Monday, July 26, 2010

Fyrri Úzbekistan er full- drífum upp ferð nr. 2--fleiri börn


Vorhópurinn 2009 í Kashan í Íran
Þar má enn bæta við og ég bið ykkur lengstra orða að hafa samband við mig hið allra fyrsta. Sú ferð er áætluð 27.febr.-13.mars 2011.


Hér sést þróun "Palestínuríkisins"

Í fyrsta lagi ætla ég að fara í rannsóknarferð til Palestínu um 16.ágúst og athuga með áætlunina og hvernig skipulag er á henni. Mér finnst ekkert vit í öðru og hinn góði ræðismaður okkar í Jórdaníu og vinkona mín, Stefanía Khalifeh ítrekaði það við mig fyrir helgi.

Í öðru lagi: Úzbekistan ferð er full, alveg full. Héðan af skrifa ég í seinni ferð og hef trú á að við náum því. Nokkrir geta fært sig í þá seinni. Hún hefst um 1.maí og verður prógrammið eins og í þeirri fyrri.


Ítreka reikningsnúmerið 342 13 551346 og kt 441004-2220 og bið ykkur að greiða fyrstu greiðslu fyrir 5. ágúst. Nokkrir hafa þegar greitt og takk fyrir það.
Vil taka fram að svör hafa ekki borist frá nokkrum góðum félögum.

Eftirtaldir hafa staðfest sig(og sumir greitt staðfestingargjaldið)Ef menn kjósa seinni ferð gjöra svo vel og láta vita hið fyrsta því nokkrir vilja hana fremur og hentar betur hvað varðar tíma.

1.2 Garðar/Guðrún
3. Guðm. Pé
4.5 Linda/Kjartan
6.7. Marjatta/Arngrímur
8.Halla G
9. Jóhanna J
10.11 Rikharð/Sesselja
12. Guðrún Bj
13. Auður Kr
14. Eyþór Bj
15.16. Jóna/Jón H.
17.18. Sigr G/Hermann
19. Margrét Árný
20. Sara Sig
21. Ásrún B
22. Guðlaug Pé.
23.24. Lena/Gísli B
25.26.Ágústa/Stanley
27.JK


Seinni ferð í september

(lágmark er 20)

Einnig hafa Palestínufarar byrjað að greiða og er mjög ánægð með hvað allir eru pottþéttir.

Þátttakendur í Palestínuferð
1.2 Linda Vilhjálmsd/Mörður Árnason
3.4 Ólöf Magnúsd/Guðmundur Kr. Guðmundsson
5.6 Sesselja Bjarnad/Ríkharð Brynjólfsson
7.8.Þóra Kristjánsd/Sveinn Einarsson
9.10 Helena Gíslason/Baldvin Gíslason
11. Eyþór Björnsson
12. Högni Eyjólfsson
13. Eygló Yngvadóttir
14. María Kristleifsdóttir
15. Ólöf Arngrímsdóttir
16.17.Unnur H. Brjánsd/Hafsteinn Hafsteinsson
18. Máni Hrafnsson
19. Steingrímur Jónsson
20. Davíð Baldursson
21. Eva Júlíusd
22. Aðalheiður Birgisdóttir
23. Helga Sverrisdóttir
24.JK
Ferðin er fullskipuð en ég get skrifað 1-2 á biðlista.

Þá vil ég taka fram að ég fékk nú áðan send nöfn og upplýsingar um tíu lítil Jemenbörn vegna þess að 13 hætta vegna þess þau hafa lokið stúdentsprófi. Mér virðist við hafa stuðningsmenn handa þessum tíu og læt alla viðkomandi vita um það hið fyrsta.
Verið svo góð að hafa samband og fyrverandi Íranfarar mættu skrifa hvatningarhróp inn á ábendingadálkinn því mér finnst alveg ómögulegt ef þarf að hætta við þá ferð eða hækka hana. Enginn má missa af Íran, það vita þeir sem farið hafa þangað.

Sæl í bili.

Friday, July 23, 2010

VERÐ Á UZBEKISTAN komið inn á hlekkinn

Góðan daginn
Verð er komið inn á hlekkinn og er 420 þúsund kr.
Bið menn að borga staðfestingargjald um mánaðamótin næstu og eigi síðar en 5.ágúst
Reikningsnúmer er
342 13 551346 og kt 441004-2220

Er mjög ánægð með að tókst að fá allt heila galleríið á þessu verði.

