Monday, January 24, 2011
Mistök leiðrétt
Þessa mynd tók Steingrímur Jónsson af ísraelskum hermönnum í Hebron sem höfðu horn í síðu íslensks ferðahóps sem þeim þótti fullforvitinn.
Þessi mynd er birt hér vegna þess að í nýútkomnu fréttabréfi- í grein um Palestínu- var ekki skráður réttur höfundur myndarinnar. Steingrímur á heiðurinn af þessari mynd. Máni Hrafnsson tók allar hinar.
Það er eiginlega mjög merkilegt að hann skyldi ná þessari mynd því venjulega eru ísraelskir hermenn snöggir að láta menn eyða óheppilegum myndum af sér. En Steingrímur sneri einhvern veginn á þá.
Þetta leiðréttist hér með og Steingrímur beðinn afsökunar.
Vona að sem flestir séu búnir að fá fréttabréfið okkar þegar þetta er skrifað.
Minni svo enn og aftur á fundinn okkar um helgina þar sem umræðuefnið er Kúrdistan.
Einnig bendi ég á tveggja kvölda námskeið hjá Mími símennt um Miðausturlönd fyrr og nú sem ég verð með 1. og 3.febr.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment