Thursday, December 30, 2010

Gæfuþrungið ár- Jemenbörn-mánaðamót ofl



GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAU LIÐNU




Þessar myndir eru frá Eþíópíu. Það má láta sér detta í hug að sækja heim þetta eitt elsta og merkasta menningarríki heims? Þið látið vita.Menn hafa látið í ljós áhuga á því. Ég hyggst fara í könnunarleiðangur þangað seinna á árinu og sé svo til. Mætti hugsa sér að þetta yrði 12-14 daga ferð.

Náttúrufegurð er einstök í Egþíópíu, þar er dýra og plöntulíf einstaklega fjölbreytt, mannlífið margþætt og svo mætti áfram telja. Hef engar upplýsingar um tímasetningu, verð, áætlun og þess háttar fyrr en ég hef farið þangað.
EN mér þætti fróðlegt að vita hvort áhugi er á þess konar ferð.

Að kvöldi 1.jan hafa fjórtán skráð sig sem áhugasama. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að láta mig vita.

UPPLÝSINGAR UM JEMENBÖRNIN YKKAR VERÐA SENDA TIL YKKAR NÆSTU DAGA
Ég hef fengið allítarlegar upplýsingar um flest Jemenbörnin sem við styðjum. Ýmsar fréttir fylgja þar með. Nokkrar stúlknanna eru trúlofaðar eða "eru að svipast um eftir mannsefni" eins og það er orðað í upplýsingunum. Þar með snúa þær sér að öðrum málum en þær hafa að minnsta kosti fengið góðan grunn og engin þeirra sem hyggur á giftingu er yngri en 18 ára og hafa verið í skóla með stuðningi íslenskra sl ár.

Þessar upplýsingar verða senda fyrstu dagana í janúar þegar þær hafa verið lesnar saman og þýddar svo allir fái réttar upplýsingar. Nokkrir drengir hafa hætt að mæta en við fengum aðra í staðinn sem allir hafa stuðning.

Svona skýrslu hefðum við raunar þurft að fá á hverju ári.

Muna síðustu greiðslur fyrir Íran og Uzbekistan
Nokkrir hafa lokið greiðslum í Íran og Uzbekistan. Bið ykkur að gera skil strax um mánaðamót og borga þá einnig 80 dollara vegabréfsáritun til Írans Allir hafa greitt áritunargjaldið til Uzbekistan.
Eins og áður hefur verið sagt verður fundur með Íranförum fljótlega í janúar þegar vegabréfin eru komin heim, stimpluð og fín. Læt ykkur vita um það.

Endurtek nýárskveðjur mínar til ykkar allra.

3 comments:

Anonymous said...

Sæl aftur öll
Nú hafa nokkrir skráð sig á Eþíópíulista. En það verður án allra skuldbindinga uns málið skýrist eins og ég tók fram.
Á hinn bóginn prýðilegt og nauðsynlegt að vita hversu margir hafa hug á að fylgjast með því ég stefni á aðeins eina ferð þangað
Með bestu kveðju
JóhannaK

Anonymous said...

Er ég ekki örugglega á Eþíópíulistanum með venjulegum fyrirvara um ævilengd og lágmarkshreyfigetu?

G. P.

Anonymous said...

Jú Guðmundur. Einhvern veginn flaugstu bara inn á hann átómatískt.
KvJK