Bið þá sem ekki hafa tilkynnt sig að láta mig vita hið snarasta því það gæti stefnt í tvær ferðir og hæfist hin síðari þá um 1.maí eða svo.

Thursday, July 22, 2010

Líf í höttum og fullt af áætlunum


Í Uzbekistan má finna galdrahatta og þessi reyndist vel, bæði í að komast inn á bannaðar síður og ekki síst til að verja mig fyrir 47 stiga hita


Hljómsveitin í Bukhara sem spilaði fjöruga þjóðlagatónlist

Ferð til Palestinu 11.-19.nóv 2010Hér eru í meginatriðum drög/áætlun Palestínuferðarinnar okkar. Á ekki von á verulegum breytingum.

Ferðin kostar 260 þúsund, eins manns herbergi er 225 dollarar(greiðist í íslensku)


11.nóv. Flogið með Icelandair til Frankfurt og þaðan til Amman í Jórdaníu með Royal Jordanian. Fulltrúi Neboferðaskrifstofunnar tekur á móti hópnum, síðan er gengið frá vegabréfsáritunum og inn í Amman. Gist þar um nóttina

12.nóv. Morgunverður.
Farið frá Amman til landamæranna og farið yfir brúna sem skilur að löndin Ísrael og Jórdaníu. Farið yfir á landamærum sem heita Husseinsbrú, Jórdaníumegin og Allenby Ísraelsmegin.
Við höldum síðan áfram til Jerúsalem. Förum upp á Ólífurfjallið og skoðum austur Jerúsalem og síðan keyrt til Bethlehem en þar gistum við allar næturnar í Palestínu.

13. nóv.
Morgunverður
Við verðum allan daginn í Betlehem og skoðum okkur um í Beit Sahour og Beit Jala. Möguleiki er að við hittum einhverja ráðamenn borgarinnar. En það verður varla ljóst fyrr en síðar.

14.nóv.
Morgunverður
Þennan dag heimsækjum við Hebron og fyrir utan að skoða okkur þar um, er okkur boðið í glerverksmiðju og förum í Ibrahimsmoskuna.

15.nóv.
Morgunverður
Fyrri hluta dagsins verjum við í Austur Jerúsalem en eftir hádegi förum við til Ramallah. Þar hefur einnig verið rætt um að við getum hitt ráðamenn

16.nóv.
Morgunverður
Þennan dag vitjum við Nablus, skoðum m.a. flóttamannabúðir þar, við sjáum einnig Jakobsbrunninn og fleira.

17.nóv.
Morgunverður
Til Jerikó, skoðum einnig Hisham Palace, ath hvort við komumst í grennd við Kumran þar sem Dauðahafshandritin eru ofl.


18.nóv.
Morgunverður
Förum til Nabi Samuel og síðar til Allenbybrúar og yfir hana og til Jórdaníu.
Keyrt til Amman og á sama hótel og við vorum á í upphafi ferðar. Gist þar

19.nóv. Brottför frá Alia flugvelli og um London. Allöng bið í London og síðan heim til Íslands.

Innifalið er:
Gisting á 3ja stjörnu hóteli í Betlehem og 4ra stjörnu hóteli í Amman. Hálft fæði(kvöldverðir)
Öll keyrsla
Enskumælandi leiðsögumaður verður með okkur allan tímann
Aðgangseyrir á alla staði sem vitjað er í ferðinni
Tips á hótelum

Ekki innifalið
Vegabréfsáritun til Jórdaníu, um 16 dollarar en er afgreidd við komu
Brottfararskattur þegar farið er frá Ísrael 45 dollarar
Hádegisverðir
Drykkjarföng og annað sem er ekki nefnt í þessari upptalningu.
Tips til bílstjóra og staðarleiðsögumanns
Að venju skulu menn sjálfir annast um sín tryggingamál



Ég vil benda á að ferðaþjónusta er kannski ekki beint það sem Palestínumenn hafa lífsviðurværi sitt af. Mér sýnist þó í dagskránni að við sjáum helstu staði.
Hef haft samband við Stefaníu Khalifeh, ræðismann okkar í Jórdaníu. Hún hvetur til að við biðjum Ísraela – við komu og brottför- að stimpla á sérstakt eyðublað. Stundum gera þeir það og stundum ekki.
Aftur á móti virðast stimplar frá arabalöndum, Íran og víðar ekki skipta máli.

