Saturday, January 29, 2011

Atburðirnir í Miðausturlöndum verða til umræðu á fundinum á morgun


Myndin er tekin á götum Sanaa

Vil taka fram að við munum ræða framvindu mála í Miðausturlöndum í seinni hluta fundarins. Annað er eiginlega óhugsandi svo viðkomandi JK mun því fara yfir atburðarásina í stórum dráttum og við veltum fyrir okkur hvert framhaldið kynni að verða. Ólíklegt er amk að sinni að allt falli í dúnalogn. Of margt hefur gerst til að það gæti orðið.

Eins og menn hafa fylgst með virðist Egyptaland loga stafna á milli og hafandi í huga að þetta er fjölmennasta ríki þessa heimshluta, með tengsl við Bandaríkjamenn og Ísrael, gætu afleiðingar orðið afdrifaríkar.

Í Túnis halda menn áfram að mótmæla en svo virðist sem þar sem ákveðin biðstaða þrátt fyrir mótmæli því enginn leiðtogi hefur komið fram hjá stjórnarandstæðingum.

Í Jórdaníu hafa mótmæli færst í aukana, í fyrstu beindust kröfur einkum um bættan hag og að ráðstafanir yrðu gerðar til að draga úr atvinnuleysi og forsætisráðherrann viki. Nú er hins vegar farið að örla á því að menn hrópi slagorð gegn Abdullah kóngi og Rönju drottningu og þar með gætu mótmælin tekið á sig allt aðra og alvarlegri mynd.

Í Jemen er nú kyrrt í bili og ekki hefur komið til mótmælaaðgerða. Á hinn bóginn er ógerningur að spá um hvað gerist því mikil ólga kraumar undir. Eftir samtal mitt við nokkra jemenska vini segja þeir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn - sem hefur sólarmerkið sem margir hafa séð í Jemen- sé að undirbúa aðgerðir og námsmenn fari um landið og reyni að virkja fólk. Í Aden hefur einnig komið til óeirða en þar virðist hljótt í augnablikinu.

Í Líbíu er Gaddafi taugaóstyrkur og hefur sagt að það sem er að gerast í Túnis sé hið versta mál. Hann hefur bætt því við að sams konar atburðir gætu aldrei gert í sínu landi en það hefur sýnt sig að atburðarásin síðustu daga hefur komið flatt upp á marga og leiðtogar í harðstjórnarríkjum og þar sem bágindi eru mikil eru skjálfandi á beinunum.

Þessu öllu og fleiru mun ég reyna að gera skil á fundinum á morgun og vænti þess að menn fjölmenni. Margir okkar félagsmanna hafa komið til þessara landa og hafa sterkar taugar til þeirra svo ekki verður hjá því komist að fjalla um þetta.

Vonast til að sjá sem flesta á morgun kl 14 í Kornhlöðunni.

Thursday, January 27, 2011

Mótmælagöngur og óeirðir víða í Miðausturlöndum


Tawakul Karman ásamt börnum sínum

Jemen hefur nú bæst í hópinn þeirra Miðausturlanda þar sem óeirðir og mótmæli fara vaxandi.
Í morgun (fimmtudag) fóru þúsundir um götur höfuðborgarinnar Sanaa og fleiri bæja í Jemen og höfðu uppi hávær mótmæli gegn Ali Abdullah Saleh forseta landsins og stjórn hans og kröfðust þess að hann viki.

Þessi ókyrrð í Jemen hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum dögum, þó hún hafi ekki ratað í fréttir að ráði, þegar kunn óg dáð baráttukona fyrir mannréttindum og breytingu á stjórnarháttum, Tawakul Karman var handtekin. Þegar handtakan spurðist út hófust skipulögð mótmæli og blaðamannasamtök Jemens höfðu sig verulega í frammi.
Tawakul var látin laus og Saleh forseti lofaði að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna sem hefur eflst í Jemen síðustu ár.

Hún sagði í viðtali að hún hefði ekki átt sérlega illa vist í fangelsinu en kvaðst eiga von á frekari mótmælunum enda hefðu landsmenn löngu fengið sig fullsadda af einræðisstjórn Ali Abdullah Saleh.
Ali Abdullah Saleh komst til áhrifa í landinu 1978 og hefur svo verið forseti frá því að suður og norður Jemen sameinuðust 1990. Hann hefur séð sig tilneyddan að gefa eftir á ýmsum sviðum en er afskaplega illa þokkaður af öllum þorra manna. Hann gaf fyrir nokkru út þá yfirlýsingu að hann mundi ekki gefa kost á sér eftir að kjörtímabil hans rennur út 2013. Menn rifja þá upp að þetta sagði hann einnig fyrir síðustu forsetakosningar.
Hann þykir grimmur maður og spilltur og svífst einskis. Hann er einn af tíu auðugustu mönnum Arabíuskagans í fátækasta landi Arabaheimsins þar sem 50 prósent ólæsi er nánast viðvarandi og atvinnuleysi er(óopinberar tölur) milli 30-35 prósent.

Gattneysla hefur áratugum saman staðið framförum í landinu fyrir þrifum og ríkisstjórnin hefur talið hið besta mál að gera lítið eða ekkert til að draga úr henni og meðan þjóðinni er haldið í eiturlyfjavímu gatts hefur fátt orðið sem til framfara horfir.

Nú virðist sem Jemenar ætli að grípa til einhverra ráða og sýna í verki andúð á stjórnvöldum og mótmæla bágum kjörum. Tawakul Karman segir að þakka megi þetta sem nú er að gerast í Egyptalandi og Jemen megi rekja til hinnar sjálfsprottnu jasmínuppreisnar í Túnis þar sem einræðisherrann Ben Ali hefur hrökklast frá völdum og leitað skjóls í faðmi vinastjórnar Bandaríkjamanni, konungsstjórn Sádi Arabíu.

Ekki er þegar þetta er skrifað fullljóst hvað gerist frekar í Jemen og heldur ekki hvort manntjón hefur orðið. Vitað er þó að allmargir hafa særst og verið færðir í fangelsi.

Baráttumenn innaan stjórnarandstöðunnar staðhæfa að þeir muni halda áfram mótmælum og þeir séu tilbúnir að fórna lífi geti það orðið til að stjórn Ali Abdullah Saleh fái á baukinn svo um munar.

Verður bál í Egyptalandi?
Það er einnig mikið umhugsunarefni hvað hefur gerst síðustu daga í Egyptalandi enda fjölmennasta land þessa heimshluta og kúgun og illa þokkuð stjórn Múbaraks forseta ætti að sjá sóma sinn í að fara frá völdum ella er hætta á algeru blóðbaði í því landi.
Það er mér persónulega gleðiefni að heyra að Mohammed El Baradej Nóbelsverðlaunahafi og fyrv. yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar mun vera á leiðinni heim og kveðst muni ganga til liðs við stjórnarandsttöðu og mótmælendur. Baradej nýtur óumdeildrar virðingar þó svo Bandaríkjamenn hafi ekki litið á hann sem sinn eftirlætismann enda hafði hann ásamt Hans Blix með höndum rannsókn í Írak fyrir innrásina 2003 og við þá rannsókn kom ekkert fram sem var talið réttlæta innrás fjölþjóðahersins í Írak.

Hver verður niðurstaðan?
Um það er auðvitað alltof snemmt að spá. En þótt skelfilegir atburðir séu að gerast í þessum heimshluta vina okkar er þó jákvætt að það eru heimamenn sem hafa risið upp og vilja varpa af sér oki harðstjórnar og misréttis því í Jemen og Túnis bendir ekkert til að svo stöddu að Bandaríkjamenn hafi blandað sér í málið.
Það væri á hinn bóginn hugsanlegt að þeir gætu veitt Múbarak "aðstoð" í Egyptalandi enda eru Egyptar, ásamt Sádum einhverjir dyggustu bandamenn þeirra þótt árangurslausar tilraunir séu gerðar til þess í Egyptalandi að fela þá staðreynd sem allir gera sér grein fyrir sem til mála þekkja.

Monday, January 24, 2011

Mistök leiðrétt


Þessa mynd tók Steingrímur Jónsson af ísraelskum hermönnum í Hebron sem höfðu horn í síðu íslensks ferðahóps sem þeim þótti fullforvitinn.

Þessi mynd er birt hér vegna þess að í nýútkomnu fréttabréfi- í grein um Palestínu- var ekki skráður réttur höfundur myndarinnar. Steingrímur á heiðurinn af þessari mynd. Máni Hrafnsson tók allar hinar.

Það er eiginlega mjög merkilegt að hann skyldi ná þessari mynd því venjulega eru ísraelskir hermenn snöggir að láta menn eyða óheppilegum myndum af sér. En Steingrímur sneri einhvern veginn á þá.

Þetta leiðréttist hér með og Steingrímur beðinn afsökunar.

Vona að sem flestir séu búnir að fá fréttabréfið okkar þegar þetta er skrifað.

