Monday, January 25, 2010
Óttinn við austrið- spennandi fundarefni á laugardag
Jón Ólafsson
Sæl öll
Vona að allir hafi fengið fréttabréf og gjöra svo vel og láta vita ef það hefur EKKI borist. Nokkur heimilisföng reyndust röng og verður fólk ekki nógsamlega beðið um að láta vita um breytingar þótt oft sé hægt að fletta upp í þjóðskrá.
Ég vil hvetja menn til að fjölmenna á fundinn okkar í Kornhlöðunni á laugardag 30.jan kl 14. Þar talar Jón Ólafsson, heimspekingur um forvitnilegt efni og nefnir það Óttinn við austrið.
Hann veltir fyrir sér af hverju fólk hefur almennt verið tregara til ferðalaga á slóðir araba og að ekki sé nú talað um Írani. Auðvitað á þetta ekki við um VIMA félaga sem margir hafa farið 3-6 eða fleiri ferðir á þessar slóðir. En flestir kannast án efa við þau viðbrögð "hvernig þorirðu að ...osfrv"
Það verður án efa fýsilegt að hlusta á Jón Ólafsson, heimspeking og prófessor velta þessu fyrir sér á fundinum og ég er viss um að hann svarar einnig spurningum.
Athugið að nýir félagar og gestir eru velkomnir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hef mikinn áhuga á þessum fundi og fegin að heyra að allir mega mæta þó ég sé ekki (enn) í Vima.
Kveðjur
María Jónsd
Post a Comment