Reikna má með leit í farangri þegar komið er yfir til Allenby og rækilegum spurningum. Nauðsynlegt að halda stillingu sinni og láta Ísraelana ekki koma sér úr jafnvægi.

Stefanía segir einnig að yfirleitt sé auðvelt fyrir útlendinga að komast leiðar sinnar en bendir okkur öllum á að stundum sé þörf á þolinmæði. Reyna að láta palestínska leiðsögumanninn og mig sjá þá um málin.

Það er fengur að því að við getum farið þessa ferð og vonandi gefur ferðin mjög athyglisverða mynd af því lífi sem Palestínumenn búa við, auk þess sem við sjáum stórmerkilega staði.

Veður á þessum árstíma er yfirleitt gott en nauðsynlegt að hafa með sér yfirhöfn, jakka og regnhlíf.

Fundur verður um ferðina mjög fljótlega og læt ykkur vita.
Vinsamlegast hagið greiðslum á eftirfarandi hátt:
1.ág 130 þúsund kr.

1 sept. 130 þúsund kr.
Þá skulu þeir sem óska eftir eins manns herbergi einnig borga þá upphæð. Hún er nefnd hér að ofan.

Reikningsnúmer er 342-13 551346 og kt 441004-2220

Nauðsynlegt er að greiða á réttum tíma því ég þarf að senda ferðaskrifstofugreiðslur með mjög góðum fyrirvara og sömuleiðis til Royal Jordanian.

Bið Palestínufara að athuga að ég ruglaði pínulítið greiðsludögum. Afsakið það. Hér rétt
Sem ég nú sendi þetta til ykkar vil ég benda á að tvö sæti losnuðu og ef einhver veit um einhvern sem vill koma með í þessa sérstæðu og óvenjulegu ferð ætti hann að hafa samband í hvelli.


Ferðaáætlun til Uzbekistan(setti hana líka inn á hlekkinn UZBEKISTAN)
15.-28.apr. 2011

Vil taka fram að fundur verður fljótlega með þeim sem hafa staðfest þátttöku.
Þá verður ítarlegri áætlun dreift svo og nytsömum upplýsingum og fleiru. Mun þá láta fylgja með upplýsingar um hótelin



Ferðalýsing

15.apr. Flogið árla morguns til Frankfurt. Gist þar á flugvallarhóteli

16.apr. Snemma morguns er flogið með Uzbekistan Airlines (HY 232)til Tashkent í Uzbekistan. Gengið frá vegabréfsmálum og enskumælandi leiðsögumaður tekur á móti hópnum. Við gistum á Tashkent Palace. Það er ljómandi gott hótel og á fínum stað í miðborginni andspænis óperuhúsi borgarinnar. Við ættum að vera að komin í svefn á einkar kristilegum tíma, en ath að Uzbekistan er fimm klst á undan Íslandi.

17.apr.
Morgunverður
Síðan förum við í skoðununarferð í Tashkent, einkum hinn sögulega hluta borgarinnar, skoðum Hasti Imam moskuna sem er sú stærsta í Tashkent. Þar má sjá merkilegt ævafornt eintak af Kóraninum, eitt fárra sem talið er frumrit eða meðal elstu. Stuttur fyrirlestur þar um islam sem fræðimaður við moskuna flytur okkur.

Farið á Chorus bazarinn sem er ævaform markaður á krossgötum hins fræga Silkivegar en Uzbekistan gegndi merkilegu hlutverki þegar Silkivegurinn var og hét. Einnig heimsækjum við Abdul Kasim Madrassah en þar eru nú einkum vinnustofur handverksmanna en Úzbekar eru listatréútskurðarmenn.
Að þessu búnu væri ráð að fara upp í Sjónvarpsturninn sem er með hæstu byggingum í heimi og fá okkur tesopa eða einhverja hressingu. Þar er einstakt útsýni yfir borgina.

Gist á Tashkent Palace. Kvöldverður er innifalinn


18.apr.
Nú liggur leiðin til flugvallar. Vélin okkar Hy 1051 fer kl. 7 um morguninn til Urgench(lent kl. 8,45). Annað hvort fáum við morgunverð í býtið eða við fáum með okkur nesti til flugvallar.
Þegar komið er til Urgench er keyrt til Khiva og byrjað á því að tjekka inn á Hótel Malika
Það er skemmtilegt hótel rétt við gömlu borgina en þar ætlum við síðan að verja deginum enda margt að sjá, dýrðlegar moskur, gamlir skólar, tignarlegar mínerettur og ágætis búðir.
Við borðum kvöldverð á einkaheimili. Hann er innifalinn

19.apr
Morgunverður
Síðan er lagt af stað áleiðis til Bukhara en myndastopp alltaf öðru hverju, m.a. þegar komið er að stærsta fljóti Mið- Asíu Oxus og raunar víðar.
Við höfum með okkur nestishádegisverð af hótelinu ( hádegisverðurinn er innifalinn) og borðum hann í vin í Karakum eyðimörkinni.

Þegar komið er til Bukhara um fjögurleytið er tjekkað inn á Hótel Sasha og sonur, það er með skemmtilegri hótelum, smekklegt og herbergi mjög falleg.Við erum rétt við gamla miðbæinn og er frjáls tími fram að kvöldmat.
Kvöldverður og dans- og þjóðlagasýning. Innifalið

20.apr.
Morgunverður
Síðan er skoðunarferð um Bukhara sem er heillandi staður og margt að sjá, kastalavirki, gömul synagoga gyðinga, moskur, minerettur, bazarar( og þar má gera góð kaup eins og víðar), Nánar verða taldir upp skoðunarstaðir í seinni áætlunum.

Síðdegis er frjáls tími.

Kvöldverður. Ekki innifalinn

21.apr.
Morgunverður

Nú er lagt af stað til Yangi Kazgan. Á leiðinni er stoppað í Gijduvanþorpi, skoðaðar keramikvinnustofur, farið í Nur Ata(Faðir ljóssins) bygginguna en þar er dularfull fiskitjörn og segir sagan að óleyfilegt sé að veiða/eta fiskinn.

Við komum við á gamalli herstöð Alexanders mikla því vitanlega var hann á þessum slóðum eins og annars staðar
Einhvers staðar á leiðinni snæðum við hádegisverð. Hann er ekki innifalinn

Um þrjú leytið er komið til Yanqikazgan þorps sem er í Kyzil-Kum eyðimörkinni.
Frjáls tími og geta menn brugðið sér á úlfalda, skoðað gróður og dýralíf í grenndinni ofl
Um kvöldið er þjóðdansa og skemmtun og kvöldverður.(innifalinn)

Gist í jurtbúðum. Jurt eru einstaklega skemmtilegir bústaðir, eins konar bambustjöld. Aðbúnaður ágætur

22.apr
Morgunverður

Nú tygjum við okkur til Aydar Kul vatnsins og þar geta menn fengið sér sundspett. Og síðan hádegisverð við vatnið áður en við leggjum af stað til Samarkand.

Þegar við komum til Samarkand tjekkum við inn á Hótel Malika, hreint og þekkilegt hótel. Síðan er frjáls tími.

Borðum kvöldverð í heimahúsi og á boðstólum einn af þjóðarréttunum. Kvöldverður innifalinn.

23. apr.
Morgunverður

Við verðum allan daginn í Samarkand að skoða dýrgripi og gersemar þar, stórkostlegar minjar frá Timum hins fræga Timurs prins.Þarna er stærsta moska í Mið Asíu, stórkostlegir islamskir skólar, fögur grafhýsi, undursamlegir basarar, silkiteppaverksmiðjur Samarkand var áður frægast fyrir að vera einn mikilvægasti áningastaður silkileiðarinnar og skáld hafa ort um þennan stað frá örófi.
Einnig matar og sælgætismarkaður og hvarvetna fegurð og tign.
Kvöldverður. Ekki innifalinn
Gist á hótel Malika

24.apr.
Morgunverður

Höldum áleiðis til Tashkent en ástæða er til að stoppa á allmörgum stöðum á leiðinni, hvort sem er við Farahskarðið með sínu mikla útsýni yfir Tamarlaneríkið, stærsta fljótið, við lítil þorp þar sem sagt er að ræktaðar séu bestu vatnsmelónur.

Við komuna til Tashkent er tjekkað inn á Tashkent Palace og síðan farið í skoðunarferð um nýrri hluta borgarinnar, skoðum Sjálfstæðistorgið, ballett og óperuhúsið og margt fleira.
Kvöldverður er innifalinn



25.apr.
Morgunverður
Uzbekistan er hjarta Mið Asíu og Ferghanadalurinn er hjarta Uzbekistan með sitt sérstæða og skrautlega mannlíf og mikla gróðursæld
Nú leggum við af stað þangað og förum yfir Kamchikfjallaskaðið og erum komin í dalinn upp úr hádegi. Tjekkum inn á Asiahotel. Horfum á söngva og skemmtiatriði undir borðum.
Kvöldverður er innifalinn.

26.apr
Morgunverður
Við skoðum okkur um í Ferghana dalnum allan daginn, göngum um fallega garða skoðum lítil þorp og gróðursæld hvert sem litið er. Förum til Margilanbæjar sem er skammt frá þar sem við lítum inn í silkiverksmiðju, föstudagsmoskuna og á bazarinn.
Kvöldverðurinn verður á mjög úzbesku veitingahúsi þar sem dalbúar safnast saman og þar borðum við plov sem er mjög dæmigerður úzbeskur réttur. Innifalinn
Gist á Asiahotel eins og fyrri daginn í dalnum

27.apr.
Morgunverður
Áleiðis til Tashkent og þegar komið er þangað er frjáls tími það sem eftir er dagsins en fararstjóri og leiðsögumaður verða innan seilingar.
Kveðjukvöldverður og gist á Hótel Tashkent sem fyrr.

28.apr.
Morgunverður
Áleiðis til Frankfurt með HY 231, brottför kl.6,35 og eftir nokkra bið í Frankfurt með Icelandair heim til Íslands.

Innifalið er:
Flug til Frankfurts og frá Frankfurt
Flug til Frankfurt til Tashkent og aftur til Frankfurt
Gisting og morgunverður í Frankfurt
Innanlandsflug í Uzbekistan
Gisting í tveggja manna herb. Eins manns herbergi er 250 dollarar.
Þjórfé á veitingastöðum hótelum og flugvöllum
Gist í jurt eina nótt
Tveir hádegisverðir
Öll keyrsla
Aðgangseyrir á alla staði sem nefndir eru í áætlun(verður ítarlegra síðar)
Allir kvöldverðir nema tveir
Vatn á ökuferðum
Þjóðdansasýning í Bukara og Ferghanadal
Val um ballettsýningu í Tashkent, grasagaðaskoðun og eitthvað fleira.
Möguleikar að komast á ballett, óperusýningu, í grasagarð, dýrðagarð



Ekki innifalið:
Kostnaður frá flugvellj í Frankfurt og til flugvallar í Frankfurt frá hótelinu
Visa til Uzbekistan um 70-80 dollarar(Vegabréf verða send út til Berlínar síðar í vetur)
Drykkir og máltíðir sem ekki eru tilgreind sérstaklega í áætlun
Ferðatrygging skulu allir sjá um sjálfir eins og venja er
Smávægileg greiðsla á sögustöðum ef teknar eru myndir/vídeó
Þjórfé til staðarleiðsögumanns og bílstjóra samtals 130 dollarar. Ég innheimti það einhvern fyrstu dagna
Drykkir, .þvottur og önnur persónuleg útgjöld
Yfirvigt á farangri er á ábyrgð hvers oe eins

Áskil mér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

Tuesday, July 20, 2010

Palestínudagsetningar tilbúnar


Blásum niður múra Jerikó

Hef fengið dagsetningar á Palestínuferðinni í haust og látið þátttakendur vita. Vegna þess hve erfitt er að fá flugsæti á þessum tíma hef ég beðið þá að staðfesta sig snarlega sem lýstu þátttöku. Ferðin er 11.-19 nóv.

Mun efna til fundar með þeim eins fljótt og ég get og þar verður birt áætlun og þess háttar. Verð liggur fyrir í megindráttum. Í ferðinni verður farið til Hebron, Austur Jerúsalem, Ramallah, Nablus, Jerikó og Bethlehem og þar verður gist næturnar okkar en við verðum í Amman nóttina sem við komum og áður en heimliðis er haldið. Engar skipulagðar skoðunarferðir eru í Jórdaníu. Óhugsandi er að fá leyfi til að fara til Gaza en mér sýnist áætlunin í meginatriðum vera mjög góð og ætti að gefa okkur skýrari mynd af ástandi á þessum slóðum.

