
Hanak al Matari

Í skólagarðinum. Mynd JK
Umsagnir voru nýlega sendar til mín um framgöngu allra barnanna sem við styrkjum í Jemen. Einnig um Hanak, stúlkuna okkar í háskólanum sem leggur stund á hagfræði og stjórnmálavísindi og stefnir síðar að því að verða að minnsta kosti sendiherra.
Einnig fengum við 7 nýja drengi þar sem sjö aðrir höfðu hætt. Þeir eru merktir sérstaklega hér á eftir því þeir eru með sömu númer og hinir fyrri og ég leyfði mér að setja þá á sömu stuðningsmenn.
Það er töluvert maus að birta þetta allt því ég þurfti einnig að senda fyrirspurnir um suma krakkana sem mér fannst ófullnægjandi umsagnir um. Þetta er nú allt komið en hér eru aðeins strákarnir og Hanak og ég reyni að setja fyrsta skammt af stúlkunum inn upp úr helginni.
Það skal tekið fram vegna fyrirspurna að börn í Jemen hafa yfirleitt enga hugmynd um afmælisdag sinn. Ekki svo grannt gengið á eftir þessu að skrifa fæðingarvottorð þar en yfirleitt hafa foreldrar fæðingarárið á hreinu. Ykkur kann að finnast þetta ankannarlegt; svona er þetta bara þarna og afskaplega lítið sem ég get gert í því.
Fyrst Hanak Stuðningsmenn hennar eru: Kristín Einarsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Albert Imsland, Axel Guðnason og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
Vitnisburður hennar s.l. vor(annað ár:
Production 65%
General knowledge 94%
Human Rights 84%
Business Studies 72%
Marketing 91%
Bookkeeping 76%
Auk þess:
Mathematics Mjög góð
Social science Mjög góð
Islamic studies Mjög góð
Enska Góð
Economics Framúrskarandi
Arabic Mjög góð
Political science Góð
Drengir:
B-2 Adel Radwan-Sigþrúður Guðmundsdóttir Umsögn: Adel er 16 ára. Hann hefur glímt við erfið veikindi (krabbamein) og þurfti að fara í nokkrar meðferðir. Fatimusjóður hefur stutt fjölskyldu hans til lyfjakaupa. Hann er í 7.bekk og hefur þurft margs konar stuðnings við námið því hann hefur misst oft úr. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju og stundar námið vel. Hann er einkennalaus nú og sækist námið vel. Hann er metinn yfir meðallagi í námshæfileikum.
B-3 Rabee Abdullah Al Sharabi- Högni EyjólfssonUmsögn: Rabee er námsmaður í meðallagi. Hann er mjög iðinn og samviskusamur, glaðlyndur og vinsæll. Hann er í 5.bekk og hefur alltaf náð prófi milli bekkja.
B-4 Maher Saleh Mussein Al Remee- Birna SveinsdóttirUmsögn: Maher er 12 ára. Hann kemur reglulega í skólamiðstöðina. Hann á erfitt með ýmsar greinar og náði ekki prófi sl. vor og tekur því 5.bekk aftur í vetur. Faðir hans er látinn og hann hefur þurft að styðja fjölskyldu sína. Hann fær hvatningu enda vill hann ná árangri.
B-9 Amjad Sadeq Al Al Namosse- Sif ArnarsdóttirUmsögn: Amjad er 10 ára. Hann féll milli bekkja og tekur 3.bekk aftur í vetur. Móðir hans var kölluð í miðstöðina og hún sagði að honum liði illa í skólanum því kennarinn berði hann. Ef hún fær ekki viðunandi svör hjá skólanum mun YERO reyna að leysa málið fyrir hann því hann hefur góða námshæfileika.
B-10 Mohamed Jamel Al Selwee- Eyþór BjörnssonUmsögn: Mohamed er 13 ára og hefur sótt miðstöðina frá því hann var 7 ára. Hann mætir vel en þarf að hafa fyrir náminu. Vegna þess hve hann er samviskusamur náði hann prófi sl. vor og er nú í 6 bekk.