Minni svo enn og aftur á fundinn okkar um helgina þar sem umræðuefnið er Kúrdistan.

Einnig bendi ég á tveggja kvölda námskeið hjá Mími símennt um Miðausturlönd fyrr og nú sem ég verð með 1. og 3.febr.

Tuesday, January 18, 2011

Fundur um ástand og horfur í Kúrdistan- síðasti hópur Jemenstúlkna

Fyrsti fundur okkar á árinu verður haldinn í Kornhlöðunni í Bankastræti 30.jan. n.k. og hefst kl. 14. Þar mun Susan Rafik Hama frá Kúrdistan tala um Kúrdistan, sögu, stöðu og horfur. Susan er búsett á íslandi og er í mastersnámi við Háskóla Íslands. Kúrdar eiga sér flókna og margbrotna sögu og verður án efa forvitnilegt að hlusta á Susan og leggja fyrir hana spurningar að erindi loknu.

Félagar og gestir eru hvattir til að fjölmenna. Muna einnig félagsgjaldagreiðslur.
Endilega munið að nýir félagar eru velkomnir.

Palestína og Eþíópía
Ef á að verða af Palestínuferð í nóvember á þessu ári eins og áhugi virðist á þurfa menn að skrá sig fljótlega því ég þarf að panta með góðum fyrirvara. Hún yrði í byrjun nóv ef af verður.

Upplýsingar um frumáætlun til Eþíópíu og verðhugmynd sprettur inn á síðuna áður en langt um líður. Þá þurfa áhugasamir að ítreka vilja og áhuga á að taka þátt í ferðinni.




Stúlkur síðasti hópur Jemen

Skal tekið fram að G 118 er hætt í skólanum og því hafa stuðningsmenn hennar fengið nýja stúlku og vona það sé allt í lagi.

Ástæðan fyrir því að Hanan hætti er sú að hún er 19 ára og í bígerð að hún gifti sig. Hún var ákaflega góður nemandi og tók bæði ensu og tölvunámskeið áður en hún hætti

Annað vil ég benda á: Sl. sumar luku þó nokkrar stúlkna okkar stúdentsprófi. Ég lét stuðningsmenn þeirra vita og bað þá að taka að sér ný börn. Nokkrir gerðu það og frá sumum heyrði ég ekki. Einhverjir greiddu og þar með ályktaði ég náttúrlega að þeir vildu taka að sér ný börn. Síðar kom í ljós að einn nemandinn Fayrouz Al Hamly hafði fallið og vildi reyna að taka síðasta bekk aftur. Henni var þá snarlega útvegarður nýr stuðningsmaður þar sem ég hafði sagt Ragnhildi Árnadóttur sem hafði stutt hana dyggilega í 5 ár að Fayrouz hefði lokið stúdentsprófi.

Þó svo stúdentsprófi sé náð hefst háskólanám ekki fyrr en ári síðar og nemendurnir gegna samfélagsþjónustu næsta árið og síðan er metið skv einkunnum þeirra hvort þeir komast í þær greinar í háskóla sem þeir kjósa. Flestar stúlknanna eru þá komnar með giftingarfiðring og óska ekki eftir að fara í frekara nám. Auðvitað misjafnt en við fylgjumst með þeim og látum vita.

Sums staðar hef ég sett inn aukastuðningsmann. Það er vegna þess að mælst var til þess að borgað yrði að fullu með börnunum eigi síðar en núna.
Það hef ég nú gert en þar með á sjóðurinn slatta af peningum inni hjá þeim sem borga reglulega. Vinsamlegast látið það ekki klikka. Stöku stuðningsmenn virðast hafa gleymt að þeir tóku að sér barn og þurfa að greiða með því.

Langflestir hafa þó lokið greiðslu eða greiða reglulega. Bestu þakkir fyrir það.

G 84Haseina Naser Mohamed Al Ansee Bryndís Símonardóttir

Umsögn:
Haseina er 16 ára. Hún er meðalnemandi en býr við afskaplega erfiðar heimilisaðstæður. Hún hefur þó náð upp í 8.bekk og lengi var ekki útlit fyrir að hún mundi treysta sér í skólann. Haseina gladdist yfir að fá stuðning og var bætt í hópinn.

G 94 Sumah Hameed Al Hashme- Ragnhildur Árnadóttir

Umsögn Sumah er 19 ára og er í síðasta bekk grunnskóla. Hún er bókavörður miðstöðvarinnar, fálát stúlka og seintekin en mikil fyrirmyndarmanneskja

G 95 Amna Kasim Rezq Al Jofee- Hjallastefnan

Umsögn: Amna er 13 ára og er í 7.bekk. Hún hefur staðið sig með afbrigðum vel undanfarna vetur og stóðst próf sl vor. Hún hefur gaman að því að semja sögur, snjöll í stærðfræði. Hún hefur aðeins slakað á það sem af er vetri en talað hefur verið við hana og hún lofar bót og betrun

G 97 Amani Abdulkareem Al Unsee- Hjallastefnan

Umsögn: Amana er 14 ára gömul og er í 7 bekk. Hún náði prófum sl vor og er dugleg og vill gera vel. Hún er metin með meðalgreind

G 98 Ayda Abdullah Mohamed Al Ansee- Guðrún S. Guðjónsdóttir

Umsögn: Ayda er 16 ára gömul og hefur sótt miðstöðina samviskusamlega í þrjú ár. Henni gengur vel í skóla, er iðin og vinnusöm. Hún er nú í 9.bekk.

G 101 Arzaq Yheia Hasan Al Hyme- Ágerður Eyþórsdóttir

Umsögn: Arzaq er tú ára gömul. Hún nær alltaf prófi milli bekkja. Fjölskylda hennar er flutt út fyrir Sanaa en hún kemur þegar hún getur.

G 102 Thawra Yusaf Mohamed Al Same- Sigríður Þórðardóttir

Umsögn: Thawra er 21 árs og hefur gengið vel. Hún hefur nýlega gengið í hjónaband en mun trúlega sækja stöðina til vors en hættir þá

G 103 Zaynab Yahya Al Hayme- Hjallastefnan

Umsögn:
Zaynab er 16 ára. Henni mistókst að ná prófi milli bekkja síðasta for og er því enn í 6.bekk. Erfiðleikar á heimilinu því móðir hennar hefur yfirgefið heimilið og börnin. Amman er komin til liðs en Zaynab er mjög ábyrg gagnvart yngri systkinum. Reynt er að veita henni stuðning og örvun.

G 104 Rasha Abdulmalik Al Ansee- Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson

Umsögn: Rasha er tíu ára og er í 3.bekk. Hún nær alltaf öllum prófum og virðist eiga auðvelt með að læra. Hún er afar félagslynd

G 105 Asma Mohamed Shiek- Guðríður Hermannsdóttir

Umsögn:
Asma er níu ára og fór létt með próf upp í fjórða bekk sl vor. Hún virðist hafa sérlega gaman að stærðfræði og er auk þess mikill lestrarhestur.

G 106 Ranya Yessin Al Shebani- Aðalbjörg Karlsdóttir/Jósefína Friðriksdóttir:

Umsögn: Ranya er 14 ára. Hún er nú í níunda bekk og sækir skólann og miðstöðina reglulega. Móðir hennar er í hannyrðakennslu í stöðinni og sér um að dóttirin mæti samviskusamlega.

G 107 Reem Yessin Al Shebani- Kolbrún Vigfúsdóttir

Umsögn: Reem er 12 ára. Foreldrar hennar eru ólæsir og óskrifandi en mamma hennar sækir fullorðinsfræðsluna. Hún er metin með meðalgreind og leggur sig mjög fram

G 108 Heba Yessin Al Shebani- Sólveig Hannesdóttir

Umsögn Heba er 17 ára og hún og G 107 eru systur. Fjölskylda þeirra glímir við sára fátækt eins og á raunar við um flest börnin. Heba er metin yfir metalgreind. Hún er mikið tölvugúrú og sækir öll tölvunámskeið sem henni bjóðast. Hún vinnur mjög vel.

G 109 Suha Hameed Al Hasmee- Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson

Umsögn Suha er 12 ára gömul. Hún var mjög feimin og einræn fram af en hún hefur tekið ótrúlega miklum framförum. Hún hefur sótt stöðina þau ár sem núverandi stuðningsmenn hafa hjálpað henni en var algerlega ólæs og óskrifandi þegar hún byrjaði hér. Hún tekur nú þátt í alls konar félagsstarfi og nýtur sín vel. Hún sækir tölvunámskeið í vetur og gengur vel. Henni hefur tekist að komast upp í 7.bekk með mikilli iðjusemi því fyrstu árin í skólanum virtist lítið verða úr lærdómi.
Ástæða er til að vera mjög ánægður með Sumha.