UZBEKISTAN áætlun kemur vonandi seinna í dag. Fylgjast með því. Þar er einnig mjög nauðsynlegt að menn staðfesti sig. Ég veit ekki svo gjörla hvernig fer með Íran. Sú ferð hefur hækkað talsvert vegna lækkunar evru og verðbólgunnar frægu í Íran. Skal þó ekki trúa því fyrr en ég tek á því að við þurfum að blása þá ferð af. Vantar amk 5-7 til að takist að hafa þá ferð á viðráðanlegu verði.
Haldið uppi og úti áróðri og látum. Og sendið síðuna áfram til glaðbeittra vina.

Og svo er það Úzbekistan


Frá ljúfa hótelinu Sasha og sonur í Bukhara

Fimm Íslendingar í Asgabaht. Það hlýtur að vera met. Finnbogi Rútur yngri, Grímúlfur, Þórunn Hreggviðsdóttir, Finnbogi Rútur Arnarson og JK

Úzbekískar stúlkur sýna dansa


Ofið silkiteppi í Samarkand

Thursday, July 15, 2010

Komin heim- í sælu og kæti


Dansstúlka frá Ferghanadalnum í Uzbekistan

Sælt veri fólkið

Kom heim síðdegis eftir langt flug og nokkuð erfitt. Hef þegar lagt drög að því við ferðaskrifstofunáungana í Uzbekistan að fundin verði hentugri flugleið.

Dagsetningar verða ákveðnar nú á allra næstu dögum og þá læt ég þá vita sem hafa lýst áhuga sínum. Hitti ferðaskrifstofukarlana mína síðasta kvöldið og nú þarf ég sumsé að ganga frá dagsetningum og þess háttar og mjög trúlegt að seinna í haust/vetur sendum við vegabréf til Berlínar til áritunar þar sem það sparar fullt af tíma við komuna til Uzbekistan.

Hef komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast/skemmtilegast og væntanlega hagstæðast í verði sé að halda sér við Uzbekistan og skoða það almennilega. Turkmenistan vakti ekki nægilega áhuga þótt víst væri fróðlegt að sjá þá persónudýrkun á Turkmenbasji sem hefur verið þar en dvínar nú. Næsta hratt

Með því að halda sér við Uzbekistan væri hægt að taka lífinu ögn rólega, vera 2 nætur í Bukhara, 2 í Samarkand, 2 í Ferghana, eina nótt í jurttjaldbúðum sem eru mjög sjarmerandi, 1 nótt í Khiva 3 nætur í Tashkent og eitthvað í þá áttina. Læt ykkur vita hið fyrsta og þarf þá að biðja menn að greiða staðfestingargjald fyrir eða um næstu mánaðamót. Stefni að því að efna í fund með þátttakendum hið fyrsta til nánari lýsinga.

Síðustu dagarnir í Uzbekistan voru létt dægilegir og ég hreifst virkilega af þessu landi og vænti þess að svo verði um þann hóp sem hefur sýnt áhuga á ferðinni.

Þá er Palestínuferð einnig orðin nokkuð klár og Íranferð í mars 2011 sýnist á rétti róli.Það má bæta við í Íranferðina, annars blæs ég hana af. Hún er hugsuð um 3.-15 eða 16.mars á næsta ári.

Monday, July 12, 2010

Undur Bukhara

Sael oll
Kom til borgarinnar Bukhara i Uzbekistan i gaer. Thad er undursamlega fallegur stadur og eg hef verid i allan dag ad skoda mig um, gamlir islamskir skolar(madrossur), moskur, sofn, skemmtigardar, tehus og eg man ekki hvad. Fekk mer svo hressingu vid gosbrunnagardinn herna i midbaenum.