B 15 Raad Kamal Al Znome- Jón Tryggvi HéðinssonUmsögn: Raad er 9 ára. Hann byrjaði að koma í miðstöðina, smábarn og hefur sótt í hana. Hann er elskulegur drengur, kurteis og lætur ekki mikið fyrir sér fara. Hann er í 2.bekk.
B 17 Wadde Abdullah Al Sharabi- Guðmundur PéturssonUmsögn: Wadee er 18 ára. Hann kemur ekki reglulega þar sem hann fer að hjálpa föður sínum eftir skóla. Hann hefur fengið skólabúning og föt vegna EID og hann hefur aldrei fallið á prófum, hefur það verið látið óátalið. Hann er mikill námsmaður og er í siðari bekk menntaskólans.
B-18 Jamal Al Hamid Al Shamree- Helga KristjánsdóttirUmsögn: Jamal er 11 ára. Hann er vel gefinn drengur. Fjölskylda hans hefur flutt og býr alllangt frá miðstöðinni en hann kemur eins oft og hann getur. Honum hefur farið fram í námi og er í 4. bekk eftir að hafa fallið einu sinni milli bekkja.
B-28 Amar Thabet Al Ryashi- Óskar Helgi Jóhannsson Umsögn:
Amar er 18 ára. Hann er góður drengur, námsgeta rétt undir meðallagi og hann þarf mikla aðstoð. Hann kemur á hverjum degi í miðstöðina til að fá aðstoð við heimanám og sýnir mikinn dugnað.
B- 35 Mohamed Hussan Al Shameri- Ásdís StefánsdóttirUmsögn:
Mohamed er 10 ára. Hann er indæll drengur, vinalegur og kurteis. Hann sleppir aldrei tímum í miðtöðinni og er nú í 3.bekk.
B-37 Yaser Yheia Oud Al Radi- stuðningsmaður NNUmsögn:
Yaser er 13 ára. Hann náði ekki prófi sl vor og fer aftur í sama bekk. Hann á erfitt með að halda einbeingu og hefur fengið sérstaka stuðningskennslu. Hann er jákvæður og kurteis. Hann er í 4.bekk í vetur
B 40 Ahmed Abldelmalek Al Ansee- Ingvar TeitssonUmsögn:
Ahmed er 13 ára. Hann sækir miðstöðina reglulega. Honum mistókst á prófum sl. vor og tekur bekkinn upp aftur í vetur. Hann þarf að fara um langa vegu í skólann og einnig hefur hann þurft að hjálpa föður sínum. Hann vill gera vel og er viðfelldinn drengur
B 44 Mohamed Nagi Obad-Edda RagnardóttirUmsögn:
Mohamed er 13 ára. Hann náði prófi sl. vor. Hann skrópaði oft í tímum í miðstöðinni og fékk áminningu. Eftir það fór hann að koma reglulega og hann hefur alltaf náð prófum milli bekkja svo hann vinnur sýnilega vel.
B 48 Ali Mohammed Ali Nasser(nýr)- Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson. Umsögn:
Ali er 6 ára og er í 1.bekk. Hann er áhugasamur og efnilegur og sækist eftir að koma í miðstöðina.
B 54 Amr Khaled Ahmad Al Radi(nýr) - Anna StefánsdóttirUmsögn:
Amr er 8 ára og kemur reglulega í skólamiðstöðina. Hann er í 3.bekk. Faðir hans vinnur sem bílstjóri en þarf einnig að sjá fyrir öðrum í fjölskyldunni svo sem títt er í Jemen og lítil efni á heimilinu.
B 56 Majed Abdul Rahman Al Oluwwfee- Guðrún C. Emilsdóttir.
Umsögn:
Majed er 11 ára. Hann er aftur í 4.bekk því hann féll sl.vor. Móðir hans veiktist af magakrabbameini. Útlit er fyrir að hún nái sér. Á meðan móðirin var veik þurfti Majed að sinna systkinum sínum. Hann stundar nú námið af kappi.
B 58 Mohamed Abdulrahman Al Oluwfee- Sigurpáll Jónsson.Umsögn: Mohamed er 10 ára. Hann náði milli bekkja sl. vor og er nú í 3. bekk. Hann var nokkuð seinn til en stendur sig æ betur. Hann og B 56 eru bræður
B 60 Amjaed Derhem Al Solwi- Kristín Daníelsd/Valur GuðmundssonUmsögn:
Amjaed er 16 ára. Hann féll milli bekkja sl. vor og er því að taka 8.bekk aftur. Hann hefur lokið tölunámskeiði með mikilli prýði. Hann þarf oft að aðstoða fjölskyldu sína en virðist staðráðinn í að standa sig og sjálfsagt að hann fái tækifæri.
B 61 Abduealah Noman Al Wadi- Halldóra ÁsgeirsdóttirUmsögn:
Hann er 10 ára og er í 4.bekk. Duglegur námsmaður en kemur ekki oft í miðstöðina. Hann hefur fengið viðvörun vegna þessa. Hefur hins vegar alltaf flogið milli bekkja fram að þessu.
B 62 Ameer Faroque Al Sharabi(nýr)- Ólafur B. Davíðsson og fjölskyldaUmsögn: Amir er 9 ára og er í 3.bekk. Hann á sex sytkini og systur hans njóta stuðnings Íslendinga. Faðir hans er látinn og móðirin er fyrirvinna heimilisins. Börnin hjálpa öll til með bílaþvotti og götusölu.
B 90 Nowaf Mohamed Al Hamly (nýr)- HjallastefnanUmsögn: Nowaf er 7 ára og er í 1.bekk. Hann á efllu systkini. Tvær systur hans eru styrktar af okkar fólki. Faðir hans vinnur við prentverk en hefur lág laun og mjög erfitt ástand á heimilinu. Öll börnin eru til fyrirmyndar.
B 99 Ishaque Obeid Mohamed Al Wusabi(nýr)- Birna Sveinsdóttir.Umsögn:
Ishaque er 13 ára gamall og er í 4.bekk. Hann er meðalnemandi og kappsamur. Hann á 3 systkini. Fjölskyldan býr við mikla fátækt þar sem faðirinn er hættur að vinna og hefur lágan lífeyri
B 104 Abdulkareem Mohamed Al Matri- Stanley PálssonUmsögn: Abdulkareem er 17 ára. Hann náði upp í menntaskóla sl. vor og sækir skólamiðstöðina reglulega. Hann er í fótboltaliði stöðvarinnar. Hann er mjög góður nemandi og vel gerður piltur
B 105 Abdulelah Sameer Al Radee- Margrét TryggvadóttirUmsögn:
Abdulkareem er 18 ára og hefur fengið viðvörun því hann sækir miðstöðina ekki sem skyldi. Honum gengur að læra og er í síðasta bekk grunnskóla.
B 106 Abdullah Mohamed Al Karmani(nýr)- Sigríður HalldórsdóttirUmsögn:
Abdullah á tíu systkini. Hann er tíu ára og er í fjórða bekk. Iðjusamur og vinnur vel og sækir miðstöðina reglulega.
B 107 Majed Yihay Galeb Al Mansoor- Ólafur B. Davíðsson og fjölskyldaUmsögn:
Majed er 17 ára og náði prófi upp í sjöunda bekk. Hann kemur reglulega í stöðina og er nú á námskeiði í tölvu og ensku. Hann hefur áhuga á fótbolta og er í liði miðstöðvarinnar. Hann er vingjarnlegur og hjálpfús.
B 108 Badre Yihay Hussin Al Matri- Þóra Kristjánsd/Sveinn EinarssonUmsögn:
Badre er 18 ára og komst upp í menntaskóla sl vor. Hann lauk tölvunámskeiði nýlega. Hann gekkst undir aðgerð sl. vetur vegna kýlis á auga. Það var greitt úr Fatimusjóði. Hann er úrvaldsdrengur og hefur stofnað hljómsveit og hefur góða rödd. Hann hefur sjálfstraust og stendur sig með prýði.
B-109 Fouad Nagi Hussan Al Salmme- Sesslja Bjarnad/Ríkharð Brynjólfsson.
Umsögn:
Fouad er 16 ára og hóf nám í menntaskóla nú í haust. Hann er samviskusamur og skipulagður nemandi og einstaklega hjálpfús og jákvæður piltur.
B 110 Munir Ahmed Abdulraman Al Salayghi(nýr)- Sigríður ListerUmsögn:
Munir er 16 ára og er í síðasta bekk í grunnskóla. Hann átti við veikindi að stríða sl. vetur en er frískur núna. Hann hefur lokið tölvunámskeiði og er í fórboltaliði stöðvarinnar. Hann á 4 systkini og vegna örbirgðar fær fjölskyldan matargjafir og greidd lyf þegar þörf er á því.
B 111 Ali Najeb Labib Al Ademe- Eva Yngvadóttir/Sigurjón SigurjónssonUmsögn:
Ali er 17 ára og góður nemandi. Hann er í síðasta bekk grunnskóla núna og lauk einnig tölvunámskeiði. Hann langar að fara í iðnskóla næsta ár
B 112 Ibrahim Ahmed Qarase- Kristján Arnarsson/Áslaug PálsdUmsögn:
Ibrahim er 17 ára og góður nemandi þó hann hafi fallið sl. vor. Faðir hans er látinn og því þurfti Ibrahim að hjálpa móður sinni að vinna fyrir fjölskyldunni. Hann er að taka 10.bekk aftur núna. Hann er góður í raungreinum, hjálpfús og félagslyndur
B 113 Baheer Nabil Ahmed- Sesselja Bjarnad/Rikharð BrynjólfssonUmsögn:
Basheer er 12 ára og er í 7. bekk. Hann er góður í stærðfræði, stundvís og samviskusamur og leggur sig fram í því sem hann tekur sér fyrir hdnur
B 115 Nasr Gihad Mohamed Al Hamad - Bára Hjaltadóttir/Magnús ArngrímssonUmsögn:
Nasr er 13 ára og í 6.bekk. Honum sækist nám vel, kemur reglulega í miðstöðina og hefur gaman af því að taka þátt í félagsstarfi. Hann er ákaflega handlaginn og hjálpfús.
B 116 Iuman Yassen Mohamed Al Shebani- Margrét H. AuðardóttirUmsögn:
Iuman er 13 ára og komst léttilega milli bekkja sl. vor og er nú í 6. bekk. Hann tekur þátt í félagsstarfi og er hugmyndaríkur drengur sem er fljótur að eignast félaga
B 117 Jamal Sadique Mohamed Al Sharabei - Æsa G. Bjarnad/Sverrir JakobssonUmsögn:
Jamal er 8 ára og er í 3.bekk. Hann kemur alltaf í miðstöðina til heimanáms og er samviskusamur og vandaður í vinnubrögðum, miðað við hvað hann er ungur. Hann hefur verið metinn yfir meðalgreind.
B 120 Adnan Ahmed Saleh Al Hombose- Pétur JósefssonUmsögn:
Adnan er 17 ára og hóf nám í menntaskóla nú í haust. Hann hefur einnig sótt tölvunámskeið og er í fórboltaliði stöðvarinnar. Hann er kurteis og mjög metnaðargjarn og langar að komast áfram í lífinu.
Vona sem sagt að ég geti svo sett inn fyrsta stelpnahópinn eftir helgi.
Aðrir fróðleiksmolarEþíópiuhugmynd hefur fengið mjög góðar undirtektir og skulu menn endilega hafa samband þótt allt sé það í lausu lofti enn.
Benda skal á að 2 sæti eru laus í seinni Uzbekistanferð haustið 2011 og þar þarf að greiða staðfestingargjald.
Myndakvöld Palestínuhóps hefur verið ákveðið og boðum komið til allra. Vona að þeir svari sem hafa ekki látið vita.
Loks má svo nefna að ég vænti þess að geta látið Íranfara vita fljótlega eftir helgi um vegabréf og fund.
Þá vil ég nefna að nú hafa allir Íranfarar gert upp skv. greiðsluplani svo og páskafarar til Uzbekistan.
Á eftir að fá upplýsingar um viðbótargreiðslu í þeirri ferð fyrir þá sem eru með eins manns herbergi í Frankfurt. Að öðru leyti hafa báðar ferðir verið gerðar upp af minni hálfu.
Bless í bili.