Thursday, January 14, 2010
Miðar- myndafundur-fréttabréf- sjálfboðaliðsgöngumenn óskast
Á sögustund í Damaskus
Frá Beirút
Vil láta ykkur vita að ég pósta á morgun miða Líb/Sýrlandsfara til ykkar, þe. miðana frá London-Beirut og Dam-London.
Kristín Thorlacius og Kristín Bjarnadóttir fá einnig sína miða til London og Catherine sinn miða. Þetta ætti að koma til ykkar á mánudag og vinsamlega láta vita ef þetta skilar sér ekki um þær mundir.
FRÉTTABRÉFIÐ
Allt er á fullu að undirbúa næsta fréttabréf, þar er fjölbreytt efni, Höskuldur Jónsson skrifar Íransgrein Eymar P. Jónsson um mánaðarferð í pílagrímaflutingum til Mekka, Birna K. segir frá því þegar hún hitti stelpuna sína í Jemen sl. vor. Uppskrift eftir Elham írönsku, Vera skrifar um Berba of margt fleira girnilegt er í blaðinu.
ÓSKAÐ EFIIR BRÉFBERUM
Þá er ég hér með eitt blíðlegt erindi: Póstburðargjöld hafa löngum verið nokkuð stór útgjaldaliður VIMA og nú hafa þau hækkað stórlega.
Eru ekki einhverjir góðir göngumenn í hinum ýmsu hverfum sem gætu hugsað sér að taka svona 20-30 fréttabréf þegar það er tilbúið og koma þeim til skila.
Það væri afskaplega vel þegið Væri þakklát ef menn gæfu sig fram á jemen@simnet.is
MYNDAKVÖLDIÐ Egyptófara
Vil minna Egyptalandsfara á myndakvöldið n.k. mánudag kl 18. Allir eiga að vita um það og vona að mæting verði góð og við eigum notalega stund að rifja upp ferðina okkar í nóvember.
AF hverju eru margir smeykir? Spennandi fundarefni
Þá verður almennur fundur 30.jan í Kornhlöðunni(sjá fréttabréf). Þar höfum við fengum góðan ræðumann, Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor á Bifröst veltir fyrir sér hvernig stendur á að margir eru smeykir að fara til Miðausturlanda þótt þeir þeysi um öll heimsins höf og lönd. Allir velkomnir, Nýir félagar eða ófélagsfundnir. Nánar um það síðar.
Hef verið rytjuleg og legið í pest þessa viku, annars hefði ég komið miðum til ykkar. En nógur tími og þetta berst sem sagt upp úr helginni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
lart mikid
Post a Comment