Thursday, July 21, 2011
Verð er komið á Íranferð - nýja útgáfu
Frá Kandóvanfjallahótelinu í samnefndum bæ
Eins og margsinnis hefur komið fram hafa allmargir látið í ljós áhuga á að skoða sig meira um í því magnaða landi, Íran, sem hefur- með fullri virðingu fyrir öðrum sem við höfum heimsótt þessi síðustu ár, orðið hvað eftirsóknarverðast.
Því hefur forstýra okkar og með leiðbeiningu Pezhmans Azizi, leiðsögumanns okkar nú búið til aðra Íranferð.
Þá er flogið um Kaupmannahöfn og Istanbul með Turkish Airways og lent í Tabriz og farið suður á bóginn. Farið er til Kandovan þar sem merkilegar hellamyndanir eru og hefur m.a. hótelið okkar verið hoggið inn í fjöllin, einnig er víða að sjá merkilegustu moskur með sinni einstæðu írönsku flísahefð, gerðar af einstöku listfengi, vagnlestastöðvar, stórfjölbreytt landslag og fleira og fleira. Við förum til Kermanshah, Zanjan þar sem þriðja stærsta hvelfing í heimi er, til Hamadan sem er meðal frægari borga Írans og síðan getum við vitaskuld ekki sleppt Isfahan, perlu Írans sem alla heillar.
Að svo búnu förum við keyrandi til Teheran og þar er mörg söfn að sjá og sum þeirra hefur ekki gefist tími til að skoða í fyrri ferðum.
Á fundinum í vor skrifuðu tólf sig áhugasama um þessa ferð og síðan hafa þrír bæst við. Til að verði af ferðinni þurfum við 20 manns. Auðvitað eru allir velkomnir, hvort sem þeir hafa farið til Írans áður eða nýir félagar. Það liggur í augum uppi.
Verð liggur nú fyrir og áætlunin er komin og ég fer yfir hana og birti hana eins fljótt og verða má.
Ætlunin er að fara í þessa ferð í september 2012 og því er augljóst að verð kann að hækka eitthvað. Eins og það lítur út nú er það 490 þúsund.
Það er gott verð, jafnvel þótt það hækki eitthvað.
Þetta er 14 daga ferð og innifalið í henni er:
Flug og allir skattar
Öll keyrsla í ferðinni
Gisting, miðað við tveggja manna herbergi
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður
Allar skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
Aðgangseyrir á alla skoðunarstaði
Tips á flugvelli og á hótelum og veitingastöðum
Te, kaffi og kökur á ökuleiðum
Vatn
Ekki innifalið:
Vegabréfsáritun( en ég sé um það að venju og sendi vegabréf út þegar þar að kemur)
Tips til bílstjóranna og íranska leiðsögumannsins( 130 dollarar á mann, innheimti það einhvern fyrstu dagana)
Aukagjald fyrir eins manns herbergi(hef ekki upphæðina að svo stöddu)
Þó nokkuð langt sé í ferðina er aðkallandi að fólk láti mig vita um vilja til þátttöku hið allra fyrsta til að ég geti staðfest ferðina og greitt inn á hana svo að verð haldist tiltölulega lítið breytt. Óskað verður eftir að áhugasamir greiði staðfestingargjald í janúar n.k. eða fyrr.
Þeir sem skrifuðu sig á aðalfundi eru beðnir að staðfesta sig.
Minni á fundina
Vil svo minna á miðaafhendingarfundi með Uzbekistanförum og kynningarfundina um ferðirnar til Eþíópíu. Hef sent öllum upplýsingar þar um.
Monday, July 11, 2011
Hvernig væri að læra dálítið í landafræði - Íran 2 inn á síðuna seinni hluta vikunnar
ATHUGIÐ AÐ EÞÍUÓPUFERDIR KOMNAR á HLEKKINN SINN- SJá til hægri á síðunni
Frá Eþíópíu
Mér datt í hug þegar ég fylgdist með fréttunum á RUV áðan að það væri sniðug hugmynd að taka á ný upp kennslu í landafræði: það var talað um ferlega þurrka í Austur-Afríku og sýndar myndir af Sómalíu, Kenya og Eþíópíu eins og þar væru alls staðar þurrkar sem hafa valdið ferlegu tjóni og stefnt þúsunda mannslífa, ekki síst kvenna og barna í voða.
Málið er: þurrkar hafa leikið hið stríðshrjáða land Sómalíu grimmt og fólk hefur í þúsundatali reynt að streyma yfir til Eþíópíu og Kenya til að bjargast af.
Þetta var villandi frétt því sem betur fer eru ekki þurrkar sem herja á Kenya og Eþíópíu. Bara hafa það bak við eyrað
Ekki er þetta svosem ný bóla og það vita allir félagarnir sem hafa farið í ferðir að menn rugla saman gerólíkum löndum, hvort sem er innan Arabalanda eða nágrannalanda þeirra. En ekki betra fyrir það.
Fyrsti hópurinn sem fór til Írans. Árið 2006 í lok febrúar. Síðan var farin önnur ferð um haustið og síðan hafa verið ein til tvær ferðir á ári og þótt Sýrland hafi enn vinninginn í ferðafjölda kemur Íran þar fast á hæla.
Ætla bara að segja ykkur að Íranáætlunin nýja, þ.e. um norður og vesturhluta landsins og endað í Isfahan mun trúlega koma inn á síðuna seinni hluta vikunnar.
Þá verður einnig sett fram hugmynd um hvenær hún verði og bráðabirgðaverð gefið upp.
En það má geta þess að þá er flogið til Tabritz í norðri, keyrt í suðurátt, m.a farið til Hamadan, Kermanshah og Zanzan og loks til Isfahan. Tólf manns hafa skrifað sig áhugasama í þessa ferð en við verðum að ná 20 svo af verði.
Í þessa ferð sýnist mér vera komnir fyrri Íranfarar sem lengi hafa sýnt hug á að fara aftur og sjá meira af þessu makalaust heillandi landi.
Ekki þarf þó að taka fram að allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir eins og þar stendur.
Allt er að verða klappað og klárt fyrir Uzbekistan í september, miðar tilbúnir o.s.frv. en ég býst við að halda fund til að afhenda ferðagögn strax eftir verslunarmannahelgi.
Sama dag býst ég við að efna í fund með fyrri Eþíópíuhópnum. Tekið skal fram að þar duttu tveir út svo ég get bætt við í hana.
Frá Eþíópíu
Mér datt í hug þegar ég fylgdist með fréttunum á RUV áðan að það væri sniðug hugmynd að taka á ný upp kennslu í landafræði: það var talað um ferlega þurrka í Austur-Afríku og sýndar myndir af Sómalíu, Kenya og Eþíópíu eins og þar væru alls staðar þurrkar sem hafa valdið ferlegu tjóni og stefnt þúsunda mannslífa, ekki síst kvenna og barna í voða.
Málið er: þurrkar hafa leikið hið stríðshrjáða land Sómalíu grimmt og fólk hefur í þúsundatali reynt að streyma yfir til Eþíópíu og Kenya til að bjargast af.
Þetta var villandi frétt því sem betur fer eru ekki þurrkar sem herja á Kenya og Eþíópíu. Bara hafa það bak við eyrað
Ekki er þetta svosem ný bóla og það vita allir félagarnir sem hafa farið í ferðir að menn rugla saman gerólíkum löndum, hvort sem er innan Arabalanda eða nágrannalanda þeirra. En ekki betra fyrir það.
Fyrsti hópurinn sem fór til Írans. Árið 2006 í lok febrúar. Síðan var farin önnur ferð um haustið og síðan hafa verið ein til tvær ferðir á ári og þótt Sýrland hafi enn vinninginn í ferðafjölda kemur Íran þar fast á hæla.
Ætla bara að segja ykkur að Íranáætlunin nýja, þ.e. um norður og vesturhluta landsins og endað í Isfahan mun trúlega koma inn á síðuna seinni hluta vikunnar.
Þá verður einnig sett fram hugmynd um hvenær hún verði og bráðabirgðaverð gefið upp.
En það má geta þess að þá er flogið til Tabritz í norðri, keyrt í suðurátt, m.a farið til Hamadan, Kermanshah og Zanzan og loks til Isfahan. Tólf manns hafa skrifað sig áhugasama í þessa ferð en við verðum að ná 20 svo af verði.
Í þessa ferð sýnist mér vera komnir fyrri Íranfarar sem lengi hafa sýnt hug á að fara aftur og sjá meira af þessu makalaust heillandi landi.
Ekki þarf þó að taka fram að allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir eins og þar stendur.
Allt er að verða klappað og klárt fyrir Uzbekistan í september, miðar tilbúnir o.s.frv. en ég býst við að halda fund til að afhenda ferðagögn strax eftir verslunarmannahelgi.
Sama dag býst ég við að efna í fund með fyrri Eþíópíuhópnum. Tekið skal fram að þar duttu tveir út svo ég get bætt við í hana.
Sunday, July 10, 2011
"Boðið" til samræðna við Basjar í Sýrlandi- allt óljóst við endurkomu Saleh í Jemen
Myndin þessi er frá föstudagsmótmælunum síðustu í Sýrlandi en þar hefur forsetinn nú boðað stjórnarandstöðuna til fundar til að ræða hvort unnt sé að ná samkomulagi um hvernig megi stilla til friðar í landinu þar sem allt hefur logað í mótmælum
Það er í mínum huga býsna kalhæðnislegt að boða "stjórnandstöðuna" til fundar þar sem engin opinber stjórnarandstaða hefur verið leyfð í landinu og því er mér hulin gáta hverjir mundu þora að koma til slíks fundar.
Basjar Assad forseti minntist á slíkar "samræður" í ræðu sem hann flutti 20.júní sl. Síðan hefur ekkert gerst þar til nú og mótmælin færast í aukana og breiðast út.
Herinn hefur heldur gefið í hvað varðar grimmd gagnvart þeim sem mótmæla, fært sig nær landamærum Tyrklands til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn komist yfir landamærin, menn eru handteknir í þúsundatali og örlagarík mótmæli ´hafa brotist út í borginni Hama þar sem eina uppreisnin gegn föður hans, Hafez al Assad voru brotin á bak aftur 1982.
Íbúar í Hama hafa aldrei gleymt þeim atburðum í febrúar 1982 þegar vanbúnir uppreisnarmenn létu til skarar skríða og Hafez al Assad skipaði bróður sínum Rifat að berja hana niður. Grimmdin sem var sýnd þá situr enn í Hama búum enda talið að 25-30 þúsund manns hafi verið drepnir þegar sveitir Rifats komust loks til borgarinnar eftir að uppreisnarmenn höfðu staðið í þeim í meira en þrjár vikur.
Um þessa atburði þá fréttist ekki fyrr en nokkrum vikum eftir að þeir voru um garð gengnir. Blaðamenn fengu þá ekki að koma til borgarinnar lengi vel og meðal þeirra fyrstu var Thomas Friedman, bandarískur blaðamaður sem hafði aðsetur í Beirut og hefur lýst atburðarásinni og aðkomunni í bókinni " From Beirut to Jerusalem" og ég hef oft hvatt Sýrlandsfara til að kynna sér.
Nú er auðvitað öldin önnur hvað fjarskipti varðar og fréttaflutning og þó svo Sýrlandsstjórn banni fréttamönnum að koma til landsins og hafi nánar gætur á þeim sýrlensku blaðamönnum sem gætu reynt að segja frá atburðum. Samt hefur þetta frést út- sem betur fer- leyfi ég mér að segja.
Því var sérstaklega athyglisvert að íbúar hertu sig upp í að mótmæla nú og fengu þá svipaðar trakteringar og fyrir tæpum 30 árum.
En aftur að samræðufundinum svokallaða. Fréttamenn sem hafa verið í símasambandi við innfædda og fengið myndir af mótmælunum gegnum farsíma og þess háttar segjast hafa miklar efasemdir um gagnsemi fundarins. Hætt sé við að komi einhverjir verði þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og ef einhverjar mæta sem eru grunaðir um andstöðu muni þeir einfaldlega verða handteknir og stungið í dýflissu ef þeir voga sér að anda út úr sér einhverju sem stjórninni er ekki þóknanlegt.
Því er vandséð hverju slíkur fundur- sem boðaður er í Damaskus getur skilað.
Það er mér líka óskiljanlegt að eftir ræðu forsetans 20.júní þar sem hann sló úr og í en lofaði sakaruppgjöf og öllu fögru auk umbóta í frelsisátt hefur harka hersins enn vaxið, menn eru drepnir miskunnarlaust enda fer að verða vandamál með fangelsispláss ef marka má fréttirnar.
Allt er þetta mikill harmleikur og ég hlýt að endurtaka það sem ég sagði í síðasta pistli. Annað hvort hefur forsetinn fyrir löngu misst öll völd og herinn leikur lausum hala undir stjórn, að því er sagt er, bróður hans Mahers sem alltaf hefur verið hinn versti yfir því að gamli Assad kaus Basjar til að verða eftirmann en ekki sig - nú ellegar Basjar Assad hefur á þessu rúmu tíu árum sem hann hefur setið á valdastóli, sýkst svo af valdagræðgi að hann tekur fullan þátt í þessum óhæfuverkum.
Það er mér líka nokkurt umhugsunarefni að talsmaður forsetans, rithöfundurinn Bouthainia Shaaban sem kom fram strax og mótmælin hófust í mars og sagði að forsetinn og stjórn hans mundu sýna skynsemi og skilning á kröfum og ekki beita ofbeldi- ja í henni hefur ekki heyrst síðan mótmælin færðust á alvarlegra stig.
Hún var jafnan kölluð til ef eitthvað var og þar sem hún nýtur mikillar virðingar og óumdeilanlegs trausts en nú virðist hún hafa gufað upp og aðrir koma fram þar sem manni þætti eðlilegt að talsmaður forsetans væri kvaddur til.
Einhverjir bjartsýnismenn segja samt að kannski skili þessi fundur einhverjum árangri. Það má auðvitað vona að svo verði en raunsæi slíkra vona er að mínum dómi afar hæpið.
Ali Abdullah Saleh forseti Jemens ávarpaði landa sína í sjónvarpi frá Sádi Arabíu á dögunum. Hann var nánast óþekkjanlegur, augljóslega stórskaddaður eftir árásina sem var gerð á forsetahöllina í Sanaa fyrir æðimörgum vikum. Hann var engu að síður kokhraustur nokkuð og sagði að uppreisnarmenn skildu ekkert hvað þeir væru að fara og allra síst vissu þeir hvað hann væri hlynntur frelsi og lýðræði.
Samt var eftirtektarvert að hann minntist ekki á hvenær hann kæmi heim þó áður hefði margsinnis verið sagt að hann kæmi heim einhvern næstu daga.
Hann minntist ekki á að hann mundi víkja.
Og nú eru stjórnmálaskýrendur farnir að bollaleggja um að Sádar ætli ekki að sleppa honum. Hann gæti þess vegna verið fangi stjórnarinnar í Sádi Arabíu.
Á meðan halda mótmæli í Jemen áfram af ákefð og fólk er farið að líða skort meiri en áður. Allt í kaldakoli og enginn virðist vita neitt í hausinn á sér hver ráði í landinu.
Andstæðingar forsetans fara í mótmælagöngur, margir hafa verið drepnir og margir hafa reynt að flýja en eiga ekki margra kosta völ. Sádar vilja ekki fá þá á sitt land, landamærin við Óman eru enn harðlokuð og eins og menn geta ímyndað sér hefur allt eðlilegt mannlíf gersamlega farið út í buskann. Skólar eru notaðir fyrir særða og flugsamgöngur við Jemen liggja niðri heilu dagana.
En þar sem Ali Abdullah Saleh var gengin í björg Bandaríkjamanna fyrir allnokkru er ekki ósennilegt að þeir skipi Sádum að halda Saleh og láta hann ekki snúa heim.
Hvað bíður síðan í þessu landi. Það er jafn óljóst og hvað verður í Sýrlandi.
Subscribe to:
Posts (Atom)