G 110 Sameha Hameed Al Hashmee- Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson

Umsögn: Sameha er systir G 110. Hún er 13 ára og er í bekk 8. Hún var ekki vel á vegi stödd áður en hún fékk stuðning en hefur sótt í sig veðrið og þær systur teljast meðal þeirra sem hafa náð bestum árangri miðað við hvað þær voru illa staddar þótt þær hefðu verið að nafninu til í skóla áður.

G 111 Rehab Hussan Al Shameri-Margret Fafin Thorsteinsson

Umsögn: Rehab er ellefu ára gömul og hún er metin undir meðalgreind en leggur sig svo hart fram að það er til fyrirmyndar. Hún er nú í 4. Bekk.

G 113 Raqed Kamal Al Zonome- Guðný Ólafsdóttir

Umsögn: Raqed er 9 ára og er í 3.bekk. Hún á erfitt með nám en vill standa sig og fær mikla hvatningu. Hún og G 114 eru systur. Þær eru báðar vel liðnar og prúðar stúlkur.

G 114 Hadeel Kamal Al Zonome- Aðalsteinn Eiríksson

Umsögn: Hadeel er 11 ára og er í fimmta bekkekk. Hún sætir miðstöðina reglulega og móðir hennar er á fullorðinsfræðunámskeiðinu og er sérlega handlagin. Hadeel stendur sig með prýði, er glöð stúlka og móðir hennar er mjög áhugasöm um framfarir hennar

G 115 Fatuma Nasr Ahmed Al Jakey- Eygló og Eiður Guðnason
Umsögn:
Fatima er 18 ára gömul. Hún féll milli bekkja sl. ár ekki síst vegna álags því moðir hennar lést og hún tók það afar nærri sér og dró sig inn í skel og vildi ekki blanda geði við aðra krakka. Hún hefur jafnað sit og er að taka ensku og tölvunámskeið í miðstöðinni þar til móðir hennar lést. Hún er nú hjálpfús og dugleg og vill læra. Hún virtist úti á þekju en við rannsókn kom í ljós að hún efur slæma heyrn. Hún hefur fengið heyrnartæki og gengur nú miklu betur og sjálfraist hennar hefur lagast stórlega.

G 116 Thuraia Jamil Sharaf- Al Solwi- Guðríður Helga Ólafsdóttir
Umsögn:
Thuraia er 8 ára. Hún sækir skóla og skólamiðstöðina reglubundið. Hún á eftirr með að læra en er afskaplega samviskusöm og prúð stúlka sem ástæða er til að hjálpa.

G 117 Tagreed Ahmen Abdullah Ayash- Sveinbjörg Sveinsdóttir
Umsögn:
Tagreed er 10 ára gömul. Hún kemur í miðstöðina núna og er í fjórða bekk. Hún var oft veik sl. ár en tókst samt að ná prófi og er dugnaðarstúlka. Aðstæður á heimili hennar mjög erfiðar.

G 119 Shada Yiyia Galeb Al Mansoor- Margrét Guðmundsdóttir/Brynjólfur Kjartansson

Umsögn
Shada er 11 ára og komst upp í 5.bekk sl vor. Hún stendur sig vel í skóla. Hún á við veikindi að glíma og ekki enn ljóst hver þau eru en hún hefur verið send í rannsóknir. Samt er hún iðjusöm og missir aldrei neitt úr. Fjögur systkini hennar njóta einnig stuðnings Íslendinga og sækja miðstöðina.

G 122 Khadeja Nasser Heyla Anansee- Ásta K. Pjetursdóttir

Umsögn: Khadeja er 14 ára. Hún náði prófum sl. vor og er í sjöunda bekk. Hún er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem hún fær, jafnlynd og efnileg.

G 123 Reem Abdullah Al Haymi – Valborg Sigurðardóttir

Umsögn
Reeem er 10 ára. Hún hefur staðið sig vel frá byrjun, sækir stöðina reglulega og er afar ánægjuleg stúlka og góður nemandi.

G 124 Maram Ameen Ahmed Al Kamel – Edda Gísladóttir/Þröstur Laxdal

Umsögn:
Maram er 10 ára gömul og virðist eiga auðvelt með að læra. Hún sækir miðstöðina reglulega og er fyrirmyndar nemandi og afar viðfelldin stúlka. Hún er er glettin stúlka, vinamörg og vinsæl.

G 125 Hanan Gihad Mohamed Al Hamadi- Ragnheiður Hrafnkelsdóttir


Umsögn:
Hanan er 17 ára gömul og afburðanemandi. Hún hefur sótt miðstöðina í 3 vetur og tekur einnig þátt í sumarnámsekiðum. Hanan var ólæs og óskrifamdo fra, iumdor 10 ára aldur en með einbeitni og dugnaði miðar henni vel og er nú komin upp í sjöunda bekk. Vegna heimilisaðstæðna hefur fjölskyldan fengið mánaðarlegar matargjafir. Hanan hefur sýnt áhuga á að sækja ensku og tölvunámskeið og byrjar vonandi í því fljótlega.

G 138 Tahani Abdullah Al Haymee- Sara Björnsdóttir/Anna Guðlaug Jóhannsdóttir

Umsögn: Tahani er tólf ára og hefur sóst námið vel enda er hún iðin og samviskusöm. Hún er í 6. bekk og hefur verið metin með meðalgreind. Hún er kurteis og geðug stúlka og afar þægileg í umgengni

G 140 Hana Mohamed Al Salimee- Margrét Jónasdóttir

Umsögn: Hana er 12 ára. Hún hefur sótt miðstöðina sl. 3 ár. Hún vinnur afbragðs vel og allt bendir til að hún hafi mjög mikla námshæfileika. Hún er nú í 6.bekk

G 141 Malak Salah Abdo Omer- Hjördís Geirdal

Umsögn:
Malek er 7 ára og þetta er annað árið sem hún sækir miðstöðina en hefur ekki fengið styrk fyrr. Hún hefur gaman að því að teikna, er músíkölsk og ákaflega félagslind. Hún missir aldrei tíma úr í skóla né í miðstöðinni.

G 142 Eiman Zakaria Ali Albadani- Anna Wilhelmsdóttir

Umsögn: Eiman er tíu ára. Hún hefur ekki fengið styrk áður og hóf því að koma í miðstöðina sl. haust. Hún á erfitt með nám og fær stuðningskennslu í nokkrum greinum. Hún vill gera vel

G 143 Amel Murad Sufaian – Martha Árnadóttir

Umsögn: Amel er 10 ára og hefur miklar námsgáfur. Hún byrjaði 6 ára og er nú í 5 bekk og gengur vel. Hún sækir miðstöðina að staðaldri.

G 144 Olla Fiqree Al Emad- Ólafía Hafdísardóttir

Umsögn: Olla er 7 ára. Hún byrjaði í skóla í haust. Hún er mikið indælisbarn og allra manna hugljúfi.

Og nú fer ég sem sagt að horfa á handboltaleikinn við Austurríki. Sæl að sinni.

Sunday, January 16, 2011

ÍRAN- og UZBEKISTAN farar fjölmenntu á fundina



Mjög góð mæting á báða fundina í dag. Íranfarar komu kl 14. Þeir fengu sín langþráðu vegabréf, flugmiða, farþegalista og annað það sem við átti. Ég hélt sýningu á kjólum sem ég hef viðað að mér vegna Írans svo konur áttuðu sig á því hver síddin á að vera og vernig skal hafa slæðuna og svo framvegis. Góð stemning, fínn hópur og held að allir hlakki til.

Samarkand í Uzbekistan
Síðan fylltu hjálparkokkarnir Þóra J. og Edda snarlega á diskana og Uzbekistanfarar í september streymdu á vettvang kl 15,30. Þeir fengu áætlun, farþegalista, greiðsluplan og nokkrar myndir frá stöðum sem við gistum á. Þeir munu á næstunni senda mér vegabréfssíðu sína og starfsstaðfestingu.
Í Uzbekistanferðinni eru einir átta sem eru að fara í sína fyrstu VIMA-ferð og virtust allir kátir og jákvæðir.

Báðir hópar fengu síðar reikningsnúmer félagssjóðs til að það sé nú allt í lagi.

Það var síðan drukkið te/kaffi, borðaðar döðlur frá Palestínu, rúsínur og gúmmulaði og voru allir í hinu besta skapi að því er mér sýndist.

Tek fram að ég set á eftir inn þátttakendalistann í Uzbekistanferðirnar báðar ef menn vilja kíkja og sjá hverjir eru væntanlegir þátttakendur.

Ánægð með fundina og allt í góðu standi.
Prýðisþátttaka er á Palestínumyndakvöldinu annað kvöld og set vonandi inn síðustu Jemenstúlkurnar á morgun eða hinn.

Friday, January 14, 2011

Umsagnir um annan Jemenstúlknahóp


Fyrsti stúlknahópurinn sem við studdum í Jemen 2005-2006


Dansstúlka í Úzbekistan. Mynd JK
Munið fundinn með septemberhópi á sunnudag kl. 15,30. Þar verður afhent fullbúin ferðaáætlun og þátttakendalisti. Svo rúllum við yfir dagskrá og skröfum saman. Einnig fá menn greiðsluplan og ýmsar gagnlegar upplýsingar

Hér kemur hópur tvö stúlknanna sem við styðjum skólaárið 2010-2011. Ef þið rennið yfir listann sjáið þið að þó nokkrar stúlknanna eru í giftingarhugleiðingum síðar á þessu ári og hætta þá í skóla.
Engu að síður verður væntanlega leitað til stuðningsmannanna allra þegar líður á sumarið varðandi styrk því alltaf koma ný börn sem þurfa á hjálp að halda.

Það er ekki nokkur ástæða til að harma það þó þessar stúlkur gifti sig og hætti. Þannig gengur þetta bara fyrir sig. Auk þess hafa þær fengið góðan grunn sem mun nýtast þeim í framtíðinni, ég tala nú ekki um þegar þær fara sjálfar að eiga börn.

Auk þess verður að taka tillit til ýmissa þátta sem eru okkur framandi: stúlkur og raunar piltar líka þurfa oft að hætta í skóla. Foreldrar flytja sig um set, aðstæður eru þannig að skólaganga verður að sitja á hakanum ofl ofl.

Ég hef breytt nokkrum stuðningsmönnum/fært þá til af praktiskum ástæðum. Það stafar m.a. af því að ýmsir stuðningsmenn greiða mánaðarlega og ég þarf að senda síðustu greiðslu fyrir ÖLL börnin nú á næstu dögum. Það sem á vantar greiðist beint úr sjóðnum en ég bið þá sem hafa heitið stuðningi og síðan hafa greiðslumál lent í útideyfum að gera upp hið fyrsta um leið og ég þakka þeim sem borga reglulega eða hafa þegar gert upp og er það meirihluti stuðningsmanna.

Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá Nouriu að ætlast til að borgað sé svo snemma á skólaárinu. Venjulega hefur ekki þurft að ljúka greiðslu fyrr en undir vor. En þá verður svo að vera.

Geri ráð fyrir að geta sett umsagnir um þær sem eftir eru fljótlega í næstu viku.


G 37 Fayrouz Mohamd al Hamly- Sigríður Karlsdóttir
Umsögn:

Fayrouz er 26 ára. Hún fór aftur í skóla fyrir fimm árum þegar hún og maður hennar skildu. Hún á þrjú börn sem búa hjá föður sínum. Hún hefur átt við veikindi að stríða- á tímabili talið að það væri MS- við kostuðum rannsóknir og það reyndist ekki vera. En hún er heilsulítil, á erfitt í skóla því hún er miklu eldri en aðrir. Samt sýnir hún dug. Hún reyndi við stúdentspróf sl. vor en féll. Við vissum það ekki fyrr en seint og um síðir og því var skipt um stuðningsmann. Fayrouz ætlar að ljúka námi og gerir það vonandi í vor.
Foreldrar hennar leggja mjög hart að henni að giftast aftur og trúlega gerir hún það á næsta ári.
Hún er í enskunámskeiði í skólamiðstöðinni núna. Hún teiknar og málar og hefur selt heilmargar mynda sinna í miðstöðinni og þar með aflað sér smátekna. Þrátt fyrir alls konar erfiðleika er hún jákvæð og vongóð.

G 38 Bushra Ali Abdo Omar- Kari Berg/Sigrún Eygló Sigurðardóttir
Umsögn:
Bushra er 15 ára og er í 8.bekk grunnskólans. Henni gengur ágætlega í námi og sækir í að koma í miðstöðina ekki síst félagsskaparins vegna.
Vinamörg og glaðsinna stúlka.


G 42 Bodore Nagi Obad- María Kristleifsdóttir
Umsögn:
Bodore er 17 ára og náði upp í áttunda bekk s. vor. Hún vinnur vel en þarf að hafa töluvert fyrir náminu. Hún vonast til að ljúka grunnskóla.
Hún hefur hitt stuðningsmann sinn og er mjög þakklát fyrir dyggilega aðstoð.

G 43 Reda Yehya Qaleb Al Ansee- Margrét Friðbergsdóttir/Bergþór Halldórsson
Umsögn:
Reda er 10 ára. Hún féll milli bekkja síðasta vor og tekur því bekkinn aftur, því hún verður að annast yngri bróður vegna erfiðleika á heimilinu. Hún er dugnaðarstúlka og sækir stöðina reglulega og tekur oft bróðurinn með.

G 44 Shada Yousef Mohamed Al Sammee- Sjöfn Óskarsdóttir/árni Gunnarsson

Umsögn: Shada innritaði sig mjög seint í stöðina og ég varð því að breyta um stuðningsmenn. Hún er 11 ára og síðan hún skráði sig hefur hún komið reglulega. Hún er í 5.bekk og góður námsmaður. Lengi stóð til að hún fengi ekki að halda áfram í skólanum en hún er afar glöð yfir að hafa fengið stuðning því henni veitir ekki af hjálp við heimanám. Aðstæður hennar eru erfiðar en hún stendur sig með prýði.

G 45 Anisa Qasim Al Jofee- Sigrún Valsdóttir

Umsögn: Anisa er tvítug. Fjölskyldan flutti í sumar og því kemur hún aðeins einu sinni í viku. Hún hefur staðið sig vel í skólanum og er góður námsmaður Það skyldi haft í huga að hún og fjölskylda hennar hefur áform um að hún gifti sig þegar þessu skólaári lýkur.

G 46 Bushra Sharaf Al Kadasse- Catherine Eyjólfsson
Umsögn:
Bushra er 18 ára og hún hefur náð upp í seinni bekk menntaskóla. Hún hefur áhuga á að gifta sig þegar hún lýkur prófinu nú í vor. Hún býr alllangt frá skólamiðstöðinni og kemur ekki reglubundið. Bushra stendur sig ágætlega í skólanum.

G 47 Fatten Sharaf Al Kadasse- Bjarnheiður Guðmundsdóttir/Sigfinnur Þorleifsson

Umsögn:
Fatten er 10 ára og er nú í 4 bekk af því hún fær stuðning. Hún er greind stúlka og skynsöm og framfarir hennar eru eðlilegar í alla staði.

G 49 Sabreen Farooq Al Shargabi- Guðrún S. Guðjónsdóttir

Umsögn:
Sabreen er 17 ára og er í seinni bekk menntaskóla. Hún stóðst öll próf sl vor og tekur þátt í uppákomum skólamiðstöðvarinnar. Framan af var honum óörugg og oft hranaleg en hefur tekið jákvæðum breytingum


G 50 Fatima Abdullah Al Kabas- Ragnheiður Jónsdóttir/
Umsögn:
Fatima er 17 ára og er í tæknideild ríkisskóla í hverfinu sínu. Hún sækir ensku og tölvutíma í stöðinni. Hún er hljóðlát og kurteis í hvívetna.

G 51 Azhar Abdulmalik Al Badani – Helga Sverrisdóttir

Umsögn:
Azhar er 17 ára og er í næst síðasta bekk í grunnskóla. Henni gengur vel og hefur einstaklega gaman að því að taka þátt í félagsstörfum. Hún er afar sjálfstæð stúlka

G 52 Safwa Sadek Al Namoas- Hildur Guðmundsdóttir

Umsögn :
Safwa er 18 ára og kemur alltaf í stöðina. Safwa er í síðasta bekk grunnskóla. Hún hefur náð afburða góðum námsárangri og er bæði geðug stúlka og hjálpfús. Hún mun trúlega gifta sig að loknu þessu skólaári.

G 53 Fatema Samer Al Radee- Guðrún Davíðsdóttir

Umsögn:
Fatima er 17 ára og í 10. bekk. Hún er einstaklega blíðlynd og geðug stúlka. Hún kemur ekki eins reglulega og fyrr í stöðina vegna þess að foreldrar hennar fluttu. Hún hefur fengið allan búnað, flíkur og skólabúning og er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn. Ekki ljóst hvort hún muni halda áfram.

G 54 Reem Farouq Al Shargabi- Margrét Blöndal

Umsögn:
Reem er 14 ára og er í sjöunda bekk. Hún er ákveðin, hress og mikill spaugari. Hún stendur sig vel og er ákaflega félagslynd. Hún hefur lag á að hvetja alla í kringum sig. Hún er í stúlknafótbolaliði skólamiðstöðvarinnar og hefur fengið ýmsar stúlknanna til að taka þátt í því. Sannur gleðigjafi.

