Sunday, January 16, 2011

ÍRAN- og UZBEKISTAN farar fjölmenntu á fundina



Mjög góð mæting á báða fundina í dag. Íranfarar komu kl 14. Þeir fengu sín langþráðu vegabréf, flugmiða, farþegalista og annað það sem við átti. Ég hélt sýningu á kjólum sem ég hef viðað að mér vegna Írans svo konur áttuðu sig á því hver síddin á að vera og vernig skal hafa slæðuna og svo framvegis. Góð stemning, fínn hópur og held að allir hlakki til.

Samarkand í Uzbekistan
Síðan fylltu hjálparkokkarnir Þóra J. og Edda snarlega á diskana og Uzbekistanfarar í september streymdu á vettvang kl 15,30. Þeir fengu áætlun, farþegalista, greiðsluplan og nokkrar myndir frá stöðum sem við gistum á. Þeir munu á næstunni senda mér vegabréfssíðu sína og starfsstaðfestingu.
Í Uzbekistanferðinni eru einir átta sem eru að fara í sína fyrstu VIMA-ferð og virtust allir kátir og jákvæðir.

Báðir hópar fengu síðar reikningsnúmer félagssjóðs til að það sé nú allt í lagi.

Það var síðan drukkið te/kaffi, borðaðar döðlur frá Palestínu, rúsínur og gúmmulaði og voru allir í hinu besta skapi að því er mér sýndist.

Tek fram að ég set á eftir inn þátttakendalistann í Uzbekistanferðirnar báðar ef menn vilja kíkja og sjá hverjir eru væntanlegir þátttakendur.

Ánægð með fundina og allt í góðu standi.
Prýðisþátttaka er á Palestínumyndakvöldinu annað kvöld og set vonandi inn síðustu Jemenstúlkurnar á morgun eða hinn.

No comments: