Friday, June 22, 2012
Myndakvöld Eþíópíuhóps 2 og samningur senn gerður við Hjálparstofnun kirkjunnar
Þessi mynd er frá samverukvöldi Eþíópíuhóps 2 sem var haldið á veitingastaðnum Minilik á dögunum Þar snæddum við hinn ágætasta mat og fengum okkur svo kaffi á eftir.
Síðar var farið yfir götuna og á Hótel Smára og þar horfðum við á stórfínar myndir m.a. eftir Bergljótu, Svein og 50 mínútna videomynd eftir Högna og vakti allt mikla ánægju. Högni bjó til fullt af diskum með myndinni og seldust þeir upp. Allt rennur í vatnsverkefnið. Högni hefur nú komið til mín fleiri diskum svo að þeir sem höfðu pantað þá geta nálgast þá hjá mér. Minnir að Edda, Maja Kristleifsd og Gulla hafi óskað eftir diskum.
Einnig var haldið upp á afmæli Bergljótar með fíneríis tertu og fagnaðarlátum og allt var þetta hið ánægjulegasta mál og skemmtu menn sér dátt.
Eftir samskipti við Jónas Þórisson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar hefur verið ákveðið að gefa upphæðina sem dugar fyrir vatnsþró, 10 kamra og 10 smálán. Jónas segir að vatnsþrónni verði búinn staður í Jijiga héraði og stingur upp á að hún verði merkt Fatimusjóði sem er auðvitað hið besta mál. Við fulltrúar Fatimusjóðsstjórnar og Hjálparstofnunar munum gera skriflegan samning um þetta innan tíðar.
Aftur á móti hefur ekki tekist að ganga frá peningasendingum til Jemens vegna þess hve flókið það mál er og UNICEF hugmyndirnar falla ekki alls kostar að okkar hugmyndum.
Vil einnig leiðrétta að það er Fatimusjóðsstjórn sem stendur í þessu enda er VIMA ekki starfrækt lengur.
Í stjórn Fatimusjóðs eru sem fyrr Rannveig Guðmundsdóttir, Ragný Guðjohnsen, Guðlaug Pétursdóttir og JK
Þó er vert að geta þess að á báðum myndakvöldunum töluðu menn um að þeir mundu sakna fundanna og samveru og má því velta fyrir sér að áhugasamir hittist t.d. einu sinni á ári eða svo til að halda vináttu og kunningsskapnum í fullu fjöri. Við sjáum til með það.
Loks hefur svo verið gengið frá greiðslunum fyrir teppasýninguna eftir að allir tollar, skattar(sem urðu á endanum 45 prósent) o.fl. hefur verið gert upp.
Íranfarar í septemberferð hittust á dögunum og var þar skrafað og bornar saman bækur. Við verðum 25 í hópnum og vonandi tekst að senda vegabréf út til Noregs innan tíðar þegar viðkomandi ráðuneyti í Íran hefur amenað okkur. Nauðsynleg plögg hafa verið send út og ég læt fólk vita um leið og svar kemur. Bið þá sem hafa ekki enn sent mér tryggingarstaðfestingu að gera það hið allra fyrsta.
Tuesday, June 19, 2012
Verkefni hjálparstarfsins í Eþíópíu.
Hér eru myndir af vatnsþrónum sem ég hef verið að tala um að við styrkjum. Ein vatnsþró, þ.e. gerð hennar og viðhald kostar 1,5 milljónir. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og við í Fatimusjóð gleðjumst mjög yfir því. Bíð nú eftir svari frá Bjarna Karlssyni hjá Hjálparstofnun kirkjunnar og síðan verður upphæðin lögð inn á reikning hennar og ég hef óskað eftir því að við fáum að fylgjast með framvindu málsins.
Þar sem Máni og Högni gerðu forkunnargóða diska úr ferðunum sem seldir voru á myndakvöldi og ýmsir hafa auk þess lagt inn peninga til þessa ætlum við hóparnir að nota þá upphæð til að styrkja tíu konur- fer vel á að gera það í dag 19.júní. Þeim eru veitt smálán 10 þúsund krónur hverri til að koma af stað litlu fyrirtæki eða einhverju því sem bætt gæti líf þeirra og fjölskyldna þeirra. Í þriðja lagi munum við styrkja gerð tíu kamra, hver þeirra kostar 8,500 kr.
Fatimusjóðsstjórn fer svo á fund hjá UNICEF á morgun til að fræðast um hvort samtökin geta liðsinnt okkur til að koma þremur milljónum til sveltandi barna til Jemen þar sem ástandið er afskaplega slæmt eftir óeirðir í landinu s.l. ár. Ef okkur sýnist það fýsilegt munum við ganga til samstarfs við þau samtök. Ef ekki þá leitum við betur.
Sunday, June 10, 2012
Fatimustjórnsjóðsstjórn ætlar að greiða fyrir vatnsverkefni og matargjafir til Jemen
Góðan daginn öll
Við höfum haft áhyggjur af því síðan óeirðir brutust út í Jemen og skólahald lagðist að mestu af þar um sinn að við gætum lítið gert til hjálpar.
Nú hittumst við Rannveig Guðmundsdótti, Ragný Guðjohnsen, Guðlaug Pétursdóttir og ég sem eigum sæti í stjórn Fatimusjóðs í vikunni og ræddum þetta eina ferðina enn.
Þar lagði ég fram þá tillögu að meðan málum væri háttað á þennan veg skyldum við
1. greiða fyrir vatnsverkefni í Eþíópíu
2. senda fjárupphæð til hjálpar hungruðum börnum í Jemen.
Tveir hópar fóru til Eþíópíu í vor eins og margir vita og þar rann upp fyrir ýmsum hversu stórkostlega lífsgæði fólks batna ef það hefur aðgang að hreinu vatni. Sem er ekki sjálfgefið þótt erfitt sé fyrir okkur vatnssóðana að skilja það.
Hjálparstofnun kirkjunnar er með vatnsverkefni í landinu: byggð er eins konar sundlaug, safnað í það regnvatni og hreinsitöflur settar ofan í og eftir nokkurn tíma er vatnið hreint og hæft til drykkjar. Slíkt kemur miklum fjölda manns að gagni og verður beinlínis lífsbjörg fyrir fólk.
Eitt slíkt verkefni kostar 1,8 milljón.
Við samþykktum að leggja þá upphæð og verður hún afhent Hjálparstofnun innan tíðar.
Einnig hafa hóparnir tveir lagt í púkk og munu afhenda þá upphæð eftir seinna myndakvöldið nú 14.júní og skal það renna til aðstoðar við konur og börn, m.a. bólusetningar og til styrktar kvennasamtökum í Eþíópíu.
Okkur finnst hart að hverfa frá Jemen og ég held að flestir séu sama sinnis. Fréttir þaðan herma að um 40 prósent barna búi þessa mánuðina við hungur og skort og meðan svo er verður varla ætlað að þau séu send í skóla. Við ákváðum því að leggja 3 milljónir hjálpar og leitum nú að pottþéttum samtökum í Jemen sem gætu komið þessu í framkvæmd.
Einnig eru bundnar vonir við að ástandið þar skáni og við getum tekið upp á ný það sem sjóðurinn var stofnaður til að gera: að styðja börn í skóla.
Það væri fróðlegt að heyra skoðanir ykkar á þessum ráðstöfunum okkar.
Við höfum haft áhyggjur af því síðan óeirðir brutust út í Jemen og skólahald lagðist að mestu af þar um sinn að við gætum lítið gert til hjálpar.
Nú hittumst við Rannveig Guðmundsdótti, Ragný Guðjohnsen, Guðlaug Pétursdóttir og ég sem eigum sæti í stjórn Fatimusjóðs í vikunni og ræddum þetta eina ferðina enn.
Þar lagði ég fram þá tillögu að meðan málum væri háttað á þennan veg skyldum við
1. greiða fyrir vatnsverkefni í Eþíópíu
2. senda fjárupphæð til hjálpar hungruðum börnum í Jemen.
Tveir hópar fóru til Eþíópíu í vor eins og margir vita og þar rann upp fyrir ýmsum hversu stórkostlega lífsgæði fólks batna ef það hefur aðgang að hreinu vatni. Sem er ekki sjálfgefið þótt erfitt sé fyrir okkur vatnssóðana að skilja það.
Hjálparstofnun kirkjunnar er með vatnsverkefni í landinu: byggð er eins konar sundlaug, safnað í það regnvatni og hreinsitöflur settar ofan í og eftir nokkurn tíma er vatnið hreint og hæft til drykkjar. Slíkt kemur miklum fjölda manns að gagni og verður beinlínis lífsbjörg fyrir fólk.
Eitt slíkt verkefni kostar 1,8 milljón.
Við samþykktum að leggja þá upphæð og verður hún afhent Hjálparstofnun innan tíðar.
Einnig hafa hóparnir tveir lagt í púkk og munu afhenda þá upphæð eftir seinna myndakvöldið nú 14.júní og skal það renna til aðstoðar við konur og börn, m.a. bólusetningar og til styrktar kvennasamtökum í Eþíópíu.
Okkur finnst hart að hverfa frá Jemen og ég held að flestir séu sama sinnis. Fréttir þaðan herma að um 40 prósent barna búi þessa mánuðina við hungur og skort og meðan svo er verður varla ætlað að þau séu send í skóla. Við ákváðum því að leggja 3 milljónir hjálpar og leitum nú að pottþéttum samtökum í Jemen sem gætu komið þessu í framkvæmd.
Einnig eru bundnar vonir við að ástandið þar skáni og við getum tekið upp á ný það sem sjóðurinn var stofnaður til að gera: að styðja börn í skóla.
Það væri fróðlegt að heyra skoðanir ykkar á þessum ráðstöfunum okkar.
Thursday, June 7, 2012
Myndakvöld fyrri Eþíópíuhóps og Íranfarar, takið eftir
Myndakvöld Eþíópuhópsins fyrri var í gærkvöldi 6. júní og seinni hópurinn hefur verið boðaður á sams konar kvöld þann 14. júní. Mig vantar enn svör frá ansi mörgum úr þeim hópi og hef þó sent tvívegis bréf til þeirra.
Gærkvöldið var mjög notalegt. Við hittumst sem sagt á Hótel Smára í Kópavogi og gæddum okkur á poppkorni og djús og ég kom með slatta af írönskum sætindum. Svo löbbuðum við yfir götuna á veitingastaðinn Minilik og fengum þar gómsætt eþíópískt hlaðborð. Mæting var framúrskarandi góð og tveir tóku með sér gesti.
Svo var mallað ofan í okkur eþíópískt kaffi við hinn mesta fögnuð.
Við gáfum okkur góðan tíma í matinn eins og sæmir á eþíópískum stað og síðan var farið að skoða myndir. Máni sýndi disk og hafði auk þess brennt slatta sem var selt svo við gætum lagt í vatnsverkefni í Eþíópíu eins og um hefur verið talað. Þeir diskar seldust upp snarlega.
Einnig var Guðrún Ólafsdóttir með myndir, Magdalena, Steingrímur og Rikharð og höfðu allir mikla ánægju af.
Bið sem sagt hóp númer tvö að tilkynna sig snarlega og þar verður m.a. sýnd mynd sem Högni gerði og verður sá diskur seldur í sama augnamiði.
Þá vil ég minna væntanlega Íranfara á fundinn á laugardag kl. 14 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu.
Bið alla að koma með tvær nýjar passamyndir, konur skulu bera slæðu.
