Saturday, December 18, 2010

Bréf til sonar - myndakvöld Palestínufara milli jóla og nýárs?


Ætla að leyfa mér að vekja athygli á þessari bók Frá föður til sonar eftir Ahmed Hafez Awad. Í henni eru fimmtán bréf sem hann skrifaði Salah syni sínum á meðan hann var við nám í Bandaríkjunum á þriðja áratug 20.aldar.
Nú hefur sonarsonur höfundarins og alnafni Ahmed Hafez Awad sem hefur verið búsettur á Íslandi í 45 ár látið þýða bókina úr arabísku yfir á ensku og síðan fékk hann Gunnar Rafn Jónsson og Valbjörgu Fjölmundsdóttur til að koma henni á íslenskt mál og er bókin nú komin út.
Awad selur bókina sjálfur og ef þið hafið áhuga á henni bendi ég ykkur á að hafa samband við hann á netfanginu awad@centrum.is
Awad eldri og höfundur var útgefandi og ritstjóri virts tímarits í Kairó á sínum tíma sem hét Kawkab al Shark sem mætti útleggjast stjarna Austursins

Þar sem ég fékk þessa bók í hendur í dag hef ég ekki lesið hana en ugglaust fróðlegt að kynna sér þann hugarheim sem í henni birtist á þeim tíma sem bréfin eru skrifuð.


Myndakvöld Palestínufara?
Hef verið að íhuga hvenær heppilegt væri að efna til myndakvölds Palestínuhópsins góða. Mér hefur dottið í hug að það mætti hugsa sér það milli jóla og nýárs eða fljótlega eftir áramótin. Vona að flestir séu nú langt komnir að skipuleggja myndir. Verð í sambandi um það og veit að Helena og Baldvin verða á landinu milli jóla og nýárs og gaman væri ef þau gætu verið með á myndakvöldinu.

Að öðru leyti: Íranvegabréf hafa tafist vegna margra frídaga í Íran. Mun koma þeim til skila jafnskjótt og ég fæ þau í hendur, stimpluð og fín.

No comments: