Sunday, June 23, 2013

Áhugi á endurfundum

Góðan daginn og langt síðan við höfum heyrt í hvert öðru.

 Nokkrir ferðafélagar hafa haft samband og láta í ljós áhuga á að VIMA félagar hittist með haustinu. Það er ljómandi hugmynd því margir kynntust vel í ferðunum okkar og aukin heldur er nóg að frétta úr heimshlutanum okkar. Þær fréttir eru ömurlegar, t.d. frá Sýrlandi þar sem landið er að verða ein rjúkandi rúst, tugir þúsunda hafa fallið og milljónir eru flóttamenn í nágrannalöndunum Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi og ekki skal gleymt þeim mörgu sem eru á flótta í eigin landi.
 Libía leit nokkuð vel út um tíma en nú virðist allt vera á leiðinni í bál og brand þar, Jemen stríðir við vatns og matarskort og mannrán hafa verið þar óhugnarlega tíð upp á síðkastið.
Það er þó bót í máli að ástandið í Íran er gott og menn binda vonur við nýja forsetann Rowhani sem var kosinn með ríflega 50 % atkvæða á dögunum og Íranir virðast mjög sáttir við hann.

Og vissulega væri gaman að hittast og gætum við valið efni til að skrafa um og bara rifja upp fyrri ferðir. Fleiri mættu gjarnan láta mig vita hvort þeir vilja taka þátt í samkundunni, annað hvort hér eða senda mér imeil á jemen@simnet.is

Látið heyra frá okkur. Þetta væri skemmtilegt.

1 comment:

Anonymous said...

Það væri gaman að hittast - hefði líka áhuga að á fá betri sýn á hvað er að gerast í þessum löndum ;-)

Guðrún C.