G 59 Sumyah Galeb- Stella Stefánsdóttir

Umsögn:
Sumyah er 16 ára og er í sjöunda bekk. Fjölskylda hennar flytur í vor í þorp langt frá Sanaa svo hún verður ekki í hópi þeirra sem sækja miðstöðina næsta ár. Hún er dugnaðarstúlka

G 60 Aysha Abdulkareem Al Ansee- Þorgerður Arnardóttir/Herdís Kristjánsdóttir

Umsögn:

Aysha er 12 ára og er nú í 5.bekk. Hún nær alltaf öllum prófum og sækir miðstöðina. Hún er hlédræg og prúð stúlka sem öllum er vel við

G 64 Samar Yeheia Hasan Al Hymee- Svava Pétursdóttir/Gunnar Halldór Gunnarsson

Umsögn: Samarer 18 ára og er í fyrri bekk menntaskóla. Er dugleg stúlka, leggur hart að sér en hefur ekki komið nægilega reglubundið af því hún á heima langt í burtu. Ákveðið hefur verið að greiða fyrir því að hún sæki stöðina að staðaldri til vors en hún hefur nú trúlofað sig og giftir sig sennilega á næsta ári.

G 65 Intedar Hameed Al Harbe- Hanna Dóra Þórisdóttir/Gunnar Gunnarsson

Umsögn:
Faðir hennar vinnur sem bílstjóri. Hún kemur reglulega þótt um langan veg sé að vera. Hún stendur sig prýðilega og fær enda hvatningu og örvun. Örbirgð heimilisins er mjög mikil og fjölskyldan hefur verið studd með matargjöfum. Intedar er fædd árið 1994. Hún er nú í 11.bekk.

G 68 Toryah Yehia Aoud Aoud- Kristín Einarsdóttir

Umsögn:
Toryah er 11 ára. Hún féll sl vor og tekur bekkinn upp aftur núna. Hún sækir miðstöðina að staðaldri til að fá aðstoð. Hún er í bekk 4. Hún þarf að hjálpa móður sinni við ræstingar á hverjum degi.

G 69 Weijdan Mohamed Abdo Al Sabibi- Þorsteinn Gíslason

Umsögn;
Wajdan er 7 ára og er í 2.bekk. Hún sækir skólamiðstöðina að staðaldri. Hún er iðin og samviskusöm. Hún hefur verið metin með meðalgreind.

G 70 Ayah Mohamed Abdo Al Sabibi- Þorsteinn Gíslason

Umsögn:
Ayah er 8 ára og í bekk 3. Hún er dugleg stúlka og áhugasöm og sækir tíma vel. Hún og G69 eru systur

G 71 Hanadi Abdulmalek Al Ansee- Ingvar Teitsson

Umsögn:
Hanadi er 13 ára. Hún féll á prófi síðasta vor og tekur 7 bekk því aftur. Hún hefur þurft að sjá um systkini sín meðan móðir hennar vinnur en reynir eftir föngum að sækja skólann og koma í miðstöðina. Hún er áhugasöm en á erfitt með sumar greinar.

G 75 Shymaa Ali Mohamed Al Shmeree- Anna Margrét Björnsdóttir/

Umsögn:
Shymaa er 14 ára og er í áttunda bekk. Hún er skarpur námsmaður og mjög áhugasöm. Alltaf náð prófi. Tekur þátt í félagsstarfi og er vel liðin.

G 76 Najeeba Ali Abdo Al Jabal- Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir

Umsögn: Najeeba er 18 ára og er í níunda bekk. Hún sækir vel miðstöðina. Hún fæst við að skrifa ljóð og hefur gaman að því að teikna. Hún er hjálpfús og glaðlynd.

G 77 Entesar Yheia Awoud Al Radee- Vilborg Sigurðardóttir/Vikar Pétursson

Umsögn:

Entesar er 15 ára gömul og er í níunda bekk. Hún er afburða námsmaður. Hún kemur að staðaldri og er einkar þægileg og kurteis stúlka sem vill alltaf leggja öðrum lið.

G 79 Garam Abdullah Al Sharabi- Björg Bjarnadóttir/Víðir Benediktsson/Herdís Kristjánsdóttir

Umsögn:
Garam er 15 ára gömul og er í níunda bekk. Hún hefur alltaf náð prófi milli bekkja og hefur mikinn metnað. Fjölskylduaðstæður hennar eru erfiðar. Hún hefur mjög viðfelldna framkomu og er glaðlynd og hjálpsöm við yngri krakkana



G 80 Bagdad Hussan Al Shameeri- Sigrún Einarsdóttir

Umsögn:

Bagdad er 12 ára og er í 6.bekk. Hún er ný í hópnum.Hún þarf mikla aðstoð og gerir sér grein fyrir því Á tímabili kom hún ekki reglubundið svo talað var við föður hennar. Eftir það hefur mæting batnað. Hún á sjö systkini og faðir hennar vinnur á þvottastöð.

G 81 Hekmat Amin Al Kamel- Kristín Ásgeirsdóttir Johansen

Umsögn:
Hekmat er 12 ára og er mikil námsmanneskja, auk þess að vera iðin og samviskusöm. Aldrei fallið milli bekkja. Hún kemur alltaf í stöðina og allt gott um hana að segja. Hún er nú í sjöunda bekk.

G 82 Hyefa Foud Al Radee- Katrín Björgvinsdóttir

Umsögn:
Hyefa er tólf ára og er í fjórða bekk. Hún er ný í hópnum. Hyefa á tvo bræður. Móðir hennar vinnur á sjúkrahúsi en ekki er tilgreint hvernig staða föður er. Hyefa var lukkuleg að fá stuðning og vill standa sig með sóma.

G 83 Kareema Abdullah Al Shargabi- Jónína Dagný Hilmarsdóttir

Umsögn:
Kareema er ný í hópnum. Hún er 12 ára og er í fimmta bekk. Hún á sex systkini. Faðir hennar er kominn á eftirlaun sem eru afar lág í Jemen og mikil fátækt á heimilinu. Kareema er dálítið á eftir þar sem hún fékk ekki stuðning fyrr en sl haust. Hún hefur sluksað dálítið að sækja miðstöðina en talað hefur verið við móður hennar um það og síðan hefur hún verið duglegri að mæta og virðist eiga gott með að læra.

Fréttabréf og fundur
Dóminik ritstjóri fréttabréfsins okkar og liðsmenn hennar eru að leggja síðustu hönd á fréttabréfið sem verður að venju með mögu fýsilegu efni og verður sent til félagsmanna á næstunni.

Vinsamlegast látið vita ef þið hafið skipt um heimilisfang.

Vona einnig að félagar sem hafa veitt góða aðstoð við að dreifa fréttabréfinu verði til í tuskið núna líka. Það sparar burðargjöld

Vil einnig hvetja fólk til að gera upp félagsgjaldið sem er 3 þúsund kr. Númerið er á síðunni undir hlekknum Hentug reikningsnúmer.

Janúarfundur verður í mánaðarlok og nánar auglýstur strax eftir helgina.
Bless í bili

Monday, January 10, 2011

Umsagnir um fyrsta hóp Jemenstúlknanna-- vegabréf og fleira góðmeti


Vegabrét Íranfara eru komin! Þau verða afhent ásamt með miðum og öðrum ferðagögnum á fundinum á sunnudag. Bið fólk lengstra orða að mæta á fundinn stundvíslega og allir hafa fengið fundarboð. Gjöra svo vel og staðfesta sig.

Uzbekistan- seinni ferð
Þar sem seinni Uzbekistanferð er nú fullskipuð verður fundur með þeim að Íranfundi loknum. Hef einnig sent þeim fundarboð og þeir fá þar greiðsluáætlun, áætlun að mestu fullbúna.

Palestína?
Hef fengið fyrirspurnir um aðra Palestínuferð. Ef menn hópa sig saman snarlega kemur það áægtlega til greina og yrði þá á svipuðum tíma og síðast það er í nóvember 2011.
Láta vita um það.


Hér eru umsagnir um fyrsta Jemenstúlknahópinn okkar.

Ath að ég hef orðið að breyta eða færa til stuðningsmenn nokkurra stúlkna þar sem Nouria Nagi hækkaði fyrirvaralaust gjaldið með þeim og aukin heldur varð ég að senda greiðslu með öllum börnunum, einnig fyrir þau börn sem ekki hefur verið greitt fyrir nema að hluta.

Vona að allir taki því vel og vinsamlega. Fyrir mestu er að 126 börn njóta stuðnings til skólagöngu þetta árið.

G 3 Saadah Abdallah Ali Hussein Al Remee- Lára júlíusd/Þorsteinn Haraldsson

Umsögn: Saadah er 12 ára og í 5. bekk en hefur einu sinni fallið milli bekkja. Hún sýnir vilja til að standa sig vel og sækir miðstöðina reglubundið. Hún á ekki auðvelt með nám og þarf sérstaka hvatningu.

G 4 Tahanee Abdallah Ali Hussein Al Remee- Jóna Björnsd/ Hermann Óskarsson

Umsögn: Thanee er 11 ára og systir G 3. Hún stendur sig vel í námi og er í 5.bekk því hún hefur alltaf náð milli bekkja. Heimavinna hennar er til fyrirmyndar

G5 Khload Mohamed Ali Al Remee- Hulda Hákonar
Umsögn: Khload er 11 ára. Hún kemur alltaf í miðstöðina. Hún er metin með meðalgreind. Hún sýnir iðni og vinnur prýðilega.

G6 Abeer Abdo Al Zabibi- Ólöf Arngrímsdóttir
Umsögn: Abeer er 15 ára og stóðst öll próf sl vor. Hún er metin með meðalgreind. Hún sækir miðstöðina á þeim dögum sem hún á að koma og það hefur vart brugðist frá því hún hitti stuðningsmann sinn í eigin persónu. Hún er kurteis og glaðlynd stúlka

G 7 Bahayeer Nabil Abbas – Vaka Haraldsóttir

Umsögn: Bushayeer er 13 ára og er í 6.bekk. Hún býr langt frá stöðinni en kemur engu að síður. Hún átti í erfiðleikum í nokkrum fögum en hefur lagt sig fram og árangur hennar hefur batnað stórlega

G 10 Uesra Mohamed Saleh Hussein Al Remee- Ingunn Svavarsd/Sigurður Halldórsson
Umsögn: Uesra er 13 ára. Hún er í fimmta bekk og hún nær alltaf öllum prófum vegna þess að hún er samviskusöm og á auðvelt með að læra. Hún er félagslynd og afar vinsæl.

G9 Takeyah Mohamed Ahmad Al Matari- Dominik Pledel Jónsson

Umsögn:
Takeyah er 11 ára. Hún sækir miðstöðina þá daga sem hún á að mæta. Hún er tápmikil stúlka sem býr við erfiðar fjölskylduaðstæður en lætur það ekki slá sig út af laginu og er ágætis nemandi. Hún er í 6.bekk.


G 11 Hind Abdo Yahya Bo Belah- Guðrún Ólafsd/ Herdís Kristjánsdóttir

Umsögn:
Hind er 14 ára. Hún hefur komið til að sækja skólabúning og EID flíkur en hefur ekki mætt eins reglulega þar sem miklir erfiðleikar eru á heimilinu. Faðir hennar hefur átt í veikindum. Reynt er að veita henni uppörvun og aðstoð eftir föngum. Hún náði prófi upp í 7. bekk sl. vor

G12Bushra Ali Ahmad Hussein Al Remee- Katrín Ævarsdóttir

Umsögn:Busra er 12 ára. Móðir hennar lést úr krabbameini s.l ár og hún annaðist systkini sín í veikindum móðurinnar og átti erfitt og á það enn.Faðir hennar giftist aftur og nú búa Bushra og systkini hennar hjá móðursystur sinni. Busra er seigur námsmaður en hefur ekki sótt miðstöðina reglulega í vetur. Vonandi stendur það til bóta. Hún er í 7.bekk.

G 13 Nusaiba Jamil Sharaf Al Salwee Þorgerður Sigurjónsdóttir

Umsögn: Nusaiba er 16 ára og er í síðasta bekk grunnskóla Hún er traustur og pottþéttur nemandi, vinnur vel og er áfram um að standa sig vel.

G 15 Fatten Abdo Yahya Bo Belah- Guðrún Halla Guðmundsdóttir

Umsögn: Fatten er 18 ára og í 9.bekk. Hún er trúlofuð og vill gifta sig á næsta ári. Við höfum hvatt hana til að ljúka 9.bekk. Fatten er geðug, áhugasöm og hefur góð áhrif á fólk í kringum sig.

G 17 Ahlam Abdul Hamid Al Dhabibi – Ingveldur Jóhannesdóttir

Umsögn: Ahlam er 15 ára og leggur sig alla fram. Hún er í 7.bekk sem verður að teljast mjög góð frammistaða því hún þarf að hafa töluvert meira fyrir námi en margir. Hún hefur upp á síðkastið lagt æ meiri rækt við að teikna og mála og góður árangur í því hefur veitt henni aukið sjálfstraust.

G 19 Sara Mohamed Saleh Hussein Al Remee- Sigríður G. Einarsdóttir

Umsögn: Sara er 13 ára. Hún hefur alltaf náð prófum milli bekkja og vinnur vel. Hún er góðviljuð og glaðlynd og tekur þátt í félagsstarfi

G20 Shemah Abdul Hakim Abdul Baqi Al Joneed- Guðmundur Sverrisson

Umsögn: Shemah er 13 ára og er komin í 9. Bekk. Hún er góður nemandi og hefur mörg áhugamál. Nú hefur hún fengið áhuga á teiknun og málun og nokkrar myndir hennar hafa selst í miðstöðinni. Hún sækir um þessar mundir námskeið í ensku

G 21 Hyefa Salmane Hasan Al Sharifi- Borghildur Ingvarsdóttir

Umsögn:Hyefa er 14 ára. Hún hefur nú nám í 9 bekk. Fjölskyldan býr nokkuð langt frá miðstöðinni svo hún kemur ekki reglulega. Hún sækir skóla sinn og gengur prýðilega

G 22 Rawia Ali Hamod Al Jobi – Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson

Umsögn: Rawia er 12 ára. Hún er í 7.bekk og stendur sig mjög vel. Hún er ekki fyrirferðarmikil en alltaf liggur vel á henni. Miðar vel

G23 Hayat Mohamed Ahmad Al Matari- Kolbrún Eydís Ottósdóttir

Umsögn: Hayat er 15 ára. Hún er í 9 bekk. Hún hefur alltaf staðist próf milli bekkja, er ötul og samviskusöm. Fjölskylda hennar býr nokkuð langt frá miðstöðinni og því kemur hún ekki reglulega. Hún sinnir heimanámi sínu engu að síður afar vel.

G 24 Safa Jamil Sharaf Al Salwee- Ragnheiður Hrafnkelsdóttir

Umsögn: Safa er 16 ára og er í 9.bekk. Hún tilkynnti sig seint sl haust í miðstöðina og var hrædd um að hún hefði þar af leiðandi misst af stuðningi. Gladdiast að svo var ekki. Erfiðleikar á heimilinu vegna veikinda móður hennar og Safa verður að taka á sig meira enAh

G 25 Rasha Abdo Hizam Al Qodsi – Hulda Waddell/Örn Valsson

Umsögn: Rasha er 14 ára og hóf nám í 9 bakk í haust. Hún hefur alltaf náð milli bekkja, stendur sig vel. Hefur góða framkomu.

G 26 Leeqa Yassen Mohamed Al Shybani- Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson

Umsögn: Leqqa er 9 ára og indælt barn. Hún er áhugasöm og vill standa sig vel. Hún er í 4 bekk og allt gott um hana að segja

G 27 Leebia Mohmaed Al Hamery- Svanhildur Pálsdóttir

Umsögn: Leebia er 17 ára og komst í 9 bekk sl haust. Hún er hljóðlát og blandar ekki mikið geði við hin börnin. Hún hefur alltaf staðið sig vel og er góður námsmaður.

G 29 Nassim Abdul Hakim Baqi Al Joneed –Jóhanna Kristjónsdóttir

Umsögn: Nassim er skarpur nemandi, samviskusöm í verkum sínum og mjög hugsandi. Hún hefur tekið þátt í tölvunámskeiði og valdi sér að skrifa um gattneyslu Jemena. Hún er nú á enskunámskeiði. Hún hefur upp á síðkastið sótt teiknitíma og virðist liðtæk í því. Hún er nú í 11.bekk

G 30 Hayfa Ali Awad Al Radi- Guðrún Sverrisdóttir

Umsögn: Er góður og hugmyndaríkur nemandi. Jákvæð stúlka og keppist við. Hún er öll af vilja gerð að hjálpa þeim sem virðast eiga í erfiðleikum.

G 31 Reem Abdo Ahmed Al Kshani- Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson

Umsögn: Reem er 11 ára. Hún er félagslynd og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Gaðlynd og hjálpfús og dugnaðarnemandi.

G 32 Hanan Mohamed Ahmad Al Matari- Jóna Einarsdóttir/Jón Helgi Hálfdanarson

Umsögn: Hanan er 18 ára. Þegar hún hóf að koma í miðstöðina var hún feimin og hlédræg en hefur smátt og smátt breyst í glaðsinna og brosmilda stúlku. Hún hefur forystuhæfileika. Hún er nú í seinni bekk menntaskólans og hefur alltaf gengið vel í námi

G 33 Ola Mohamed Abdulaleem Ghalev- Ásdís Ámundadóttir

Umsögn: Ola er 10 ára. Hún þarf töluverðan stuðning við heimanám en er mjög samviskusöm og viljug. Hún er nú í 4.bekk.

G 34 Ghadah Mohamed Ali Nser- Þóra Jónasdóttir

Umsögn:Ghadah er 19 ára og verður að taka 11.bekk aftur í vetur. Hún er prýðisstúlka og þau ár sem hún hefur notið stuðnings hefur sjálfstraust hennar eflst. Hún tekur þátt í félagsstarfi og er sérlega geðþekk og hjálpsöm stúlka. Ghada vill ná árangri og mun væntanlega takast það.

G 35 Susan Mohamed Saleh Al Hamley – Ingibjörg Hulda Yngvadóttir

Umsögn: Susan er 17 ára og er í síðasta bekk grunnskóla. Hún er góður námsmaður. Susan er prúð og hefur fallega framkomu. Hún tekur þátt í félagsstarfi

G36 Sara Thabet Al Ryashi- Eva Júlíusdóttir

Umsögn: Sara er 18 ára og er í 6.bekk. Hún sækir miðstöðina reglulega og leggur hart að sér. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara en er alltaf fús að leggja öðrum lið. Framfarir hennar eru eðlilegar.

Hef fengið fyrirspurnir frá stuðningsmönnum sem sjá ekki sín börn. Tók fram að ég yrði að gera þetta í skömmtun. Allir strákarnir eru komnir inn- sjá pistil fyrir neðan- og þetta eru stelpurnar með lægstu númerin.

Býst við að geta sett næstu 30 stúlkur inn á síðu fyrir helgi

Friday, January 7, 2011

Umsagnir um Jemendrengi og Hanak al Matari



Hanak al Matari

Í skólagarðinum. Mynd JK

Umsagnir voru nýlega sendar til mín um framgöngu allra barnanna sem við styrkjum í Jemen. Einnig um Hanak, stúlkuna okkar í háskólanum sem leggur stund á hagfræði og stjórnmálavísindi og stefnir síðar að því að verða að minnsta kosti sendiherra.

Einnig fengum við 7 nýja drengi þar sem sjö aðrir höfðu hætt. Þeir eru merktir sérstaklega hér á eftir því þeir eru með sömu númer og hinir fyrri og ég leyfði mér að setja þá á sömu stuðningsmenn.

Það er töluvert maus að birta þetta allt því ég þurfti einnig að senda fyrirspurnir um suma krakkana sem mér fannst ófullnægjandi umsagnir um. Þetta er nú allt komið en hér eru aðeins strákarnir og Hanak og ég reyni að setja fyrsta skammt af stúlkunum inn upp úr helginni.
Það skal tekið fram vegna fyrirspurna að börn í Jemen hafa yfirleitt enga hugmynd um afmælisdag sinn. Ekki svo grannt gengið á eftir þessu að skrifa fæðingarvottorð þar en yfirleitt hafa foreldrar fæðingarárið á hreinu. Ykkur kann að finnast þetta ankannarlegt; svona er þetta bara þarna og afskaplega lítið sem ég get gert í því.

Fyrst Hanak Stuðningsmenn hennar eru: Kristín Einarsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Albert Imsland, Axel Guðnason og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
Vitnisburður hennar s.l. vor(annað ár:
Production 65%
General knowledge 94%
Human Rights 84%
Business Studies 72%
Marketing 91%
Bookkeeping 76%
Auk þess:
Mathematics Mjög góð
Social science Mjög góð
Islamic studies Mjög góð
Enska Góð
Economics Framúrskarandi
Arabic Mjög góð
Political science Góð


Drengir:
B-2 Adel Radwan-Sigþrúður Guðmundsdóttir

Umsögn: Adel er 16 ára. Hann hefur glímt við erfið veikindi (krabbamein) og þurfti að fara í nokkrar meðferðir. Fatimusjóður hefur stutt fjölskyldu hans til lyfjakaupa. Hann er í 7.bekk og hefur þurft margs konar stuðnings við námið því hann hefur misst oft úr. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju og stundar námið vel. Hann er einkennalaus nú og sækist námið vel. Hann er metinn yfir meðallagi í námshæfileikum.

B-3 Rabee Abdullah Al Sharabi- Högni Eyjólfsson

Umsögn: Rabee er námsmaður í meðallagi. Hann er mjög iðinn og samviskusamur, glaðlyndur og vinsæll. Hann er í 5.bekk og hefur alltaf náð prófi milli bekkja.

B-4 Maher Saleh Mussein Al Remee- Birna Sveinsdóttir

Umsögn: Maher er 12 ára. Hann kemur reglulega í skólamiðstöðina. Hann á erfitt með ýmsar greinar og náði ekki prófi sl. vor og tekur því 5.bekk aftur í vetur. Faðir hans er látinn og hann hefur þurft að styðja fjölskyldu sína. Hann fær hvatningu enda vill hann ná árangri.

B-9 Amjad Sadeq Al Al Namosse- Sif Arnarsdóttir

Umsögn: Amjad er 10 ára. Hann féll milli bekkja og tekur 3.bekk aftur í vetur. Móðir hans var kölluð í miðstöðina og hún sagði að honum liði illa í skólanum því kennarinn berði hann. Ef hún fær ekki viðunandi svör hjá skólanum mun YERO reyna að leysa málið fyrir hann því hann hefur góða námshæfileika.

B-10 Mohamed Jamel Al Selwee- Eyþór Björnsson

Umsögn: Mohamed er 13 ára og hefur sótt miðstöðina frá því hann var 7 ára. Hann mætir vel en þarf að hafa fyrir náminu. Vegna þess hve hann er samviskusamur náði hann prófi sl. vor og er nú í 6 bekk.

B 15 Raad Kamal Al Znome- Jón Tryggvi Héðinsson

Umsögn: Raad er 9 ára. Hann byrjaði að koma í miðstöðina, smábarn og hefur sótt í hana. Hann er elskulegur drengur, kurteis og lætur ekki mikið fyrir sér fara. Hann er í 2.bekk.

B 17 Wadde Abdullah Al Sharabi- Guðmundur Pétursson

Umsögn: Wadee er 18 ára. Hann kemur ekki reglulega þar sem hann fer að hjálpa föður sínum eftir skóla. Hann hefur fengið skólabúning og föt vegna EID og hann hefur aldrei fallið á prófum, hefur það verið látið óátalið. Hann er mikill námsmaður og er í siðari bekk menntaskólans.

B-18 Jamal Al Hamid Al Shamree- Helga Kristjánsdóttir

Umsögn: Jamal er 11 ára. Hann er vel gefinn drengur. Fjölskylda hans hefur flutt og býr alllangt frá miðstöðinni en hann kemur eins oft og hann getur. Honum hefur farið fram í námi og er í 4. bekk eftir að hafa fallið einu sinni milli bekkja.

B-28 Amar Thabet Al Ryashi- Óskar Helgi Jóhannsson
Umsögn:
Amar er 18 ára. Hann er góður drengur, námsgeta rétt undir meðallagi og hann þarf mikla aðstoð. Hann kemur á hverjum degi í miðstöðina til að fá aðstoð við heimanám og sýnir mikinn dugnað.

B- 35 Mohamed Hussan Al Shameri- Ásdís Stefánsdóttir
Umsögn:
Mohamed er 10 ára. Hann er indæll drengur, vinalegur og kurteis. Hann sleppir aldrei tímum í miðtöðinni og er nú í 3.bekk.

B-37 Yaser Yheia Oud Al Radi- stuðningsmaður NN
Umsögn:
Yaser er 13 ára. Hann náði ekki prófi sl vor og fer aftur í sama bekk. Hann á erfitt með að halda einbeingu og hefur fengið sérstaka stuðningskennslu. Hann er jákvæður og kurteis. Hann er í 4.bekk í vetur

B 40 Ahmed Abldelmalek Al Ansee- Ingvar Teitsson
Umsögn:
Ahmed er 13 ára. Hann sækir miðstöðina reglulega. Honum mistókst á prófum sl. vor og tekur bekkinn upp aftur í vetur. Hann þarf að fara um langa vegu í skólann og einnig hefur hann þurft að hjálpa föður sínum. Hann vill gera vel og er viðfelldinn drengur

B 44 Mohamed Nagi Obad-Edda Ragnardóttir
Umsögn:
Mohamed er 13 ára. Hann náði prófi sl. vor. Hann skrópaði oft í tímum í miðstöðinni og fékk áminningu. Eftir það fór hann að koma reglulega og hann hefur alltaf náð prófum milli bekkja svo hann vinnur sýnilega vel.

B 48 Ali Mohammed Ali Nasser(nýr)- Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson.
Umsögn:
Ali er 6 ára og er í 1.bekk. Hann er áhugasamur og efnilegur og sækist eftir að koma í miðstöðina.

B 54 Amr Khaled Ahmad Al Radi(nýr) - Anna Stefánsdóttir
Umsögn:
Amr er 8 ára og kemur reglulega í skólamiðstöðina. Hann er í 3.bekk. Faðir hans vinnur sem bílstjóri en þarf einnig að sjá fyrir öðrum í fjölskyldunni svo sem títt er í Jemen og lítil efni á heimilinu.

