Tuesday, August 27, 2013

ÁHUGI Á FÉLAGAFUNDI

Sæl veriði
Ég hef verið með söfnun fyrir Sýrlendinga undanfarið og gengið vel. Mestu munaði um að Illugi Jökulsson ákvað að hlaupa hálft maraþon um nýliðna helgi til styrktar málefninu og undirtektir mjög góðar. Um sjötíu manns lögðu inn á reikninginn okkar 342 13 551212 og kt 1402403979. Illuga eru færðar bestu þakkir og öllum þeim sem hafa stutt þetta.
Þar sem ég veit að nokkrir muni leggja inn um mánaðamótin afhendum við Rauða krossinum þetta ekki fyrr en um miðjan september. Þórir Guðmundsson mun gera grein fyrir því í hvað nákvæmlega peningunum verður varið og við hjá Fatimusjóði leggjum áherslu á að  fá að vera með í ráðum þar.

Margir vilja endilega að við Vimuneytendur komum saman til fundar áður en langt um líður til að fjalla um ástandið í Sýrlandi og víðar í þessum heimshluta. Það eru engar ferðir fyrirhugaðar enda ekki margir staðir þarna, nema Iran sem vogandi er að sækja heim um þessar mundir. En okkur þætti gaman að hittast, rifja upp fyrri ferðir og halda kynnum við enda skópst góð vinátta innan félaga.

Ætlunin var að efna í slíkan fund nú í september en vegna sérstakra ástæðna verðum við trúlega að fresta því þar til í október.
Látið frá ykkur heyra, gefið smotterí inn á Fatimusjóð ef þið eruð aflögufær.

Þá vil ég benda á að mörg fréttabréf eru enn fáanleg. Ef þið hafið hug á að eignast þau hafið samband. Í þessum fréttabréfum er að finna ferðafrásagnir frá flestum þeirra fimmtán landa sem VIMA félagar heimsóttu, hljóðfæri, þýdd ljóð, skrif um mat, bækur, stöðu kvenna og ótal margt fleira góðmeti.

No comments: