Sæl veriði
Byrja á því að þakka þeim fyrir kærlegast sem lögðu inn á Fatímusjóðinn vegna afmælisins míns. Það var bæði elskulegt af ykkur og gladdi mig.
Hef baukað í Marokkóáætlun og Egyptalandi og er komin með drög að Marokkó áætlun sem mér líst nokkuð svo gæfulega á. Sker hans nú aðeins og pena til og get vonandi sett hana inn í dag. Er afar dús við það verð sem í boði er.
Sama gildir um fröken Hölu með Egyptaland, hún lofar áætlun í dag og þá vippa ég henni snarlega inn því flugmiðaverð á báðar ferðir er komið.
Vil taka fram að verðið á Jemen/Jórdaníuferð fer ekki upp fyrir 410 þús, kannski lægra en ræðst vitaskuld af þátttöku.
Monday, February 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment