Sunday, November 16, 2008
Edduklipparinn fær hamingjuóskir
Tæknistjórinn okkar, Elísabet Ronaldsdóttir fékk Edduverðlaun í kvöld fyrir klippingu á myndinni Reykjavík-Rotterdam og auk þess klippti hún Brúðgumann, aðra mynd sem fékk fjölda viðurkenninga í kvöld.
Mér finnst þetta hið mesta gleðiefni og tel einbúið að við sendum öll hjartanlegar hamingjuóskir til Elísabetar sem bjó þessa síðu til og gaf mér í afmælisgjöf 2004 og með fylgdi vilyrði um aðstoð nánast á nóttu sem degi.
Elísabet er einstök fagmanneskja en hún er þó einkum og sér í lagi einstök vinkona og ömmubarnsmóðir mín og við deilum ekki aðeins Þorsteini Mána, heldur einnig Ronald Bjarka Mánasyni sem kom í heiminn sl. vor.
TIL HAMINGJU, ELÍSABET! Ferfalt húrra.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
Sæl og blessuð Jóhanna.
Gaman að fá pistil aftur, en það er svo skrýtið að pósturinn var blokeraður, ég gat hvorki opnað heimasíðuna þína beint inni í Outlookinu né virkjað mailið til að skrifa þér póst. Veit ekki af hverju, gæti verið kominn ormur í póstinn?
En erindið er það að mig langar til að biðja þig að skila hjartanlegum hamingjuóskum til Elísabetar Rónaldsdóttur fyrir verðlaunin, það var gaman að sjá það.
með bestu kveðju
Guðmunda Jemenfari
---
Var einmitt að senda fallega hugkveðju til þín !! Til hamingju, þetta var flott hjá henni!
Kv. Dominique
HÚRRA!
Elísabet Gunnarsd
Húrra fyrir Elísabetu, til lukku til lukku.
Kkv.
Þóra J. :)
:) Takk kærlega fyrir. Er á leið í te!? Kv. ER
Sammála; algjör snilld og komdu hamingjuóskum á framfæri ... kveðja til ykkar allra; þín Magga Pála
Kann tæknistjórinn þinn (til hamingju) ráð við því að ég kemst ekki inn á síðuna þína, nema með því að prenta sjálf adressuna? Kv. Hildur
Ef vandamálið er, dúllurnar mínar að þið komist ekki inn á síðuna nema skrifa sjálf þá tel ég það góða lausn, einfalda og þá verður síðan tiltæk.
KvJK
Innilega hamingjuóskir með þessa glæsilegu Eddu - áfanga - og þetta frábæra framtak sem heimasíðan er!
Til hamingju!!!
Inga Hersteins-
fimmfaldur Vima-ferðalangur
Heimasíðumadam og amma til hamingju.Gaman að fá að gleðjast með frábærum konum. Jóna E.
Post a Comment