Tuesday, July 20, 2010

Palestínudagsetningar tilbúnar


Blásum niður múra Jerikó

Hef fengið dagsetningar á Palestínuferðinni í haust og látið þátttakendur vita. Vegna þess hve erfitt er að fá flugsæti á þessum tíma hef ég beðið þá að staðfesta sig snarlega sem lýstu þátttöku. Ferðin er 11.-19 nóv.

Mun efna til fundar með þeim eins fljótt og ég get og þar verður birt áætlun og þess háttar. Verð liggur fyrir í megindráttum. Í ferðinni verður farið til Hebron, Austur Jerúsalem, Ramallah, Nablus, Jerikó og Bethlehem og þar verður gist næturnar okkar en við verðum í Amman nóttina sem við komum og áður en heimliðis er haldið. Engar skipulagðar skoðunarferðir eru í Jórdaníu. Óhugsandi er að fá leyfi til að fara til Gaza en mér sýnist áætlunin í meginatriðum vera mjög góð og ætti að gefa okkur skýrari mynd af ástandi á þessum slóðum.

UZBEKISTAN áætlun kemur vonandi seinna í dag. Fylgjast með því. Þar er einnig mjög nauðsynlegt að menn staðfesti sig. Ég veit ekki svo gjörla hvernig fer með Íran. Sú ferð hefur hækkað talsvert vegna lækkunar evru og verðbólgunnar frægu í Íran. Skal þó ekki trúa því fyrr en ég tek á því að við þurfum að blása þá ferð af. Vantar amk 5-7 til að takist að hafa þá ferð á viðráðanlegu verði.
Haldið uppi og úti áróðri og látum. Og sendið síðuna áfram til glaðbeittra vina.

No comments: