2009 þrátt fyrir leiðindaútlit hjá fólki um þessar mundir. Því vona ég að áætlanir muni standast að mestu en trúlegt að verð sé ekki fært að birta fyrr en síðar.

Enda verður þetta síðasta árið sem ég hef þessar ferðir eins og áður hefur komið fram.

Svo bið ég fleiri Líbíufara að tilkynna sig á myndakvöldið. Ég þarf að panta smámáltíð í goggana og þarf því að hafa nokkurn veginn rétta tölu þátttakenda.

Var annars að koma frá því að tala um islam hjá MBA nemendum Ingjaldar Hannibalssonar. Það er einhver skemmtilegasti fyrirlestur ársins að jafnaði því menn eru með svo flottar og töff spurningar og varð ekki breyting á því nú.

Thursday, November 20, 2008

Myndakvöld Líbíuhópa - ásókn virðist í Líbanon



Góðan daginn öll

Vandamálið með að komast inn á síðuna virðist leyst og nú virðast engir erfiðleikar á því. Gott er nú það.

Vona að Líbíufarar séu senn tilbúnir með sínar myndir því ég hef pantað Litlu Brekku kl 18 8.desember og bið alla sem vettlingi geta valdið að láta mig vita um mætingu sem væri ánægjulegt að yrði góð enda hóparnir einstaklega flottir og skemmtilegir og ég hef fengið ýmsar fyrirspurnir um dagsetningu.
Vænti þess að Vera og Högni geti aðstoðað í tæknimálum og spennt að vita hvernig Ólafi S. gengur.

Taska Ásdísar Ben hefur ekki fundist en Hussein forstjóri sem er miður sín yfir því máli hefur beðið hana að taka saman lista um það sem var í töskunni svo ´ferðaskrifstofan geti bætt henni þetta amk að hluta.
Hann biður sömuleiðis fyrir bestu kveðjur til þeirra sem hann hitti. Þá er ég að bíða eftir mynd frá ISAM gæd fyrri hópsins en mig minnir endilega að hann hafi tekið hópmynd við þennan fagra skúlptúr náttúrunnar á sína vél, var það ekki?

Leyfi mér að biðja þá sem vita um Líbíufélaga sem nota ekki imeil að láta þá vita og tjekka á hvort þeir mæta ekki örugglega.

Mér heyrist að Líbanon í mars sé á góðu róli en ég ætla ekki að leita eftir verði fyrr en dregur að áramótum. Gleymið ekki að hafa Íran um páska í huga svo og aðrar ferðir þótt ekkert sé klárt í þessum efnum að sinni.

Hlakka til að heyra frá Líbíuförum.

Tuesday, November 18, 2008

Fatimusjóði berst ein og hálf milljón að gjöf



Góðan daginn öll

Hef fengið allmargar fyrirspurnir og kvartanir yfir því að menn komist ekki inn á síðuna. Ég veit ekki skýringar á því þar sem sumir komast þrautalaust og aðrir ekki.
Mun nú senda þetta á færri í einu og ath hvort betur gengur.

Annars geta menn bara skrifað addressuna wwww.johannaferdir.blogspot.com
inn í efsta dálkinn - þar sem skrifað er ef menn ætla að fara inn á einhverjar síður. Þá er síðan líka þar og fyrirhafnarlaust að fara inn á hana. Reynið þetta ef hitt gengur ekki.

Annars er erindið ekki smáræði. Kona nokkur sem er ellilífeyrisþegi og ætlar ekki að láta nafn síns getið hafði samband við mig í gær og sagði mér þau tíðindi að SPRON væri að greiða henni um 1,6 milljónir vegna inneignar á Peningamarkaðssjóði sem hún átti þar og hafði eiginlega afskrifað og bjóst ekki við að fá neitt.

Hún sagðist hafa ákveðið að gefa upphæðina eins og hún leggur sig inn á Fatimusjóð enda gerði hún því skóna að byggingasjóðurinn hefði rýrnað amk um sinn meðan gengið er svona kolvitlaust.
Þessari elskulegu og höfðinglegu konu eru hér með færðar mínar ljúfustu þakkir.


Þá vil ég nefna að margir hafa boðist til að koma til liðs við að greiða fyrir þau Jemenbörn sem virðast hafa gleymst hjá þeim sem ætluðu að borga seinna.Ítreka enn að þetta á ekki við um þá sem láta banka sína millifæra mánaðarlega. Það er í sóma.

Nú stendur málið því mun betur en ansi mörg börn hafa fengið nýja styrktarmenn og verður réttur listi yfir þá birtur á Jemenbörn fljótlega. Auk þeirra sem voru nefndir um daginn hafa Eva Pétursdóttir og Axel Axelsson lagt 5 þús. kr. inn um hver mánaðamót auk þess að styrkja tvær litlar systur. Og um slíkt munar og vel það.

Haft skal bak við eyrað að þeir ætla ekkert endilega að borga næsta ár enda eiga allir að vita að ALLIR skuldbinda sig bara til árs í senn. Ég þakka kærlega fyrir þessa vinsemd og umhyggju.

Ég fer til Jemen 11.des eins og ég hef minnst á. Mun áður senda Nouriu lista yfir börnin með stuðningsmenn sem bættust við í haust og/eða hafa breyst síðan og vænti þess að ég komi svo heim með bréf til viðkomandi og myndir af krökkunum þeirra.

Sunday, November 16, 2008

Edduklipparinn fær hamingjuóskir



Tæknistjórinn okkar, Elísabet Ronaldsdóttir fékk Edduverðlaun í kvöld fyrir klippingu á myndinni Reykjavík-Rotterdam og auk þess klippti hún Brúðgumann, aðra mynd sem fékk fjölda viðurkenninga í kvöld.

Mér finnst þetta hið mesta gleðiefni og tel einbúið að við sendum öll hjartanlegar hamingjuóskir til Elísabetar sem bjó þessa síðu til og gaf mér í afmælisgjöf 2004 og með fylgdi vilyrði um aðstoð nánast á nóttu sem degi.

Elísabet er einstök fagmanneskja en hún er þó einkum og sér í lagi einstök vinkona og ömmubarnsmóðir mín og við deilum ekki aðeins Þorsteini Mána, heldur einnig Ronald Bjarka Mánasyni sem kom í heiminn sl. vor.

TIL HAMINGJU, ELÍSABET! Ferfalt húrra.

Friday, November 14, 2008

Metár í fjölda þátttakenda


Frá Líbíu sem átti fjöldamet ársins
Góðan daginn

Ég var að telja saman að gamni mínu fjölda þátttakenda í ferðum 2008 þar sem síðustu hópferð er lokið.

Met hefur verið slegið alls 161 fór í ferð með VIMA á árinu, þar af 47 til Líbíu, 41 til Jemen, 24 til Egyptalands, 24 til Írans og 25 til Sýrlands og Jórdaníu. Þetta er glæsilegur árangur.

Enn allt óljóst með næsta ár og ég ítreka að áhuga þætti mér gott að heyra um.

Þá hefur nákvæmlega enginn af þeim sem EKKERT hafði greitt fyrir Jemenbörn látið í sér heyra og ég hef nú fært þá krakka yfir á Johannatravel og merkt við þá sem hafa lagt okkur lið með frjálsum framlögum, svo sem sagði í næsta pistli á undan. Tvö börn vantar samt hjálp því stuðningsmenn þeirra sem ætluðu að borga 1.okt seinni greiðslu hafa ekki gert það.

Var í gærkvöldi með fyrirlestur um Miðausturlönd og Jemenverkefnið hjá dægilega skemmtilegum Freeportklúbbi. Í næstu viku fyrirlestur hjá hugþekktum bisneskonum og einnig hefst þá arabískukennslan hjá Mími. Sömuoleiðis verður árlegur fyrirlestur hjá MBAnemendum Ingjaldar Hannibalssonar hjá Endurmenntun í næstu viku og sitthvað fleira. Allt er það harla gott.
Þátttaka náðist ekki í 4ra kvölda námskeið hjá Mími um Menningarheim araba svo ég ákvað að fella það niður en fannst það súrt í brotið en verður bara að hafa það.

Stjórn VIMA hittist um helgina og þarf að huga að ýmsu, m.a. fundi í janúar, fréttabréfi og fleiri.

Bið þá sem hafa skipt um heimilisfang síðan síðast að láta vita snarlega.

Tuesday, November 11, 2008

Sálin er komin- og þá er að huga að Jemenbörnum



Hafa þær fengið stuðningsmenn? Og umfram allt hafa þeir greitt???

Sæl öll
Sálin er mætt eftir langan svefn og hún er mjög lukkuleg með Líbíuferðirnar báðar.
Hóparnir voru ólíkir en einstaklega ljúfir og tóku uppákomum, misjafnlega þægilegum, með hugarró og húmor.
Fyrir það er ég þakklát og vona að Líbíuveran hafi verið sérstök upplifun. Og það hef ég raunar heyrt í imeilum og hringingum í dag. Og takk fyrir það.
Rúrí spurði mig hvort ég legði í að efna í aðra Líbíuferð þrátt fyrir nokkrar hremmingar beggja hópa. Eg held það svar hljóti að vera játandi.

Ég hef verið að rúlla í gegnum blaðabúnka í dag og öldungis rétt: ástandið er ruglaðra í þjóðfélaginu en þegar ég fór til Líbíu fyrir röskum mánuði.

En hafa menn gleymt börnum sínum
Það breytir því ekki að ýmsir höfðu tekið að sér Jemenbörn og ekki staðið við skuldbindingar. Sumir eru þeir sem ekki hafa borgað svo mikið sem krónu, aðrir kváðust vilja skipta greiðslu eins og boðið var upp á og þeir sem borga mánaðarlega standa sig með sóma.
UM TÍU BÖRN VIRÐAST HAFA GLEYMST Í GEÐSHRÆRINGUNUM. Það er ekki viðunandi að sýna ekki lit.

Þar sem afmælisframlög til Hildar Bjarnadóttur duga til greiðslu fyrir fjögur börn, áheit frá Rikharði og Sesselju fyrir eitt, Sijndri Snorrason borgaði fyrir fullorðinsfræðslukonu og verður nú settur sem stuðningsmaður eins barns.
Framlög frá Ágústu Harðardóttur og Guðrúnu Karlsdóttur fyrir eitt barn og Ólöf Arngrímsdóttir hefur gefið rausnarlega í minningarsjóð
Mun ég strika út þá sem töldu sig vilja styrkja börn en hafa ekki gert það og skrifa Johannatravel sem stuðningsmenn í staðinn og ætla ég auk þess að bæta við barni til viðbótar.
Þar með vantar fyrir tvö eða þrjú og ég skrifa þau líka á Johannatravel og breyti því ef ske kynni að menn tækju sér taki.
Enginn var neyddur til að styrkja þessi börn. Það skyldu menn hafa í huga og þar eð ég bauð upp á það frá því í sumar að skipta greiðslunni finnst mér bara lágmarkskurteisi að láta vita ef aðstæður hafa breyst eða menn vilja hætta.

Ég reikna með að fara til Jemen þann 11.desember n.k. og ræða þá við Núríu um húsamálin og afhenda henni lista með styrktarmönnum. Mér þykir ansi hart að þurfa að segja henni að menn sem höfðu lofað framlögum fyrir börnin hafi klikkað án skýringa.

Ferðir árið 2009
Æði margir hafa spurst fyrir hvernig verði með ferðir 2009- sem verður jafnframt síðasta árið sem ég verð með þessar ferðir

Ég held líka að menn skilji að því er varla hægt að svara nú og bíð til áramóta með það.
En mér þætti ágætt að vita um áhugann. Veit nú þegar um Uzbekistan og Kyrgistan. En hvað með Líbanon í mars, Íran um páska, Kákasus í maí og Jemen í maílok, Libíu í október. Það væri ágætt að heyra frá ykkur en að vísu gersamlega skuldbindingarlaust.

Sunday, November 9, 2008

Heim í heiðardalinn

Sæl öll
Komum heim upp úr miðnætti, seinni Líbíuhópur og allir voru hressir en nokkuð lúnir. Vona að menn geti hvílt sig vel á morgun.
Ferðin til London gekk ósköp ágætlega en eini hængurinn var sá að Líbíumenn voru afar tregir að sleppa mér úr landinui þar sem þeim fannst grunsamlegt að ég hafði ekki fínu arabískuáritunina hennar Gurryar í passanum mínum. Eftir hringingu til Husseins forstjóra féll þ+o allt í ljúfa löð en við gátum ekki tjekkað inn alla leið heim því kona nokkur líbísk hafði tekið við yfirmannsstöðu og þverneitaði. Högni var dyggur leiðbeinandi frá terminal 5 svo allt fór á besta veg.
En mikið er Icelandair orðið snautlegt! Eftir ærinn tíma var hægt að kaupa samlokur dýrum dómum og mér tókst að harka út eina gin Aðrir urðu að sætta sig við ropvatn.

kvqaddiekki alla á flugvelli bið að heilsa og vona að allir hafi komist heilu og höpdnu til síns heima.


