Saturday, January 30, 2010

Framúrskarandi fundur með Jóni Ólafssyni- þrátt fyrir Frakkaleikinn

Ekki verður á VIMA félaga logið, góð mæting á fundinn okkar "óttinn við austrið" með Jóni Ólafssyni núna áðan. Um fimmtíu manns komu til samkundunnar.
JK setti fundinn og Edda Ragnarsd var ritari og Mörður Árnason fundarstjóri.

Hann gaf síðan Jóni Ólafssyni orðið og fjallaði hann um þetta efni frá margbreytilegu sjónarhorni, sýndi myndir og var afskaplega góður rómur gerður að hans máli. Vona að ég geti fengið erindi Jóns og sett það í heild inn á síðuna þar sem hann vakti máls á margs konar þáttum sem ég er ekki viss um að allir velti fyrir sér eða tengi þessum flóknu efnum og ástæðum sem eru af öllum toga. Sögulegr og menningarlegir þættir sem ég ætla ekki að gera skil hér heldur vona að Jón leyfi okkur ljúfmannlegast að fá erindið.

Síðan urðu umræður og spurningar og stemning með allra besta móti. Að þessu loknu og meðan á því stóð gátu menn gætt sér á súkkulaðiköku eða rjómapönnukökum, borgað félagsgjöld og skrafað og teygðist úr fundinum meira en oft áður. Allir ánægðir held ég megi segja og við fórum heim þekkingu ríkari eftir góða stund.

Nokkrir komu að máli við mig vegna áhuga á Íranferð og þó nokkrir sem ekki komast/fá pláss í Líbanon/Sýrlandsferðinni í mars/apríl hafa talað við Bændaferðir. Sú ferð er í öllum meginatriðum eins og þessi ferð í mars.

Takk fyrir ánægjulega stund.

2 comments:

Anonymous said...

Gaman væri að fá að lesa erindið í heild ég heyrði ekki byrjun. Valdhafar notuðu trúarbrögðin til að segja fólkinu að þeir hefðu valdið frá Guði. Hverjir hagnast á því í dag að nota trúarbrögðin sem girðingu milli menningarheima eru það ekki þeir sömu sem hafa stjórnmálavöldin í dag? Hefur þetta nokkuð batnað bara fyrst og fremst að geta bent á óvininn og sundrað fólkinu á þeirri forsendu. Takk fyrir góðan fund. Jóna E.

Anonymous said...

Ég hef samband við Jón og vona að hann leyfi mér að birta erindið í heild eins og ég sagði í pistlinum.
Takk allir