B 56 Majed Abdul Rahman Al Oluwwfee- Guðrún C. Emilsdóttir.
Umsögn:
Majed er 11 ára. Hann er aftur í 4.bekk því hann féll sl.vor. Móðir hans veiktist af magakrabbameini. Útlit er fyrir að hún nái sér. Á meðan móðirin var veik þurfti Majed að sinna systkinum sínum. Hann stundar nú námið af kappi.

B 58 Mohamed Abdulrahman Al Oluwfee- Sigurpáll Jónsson.
Umsögn: Mohamed er 10 ára. Hann náði milli bekkja sl. vor og er nú í 3. bekk. Hann var nokkuð seinn til en stendur sig æ betur. Hann og B 56 eru bræður

B 60 Amjaed Derhem Al Solwi- Kristín Daníelsd/Valur Guðmundsson
Umsögn:
Amjaed er 16 ára. Hann féll milli bekkja sl. vor og er því að taka 8.bekk aftur. Hann hefur lokið tölunámskeiði með mikilli prýði. Hann þarf oft að aðstoða fjölskyldu sína en virðist staðráðinn í að standa sig og sjálfsagt að hann fái tækifæri.

B 61 Abduealah Noman Al Wadi- Halldóra Ásgeirsdóttir
Umsögn:
Hann er 10 ára og er í 4.bekk. Duglegur námsmaður en kemur ekki oft í miðstöðina. Hann hefur fengið viðvörun vegna þessa. Hefur hins vegar alltaf flogið milli bekkja fram að þessu.

B 62 Ameer Faroque Al Sharabi(nýr)- Ólafur B. Davíðsson og fjölskylda

Umsögn: Amir er 9 ára og er í 3.bekk. Hann á sex sytkini og systur hans njóta stuðnings Íslendinga. Faðir hans er látinn og móðirin er fyrirvinna heimilisins. Börnin hjálpa öll til með bílaþvotti og götusölu.

B 90 Nowaf Mohamed Al Hamly (nýr)- Hjallastefnan

Umsögn: Nowaf er 7 ára og er í 1.bekk. Hann á efllu systkini. Tvær systur hans eru styrktar af okkar fólki. Faðir hans vinnur við prentverk en hefur lág laun og mjög erfitt ástand á heimilinu. Öll börnin eru til fyrirmyndar.

B 99 Ishaque Obeid Mohamed Al Wusabi(nýr)- Birna Sveinsdóttir.
Umsögn:
Ishaque er 13 ára gamall og er í 4.bekk. Hann er meðalnemandi og kappsamur. Hann á 3 systkini. Fjölskyldan býr við mikla fátækt þar sem faðirinn er hættur að vinna og hefur lágan lífeyri

B 104 Abdulkareem Mohamed Al Matri- Stanley Pálsson
Umsögn: Abdulkareem er 17 ára. Hann náði upp í menntaskóla sl. vor og sækir skólamiðstöðina reglulega. Hann er í fótboltaliði stöðvarinnar. Hann er mjög góður nemandi og vel gerður piltur

B 105 Abdulelah Sameer Al Radee- Margrét Tryggvadóttir
Umsögn:
Abdulkareem er 18 ára og hefur fengið viðvörun því hann sækir miðstöðina ekki sem skyldi. Honum gengur að læra og er í síðasta bekk grunnskóla.

B 106 Abdullah Mohamed Al Karmani(nýr)- Sigríður Halldórsdóttir
Umsögn:
Abdullah á tíu systkini. Hann er tíu ára og er í fjórða bekk. Iðjusamur og vinnur vel og sækir miðstöðina reglulega.

B 107 Majed Yihay Galeb Al Mansoor- Ólafur B. Davíðsson og fjölskylda
Umsögn:
Majed er 17 ára og náði prófi upp í sjöunda bekk. Hann kemur reglulega í stöðina og er nú á námskeiði í tölvu og ensku. Hann hefur áhuga á fótbolta og er í liði miðstöðvarinnar. Hann er vingjarnlegur og hjálpfús.

B 108 Badre Yihay Hussin Al Matri- Þóra Kristjánsd/Sveinn Einarsson
Umsögn:
Badre er 18 ára og komst upp í menntaskóla sl vor. Hann lauk tölvunámskeiði nýlega. Hann gekkst undir aðgerð sl. vetur vegna kýlis á auga. Það var greitt úr Fatimusjóði. Hann er úrvaldsdrengur og hefur stofnað hljómsveit og hefur góða rödd. Hann hefur sjálfstraust og stendur sig með prýði.

B-109 Fouad Nagi Hussan Al Salmme- Sesslja Bjarnad/Ríkharð Brynjólfsson.
Umsögn:
Fouad er 16 ára og hóf nám í menntaskóla nú í haust. Hann er samviskusamur og skipulagður nemandi og einstaklega hjálpfús og jákvæður piltur.

B 110 Munir Ahmed Abdulraman Al Salayghi(nýr)- Sigríður Lister
Umsögn:
Munir er 16 ára og er í síðasta bekk í grunnskóla. Hann átti við veikindi að stríða sl. vetur en er frískur núna. Hann hefur lokið tölvunámskeiði og er í fórboltaliði stöðvarinnar. Hann á 4 systkini og vegna örbirgðar fær fjölskyldan matargjafir og greidd lyf þegar þörf er á því.

B 111 Ali Najeb Labib Al Ademe- Eva Yngvadóttir/Sigurjón Sigurjónsson
Umsögn:
Ali er 17 ára og góður nemandi. Hann er í síðasta bekk grunnskóla núna og lauk einnig tölvunámskeiði. Hann langar að fara í iðnskóla næsta ár

B 112 Ibrahim Ahmed Qarase- Kristján Arnarsson/Áslaug Pálsd
Umsögn:
Ibrahim er 17 ára og góður nemandi þó hann hafi fallið sl. vor. Faðir hans er látinn og því þurfti Ibrahim að hjálpa móður sinni að vinna fyrir fjölskyldunni. Hann er að taka 10.bekk aftur núna. Hann er góður í raungreinum, hjálpfús og félagslyndur

B 113 Baheer Nabil Ahmed- Sesselja Bjarnad/Rikharð Brynjólfsson
Umsögn:
Basheer er 12 ára og er í 7. bekk. Hann er góður í stærðfræði, stundvís og samviskusamur og leggur sig fram í því sem hann tekur sér fyrir hdnur

B 115 Nasr Gihad Mohamed Al Hamad - Bára Hjaltadóttir/Magnús Arngrímsson
Umsögn:
Nasr er 13 ára og í 6.bekk. Honum sækist nám vel, kemur reglulega í miðstöðina og hefur gaman af því að taka þátt í félagsstarfi. Hann er ákaflega handlaginn og hjálpfús.

B 116 Iuman Yassen Mohamed Al Shebani- Margrét H. Auðardóttir
Umsögn:
Iuman er 13 ára og komst léttilega milli bekkja sl. vor og er nú í 6. bekk. Hann tekur þátt í félagsstarfi og er hugmyndaríkur drengur sem er fljótur að eignast félaga

B 117 Jamal Sadique Mohamed Al Sharabei - Æsa G. Bjarnad/Sverrir Jakobsson
Umsögn:
Jamal er 8 ára og er í 3.bekk. Hann kemur alltaf í miðstöðina til heimanáms og er samviskusamur og vandaður í vinnubrögðum, miðað við hvað hann er ungur. Hann hefur verið metinn yfir meðalgreind.

B 120 Adnan Ahmed Saleh Al Hombose- Pétur Jósefsson
Umsögn:
Adnan er 17 ára og hóf nám í menntaskóla nú í haust. Hann hefur einnig sótt tölvunámskeið og er í fórboltaliði stöðvarinnar. Hann er kurteis og mjög metnaðargjarn og langar að komast áfram í lífinu.

Vona sem sagt að ég geti svo sett inn fyrsta stelpnahópinn eftir helgi.

Aðrir fróðleiksmolar
Eþíópiuhugmynd hefur fengið mjög góðar undirtektir og skulu menn endilega hafa samband þótt allt sé það í lausu lofti enn.

Benda skal á að 2 sæti eru laus í seinni Uzbekistanferð haustið 2011 og þar þarf að greiða staðfestingargjald.

Myndakvöld Palestínuhóps hefur verið ákveðið og boðum komið til allra. Vona að þeir svari sem hafa ekki látið vita.

Loks má svo nefna að ég vænti þess að geta látið Íranfara vita fljótlega eftir helgi um vegabréf og fund.

Þá vil ég nefna að nú hafa allir Íranfarar gert upp skv. greiðsluplani svo og páskafarar til Uzbekistan.
Á eftir að fá upplýsingar um viðbótargreiðslu í þeirri ferð fyrir þá sem eru með eins manns herbergi í Frankfurt. Að öðru leyti hafa báðar ferðir verið gerðar upp af minni hálfu.

Bless í bili.