Í morgun brugðu margir sér á markaðinn og rúta fylgdi okkur hvert fótmál og ekki hægt að kvarta undan þjónustu Robban, þeir önnuðust okkur af mestu umhyggju.

Í GÆRkvöldi voru sem sagt allir þreyttir en ´glaðir og sváfu vel sl. nótt.
Ekki meira í bili. Ég er sem sagt orðin doltið lúin eftir tæpl3ega 5 vikna úthald en mér þykir sýnt að báðar ferðir hafi luikkast og gleðst yfir því hvað ferðafélagar voru einstakir og þakka kærlega samveruna.
Meira kannski á morgun, fer eftir svefni og sálarástandi. En ég held við séum öll ríkari eftir. eKKI SPURNING

Saturday, November 8, 2008

Eftir aevintyralegan solarhring i Libiu erum vid her hress og spraek

Saelt veri folkid
Eydimerkurferd okkar seinni Libiuhops var einstaklega undursamleg og vid nutum eydimerkurinnar ut i aesar. Allir voru gladir og uppnjumdir yfir fegurdinni hvert sem litid var, litbrigdi klettanna, sandoldurnar, bara nefna thad. Svo bidu kokkarnir kaenu med matinn tilbuinn vid skuggsael tre thegar thangad kom. Monnum gekk prydilega ad sofa og ef einhver atti erindi ut um nottina voru stjornur sem lystu leid og Erla sa raunar svo morg stjornuhrop ad hun hafdi ekki unan ad oska ser.

Sidustu nottina i Tkerkeba budunum eins og fyrr og fannst folki bara notalegt ad komast i sturtu og reyna ad greida ssand ur hari og tokst misjafnlega. Svo voar hasarkeyrsla um sandoldurnar og bad i Cabarone vatni vel lukkad.

Vandraedin byrjudu thegar til flugvallar kom, tha vgar seinkunn i nokkra klukkutima en ollu var tekid med stillingu. Flugvelin kom seint og um sidir og hlokkudu menn mjog mikid ad komast i notaleg rum a Safari en tha reyndust nokkrar toskur hafa ordid eftir i Sebha og dro tha dalitid ur kaetinni auk thess sem rutan hafdi gefist upp a bidinni og var farin. Vid komuna A Safari voru svo ekki nema faein herbergi laus thratt fyrir stadfesta pontun og upphofust nu leidindi og endalaus endalaus bid og loks vakti eg forstjora Robbanferdaskrifstofunnar Hussein Founi sem brast drengilega vid og kom a svaedid til ad reyna ad leysa ur malinu.
A endanum var megnid af hopnum hlutt a annad hotel Afrikuhlidshotilid og logdust tha threyttir ferdalangar til svefns um hadegi i dag.

Nokkrir svo sem Hogni, Ruri og fleiri foru svo ut ad ganga siddegis og svo var kvedjukvoldverdur a mjog skemmtilegum stad i gomlu borg. Thangad kom Hussein og eg taladi og thakkadi hopnum og somuleidis sagdi Bjorn Gudbrandur nokkur falleg ord um ferdina sem hann sagdi ad allir mundu lifa a lengi lengi.

AI fyrramalid aetla einhverjir i baeinn ad ljuka innkaupum og svo forum vid ut a flugvoll um hadegi og aetlum audvitad ad reyna ad tjekka farangur alla leidina heim.

Allir eru nu vid hestaheilsu - en threyttir eftir litinn svefn sidasta solarhring. Vid verdum ordin god a morgun.
Vera hefur akvedid ad gerast sandralliokumadur og leikur a als oddi magakveisa sem hrjadi nokkra er lidin hja svo thad er allt i himnalagi En audvitad hlakka allir til ad koma heim annad kvold