Nokkrir hafa ekki sent skönnuð vegabréf til mín og er ástæðan í sumum tilvikum sú að einhverjir þurftu að fá sér ný vegabréf.
Ég keypti hnetur, döðlur og fleira gómsæti í skoðunarferðinni minni til Íran á dögunum þegar ég skrapp þangað til að fara yfir nýju áætlunina. Við gæðum okkur á þessu ásamt með te og kaffi og spjöllum um ferðina.
Við Gulla munum fylla út vegabréfsáritunarumsóknir svo þær verða vonandi tilbúnar en menn þurfa að skrifa undir og sömuleiðis vantar viðbótarupplýsingar hjá nokkrum þátttakendum.
Það er ansi nauðsynlegt að sem flestir komi á fundinn.
Nýja áætlunin er mjög góð og ferðin sem ég fór lukkaðist prýðisvel og tilhlökkunarefni að sjá nýjar slóðir í Íran en einnig verðum við nokkra daga í Isfahan, það er ógerningur að sleppa þeim stað.
Vonast sem sé til að Eþ-2 tilkynni sig- þ.e. þeir sem hafa ekki þegar gert það á myndakvöldið 14.júní og að Íramfarar mæti stundvíslega laugardaginn 9.júní.
Gærkvöldið var mjög notalegt. Við hittumst sem sagt á Hótel Smára í Kópavogi og gæddum okkur á poppkorni og djús og ég kom með slatta af írönskum sætindum. Svo löbbuðum við yfir götuna á veitingastaðinn Minilik og fengum þar gómsætt eþíópískt hlaðborð. Mæting var framúrskarandi góð og tveir tóku með sér gesti.
Svo var mallað ofan í okkur eþíópískt kaffi við hinn mesta fögnuð.
Við gáfum okkur góðan tíma í matinn eins og sæmir á eþíópískum stað og síðan var farið að skoða myndir. Máni sýndi disk og hafði auk þess brennt slatta sem var selt svo við gætum lagt í vatnsverkefni í Eþíópíu eins og um hefur verið talað. Þeir diskar seldust upp snarlega.
Einnig var Guðrún Ólafsdóttir með myndir, Magdalena, Steingrímur og Rikharð og höfðu allir mikla ánægju af.
Bið sem sagt hóp númer tvö að tilkynna sig snarlega og þar verður m.a. sýnd mynd sem Högni gerði og verður sá diskur seldur í sama augnamiði.
Þá vil ég minna væntanlega Íranfara á fundinn á laugardag kl. 14 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu.
Bið alla að koma með tvær nýjar passamyndir, konur skulu bera slæðu.
Nokkrir hafa ekki sent skönnuð vegabréf til mín og er ástæðan í sumum tilvikum sú að einhverjir þurftu að fá sér ný vegabréf.
Ég keypti hnetur, döðlur og fleira gómsæti í skoðunarferðinni minni til Íran á dögunum þegar ég skrapp þangað til að fara yfir nýju áætlunina. Við gæðum okkur á þessu ásamt með te og kaffi og spjöllum um ferðina.
Við Gulla munum fylla út vegabréfsáritunarumsóknir svo þær verða vonandi tilbúnar en menn þurfa að skrifa undir og sömuleiðis vantar viðbótarupplýsingar hjá nokkrum þátttakendum.
Það er ansi nauðsynlegt að sem flestir komi á fundinn.
Nýja áætlunin er mjög góð og ferðin sem ég fór lukkaðist prýðisvel og tilhlökkunarefni að sjá nýjar slóðir í Íran en einnig verðum við nokkra daga í Isfahan, það er ógerningur að sleppa þeim stað.
Vonast sem sé til að Eþ-2 tilkynni sig- þ.e. þeir sem hafa ekki þegar gert það á myndakvöldið 14.júní og að Íramfarar mæti stundvíslega laugardaginn 9.júní.
Subscribe to:
Posts (Atom)