Svo er ekki horgull a spennandi vorum her og gerdi eg tvi nokkurn stans vid rannsoknir thar

I kvold aetla eg a tjodsongva og danssyningu med gaedinum minum, Davlar, mikill somastrakur og bradklar. I fyrramalid liggur svo leidin til Samarkand og fer tha thessi rannsoknarferd ad styttast verulega

Ferdin yfir landamaerin fra Turkmenistan var athyglisverd tvi enginn bill gengur thar a milli og drosladi eg sjalfri mer, alltof miklum farangri og storeflis vatnsflosku thennan eina og halfa kilometra og get fullvissad folk um ad thad var langur 1500 metra spolur i 42 stiga hita. En thetta hafdist allt.

Hotelid mitt Sasha og sonur er einstaklega fagurt, sambland af Moshir Malek og Hawta Palace i Yazd. Hreint aevintyri og svo er verulegur plus ad vera nanast alveg inni i gamla baenum.

Byst vid ad hitta ferdaskrifstofukallana thegar eg kem aftur til Tashkent a midvikudag og tha buum vid til endanlegt program.

Vil einnig nefna ad um svipad leyti reikna eg med ad Palestinuaetlun og dagsetning liggi fyrir

I dag er mjog temmilegur hiti, klukkan er nu taeplega half sex( 5 timum a undan Islandi) og hiti for haest i 38 stig og er liklega i 35 nuna Thad thykir mer agaett midad vid 47 i Turkmenistan.

Thetta er sumse aevintyrastadur, Bukhara og mer lidur fjarska vel og bid ad heilsa ykkur i bili.

Friday, July 9, 2010

Nokkur ord ur landi Turkenbasja

Godan daginn
Nu er klukkan ellefu fyrir hadegi og hiti ekki nema 35 stig, fer trulega i 47 upp ur hadegi
Er her i bae i Turkmenistan sem heitir Mary og uni mer vel. Kom fljugandi fra Asgabaht i morgun. Thad er ansi makalaus borg og harla otruleg. Vi[ hvert fotmal eru gullhudadar styttur af Turkmenbasji sem tok vid eftir fall Sovets og rikti af mikilli anaegju thar til fyrir nokkrum arum ad hann saladist. Eg russadi um alla borg, skodadi natturlega markad, minnismerki um Lenin sem faer ad standa, for i sofn og garda og skodadi minnisverki um allt milli jardskjalfta og sjalfstaedis. Borgin er afskaplega hrein og snyrtileg og heilmikid um ad vera en helst fannst mer merkilegt ad sja hvad their eru osparir ad nota gullhud til skreytinga hvort sem eru styttur eda ljosastaurar.
Var ad rolta um thegar eg hitti islenska fjolskyldu sem er a heilmiklu ferdalagi, thar voru kominn Finnbogi Rutur Arnason, Thorunn kona hans og Finnbogi jr og Grimulfur. Urdu thar fagnadarfundir og vid tylltum okkur vid sundlaugina a hotelinu minu og drukkum bjor og moludum lengi.
Thau fara svo hedan i 3ja vikna ferd um Iran og bidja fyrir kvedjur.

A morgun rulla eg mer aftur inn i Uzbekistan, vid Bukhara og verd thar eina nott og skoda natturlega karkulafed sem Gudm Pe segir ad se upprunnid thadan. Sidan til Samarkand og er thetta tilhlokkunarefni. Thegar eg kem aftur til Taskent aetlum vid ferdaskrifstofugaejarnir ad fara harla nakvaemlega yfir hvernig programmi verdur hagad.
Tvi midur gefst ekki timi til ad fara inn i Ferghanadal i thessari ferd en eg hef skodad jurt og tel synt ad i slikum hirdingjabustad verdum vid ad vera nott.
Tho thad se svona uppundir thad obaerilega heitt er april finn manudur til ad koma a thessar slodir.

Her er Facebook lokud og tvi get eg ekkert skrifad thar.
En allt gengur ad oskum og sendi ykkur hinar solrikustu kvedjur

Wednesday, July 7, 2010

Kvedjur fra - stan

Sael oll
Bara faein ord hedan fra Khiva i vesturhluta Uzbekistan. Thetta virdist undursamlegur og gersamlega nyr heimur. Hef verid faeina daga en finnst thetta spennandi. Tashkent er breid og fogur ad morgu leyti en litid nidra hana af tvi hun hefur ekki af jafnmiklu ad stata og adrir stadir. Svo sem her i Khiva en thar er gamla borgin eitt samfellt safn moska, minnismerkja, skola - og sidast en ekki sist krakka i fotbolta.
Hiti er 40 stig strax a morgnana svo thad er eins gott eg sleppti ad taka lopapeysuna med. Folk ljuft og vidmotsthytt.\

