Wednesday, February 1, 2012

Miðaafhending 12.febr. fyrir Eþíópíufara- og sjá upplýsingar um teppasýninguna

Sælt veri fólkið

Vil segja ÖLLUM Eþíópíuförum frá því að miða og ferðagagnaafhending verður 12.febr. á venjulegum stað - þ.e. í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu.

Fyrri hópur komi stundvíslega kl 14 og seinni hópur stundvíslega kl. 14.45. Ég fæ ekki húsið lengur svo ég bið alla að mæta stundvíslega. Ef einhver kemst ekki þá endilega senda einhvern fyrir sig.

Bið þá sem eiga eftir að greiða síðustu greiðslu seinni ferðar að gera það á reikningsnúmerið venjulega. Einnig vita menn að allir þurfa að borga félagsgjald í VIMA fyrir ferð, sjá hér á síðunni Hentug reikningsnúmer, þar er skilmerkilega frá því reikningsnúmeri sagt.

Við gefum okkur samt tíma til að fá okkur kaffi/tesopa og spjalla aðeins. Vona að fólk í fyrri ferð hafi allat bólusetningar í lagi og verði sér úti um malaríutöflur. Síðari hópur má gjarnan fara að hugsa til að drífa í því líka.

Hér til hægri, efst á síðunni er sagt frá Teppasýningu vina okkar, Hossein og Ali Bordbar í Isfahan sem verður opnuð 11.febr. og eru þar upplýsingar um sýninguna og mun bæta við eftir þörfum. Þeir hlakka mikið til að hitta gamla kunningja úr Íranferðum en vissulega og auðvitað eru allir velkomnir og bið ykkur lengsta orða að láta þetta ganga til vina og kunningja. Þarna verður margt djásnið að skoða( nú og kaupa) ef menn vilja.

Við erum í VIMA stjórn að undirbúa smásamsæti fyrir þá með þeim sem hafa farið til Íran áður en þeir fara heim aftur og vonast til að menn svari beiðnum um þátttöku.
þegar hún berst.

Þar sem leiðsögumaðurinn okkar góði, Pezhman Azizi verður með í för hafa ýmsir látið í ljós vilja til að gera honum eitthvað til skemmtunar og fróðleiks því þeir verða hér í 3 vikur og er allt slíkt afskaplega vel þegið. Þegar hafa nokkrir komið með hugmyndir og um að gera að við tökum myndarlega á móti þeim því við höfum átt góðar stundir með Írönum.

Gjörið svo vel og skrifið hugmyndir, annað hvort með þessum pistli eða inn á teppasíðuna.

Muna svo vinsamlegast að mæta vel og stundvíslega sunnudaginn 12.febr. í Stýró að sækja ferðagögn.

2 comments:

Anonymous said...

Ég hlakka til að koma og skoða teppin - frábært framtak og takk Jóhanna fyrir að láta það verða að veruleika. Get vel ímyndað mér að það hafi verið mikil umsýsla í kringum þetta og áttu hrós skilið fyrir óeigingjarnt og gott starf sem þú sinnir alltaf af þinni rómuðu röggsemi og stóískri ró.

Kær kveðja,
Guðrún C.

Min said...

Thanks for sharing excellent informations. Your site is so cool. I'm impressed by the details that you’ve on this web site. It reveals how nicely you understand this subject. swiss replica watches
iwc replica watches