Tuesday, February 10, 2009

Nú væri þarft að heyra frá fólki varðandi Jemen og haustferðir



Frá gamla markaðnum í Fez í Marokkó

Þangað liggur leiðin vonandi í haust og ég þarf nú senn að heyra frá þeim sem hafa áhuga á ferðinni þangað. Um fimmtán manns hafa skráð sig svo mér sýnist við getum íhugað í fullri alvöru að þangað liggi leiðin.

Ég hef ekki verð enn. Hef þá bjargföstu trú að það verði viðráðanlegt. Förum víða um þar til klikkuðu borgarinnar Marakech, ævintýrabæjarins Fez, yfir Atlasfjöllin ofl ofl. Sirka 10-12 daga ferð

Og ekki má gleyma Líbíu í október en þangað fóru flestir VIMA ferðalangar sl. ár eða 47. Verður svipuð í laginu og hinar tvær og varla hægt að stytta hana enda veit maður aldrei hvaða breytingar geta orðið þar á bæ og gott að hafa aukadag upp á að hlaupa.

Nú er kominn tími á Egyptaland í byrjun nóv. Nokkrir hafa einnig skrifað sig þar og get birt áætlun mjög fljótlega. Frk Hala situr við og reiknar núna baki brotnu vænti ég.

Frá piparkökuhúsunum í Sanaa
Einar Þorsteinsson tók þessa mynd

Þar sem Kákasusferðin féll niður býst ég við að færa Jemen/Jórdaníu fram um amk tíu daga, í kringum 13.maí eða svo. Hefur bæst í hana síðustu daga enda sýnist mér bæði kallarnir mínir´í Sanaa og Royal Jordanian ætla að vera eins hófsöm og mögulegt er.
Verð að fá að vita um áhuga SEM ALLRA FYRST því það eru ekki mörg flug til Sanaa í viku.

Svo þakka ég Íranförum fyrir hvað þeir hafa verið snöggir að senda mér skönnuð vegabréf eða ljósrit af pössum. Nú vantar mig bara þrjú og vonast eftir þeim hið skjótasta.

Viljiði senda þetta áfrm, ég er að streða við að ná 100. þúsundasta gesti fyrir afmælkið mitt. Það er kannski ekki trúlegt en allir eiga milljón Facebookvini og geta með lítilli fyrirhöfn sent á þá

1 comment:

Anonymous said...

Ég er dálítið spennt fyrir Marokkó. Settu mig á listann með fyrirvara
Kv María