A eftir ad landamaerunum Vid Turkmenistan med hundrad plogg og vona their hleypti mer inn.Verd thar i sona 3 daga og kem svo aftur hingad, ath hvort rett er ad taka Turkmenistan med en til Uzbekistan verdum vid af komast. Thad er naesta vist,

Ekki meira nuna, billinn bidur
\

Friday, July 2, 2010

Um Fatimusjóðinn

Um Fatimusjóðinn

Jemen er fátækasta ríki Arabaheimsins. Þar búa rösklega 24 milljónir og atvinnuleysi er mikið vandamál. Fjölskyldur eru stórar og algengt að hjón eigi 10-14 börn.

Þó skólaskylda sé að nafninu til er henni ekki framfylgt af yfirvöldum að gagni. Vegna fátæktar leggur fólk oft og skiljanlega meira kapp á að afla sér lífsviðurværis en senda börn í skóla.Talið er að um 60 prósent kvenna/stúlkna séu ólæsar.

Ég hafði komið til Jemens nokkrum sinnum og var þar við arabískunám einn vetur. Mér fannst átakanlegt hve staða fólks – einkum kvenna var bágborin og hvað stjórnvöld gerðu fátt til að bæta þar úr.

Þegar ég fékk verðlaun Hagþenkis í febrúar 2005 fyrir bókina Arabíukonur og átti afmæli daginn áður fannst mér kjörið að nota hluta af þessum verðlaunum til að stofna sjóð til að aðstoða jemenskar stúlkur. Og þó uppphæðin væri ekki stórkostleg og í aðra röndina hlægileg nýtast 350 þúsund krónur betur í Jemen en á Íslandi.

Ég nefndi hann Fatimusjóð í höfuðið á stúlku sem ég kynntist í Jemen þegar ég vann að Arabíukonum. Hún var 14 ára og hafði hætt í skóla því að ekki voru efni til að halda úti skóla í þorpinu hennar. Fatima var kotroskin og kurteis skörungsstelpa, baukaði við að læra ensku af lingvafónnámskeiði og dreymdi um að mennta sig.

Nú ætti Fatima samkvæmt jemenskum hefðum að vera gift og byrjuð að hlaða niður börnum. Nokkrir biðlar hafa bankað upp á en hún hefur hafnað þeim og kveðst ekki hugsa um hjónaband fyrr en hún hafi hlotið menntun. Fjölskylda hennar styður hana.
Eftir að spurðist út að íslenskir hefðu hug á að styðja jemensk börn í skóla var ákveðið að setja aftur á stofn skóla í þorpinu.

Þó svo að jemenskar stúlkur hafi sig lítt í frammi var ég viss um að svo hlyti að vera um fleiri stúlkur en þær hefðu ekki aðstöðu til þess vegna fátæktar.

Með því að greiða upphæð sem svarar 250 dollurum á ári kemst barn í skóla, fær skólabúning, skólavörur, reglulega læknisskoðun, leiðbeiningar og aðstoð við heimanám þrisvar í viku, hádegisverð – sem oft er eini maturinn sem börnin fá þann daginn- kennslu í handmennt, tónlist, íþróttum, leikrænni tjáningu og tölvukennslu þegar lengra var komið, flíkur fyrir hátíðir og fjölskyldan er studd með matargjöfum.
Fyrsta veturinn nutu 37 stúlkur stuðnings. Síðan hefur fjölgað í hópnum og undanfarin tvö ár hafa Íslendingar styrkt 133 börn þar af 94 stúlkur og 39 drengi.

Í ár ljúka 13 stúlknanna stúdentsprófi og þar með er skuldbindingu stuðningsmanna lokið.
Kosturinn við sjóðinn er lika sá að hann hefur enga yfirbyggingu, enga launaða starfsmenn. Bara mig og tölvuna mina og góðviljað fólk sem gerir sér grein fyrir því að hver króna sem lögð er í sjóðinn skilar sér. Eykur lífsgæði barna sem ella hefðu ekki komist í skóla og bætir þar með líf fjölda manns.