Wednesday, November 26, 2008

Inn til Akkakusfjalla - mynd seinni hóps komin hér


Fremri röð frá vinstri Vera, Björn Guðbrandur, JK, Hrafnhildur, Inga, Rúrí, Erla og Edda
Efri röð f.v Dagbjört, Guðrún Sesselja, Valborg, Brynjólfur, Margrét, Ásdís, Helga Ásmundsd, Högni, Eva, Gunnþór, Helga Þ, Sara, Guðrún Davíðsd, Gumundur Pé, Herdís og Birna.

Þetta er sumsé seinni Líbíuhópurinn að leggja af stað til Akkakusfjalla eftir nótt í fínu búðunum í Adali. Myndin var tekin á vél Veru og hún sendi mér myndina áðan.

Isam tók myndina af fyrri hópnum en hefur verið svo upptekinn að hún er ekki komin til mín enn. Hann lofar öllu fögru og sendir vildarkveðjur.
Allir munu fá mynd á ljósmyndapappír á myndakvöldinu.
Mig vantar upplýsingar um þátttöku frá Guðrúnu Davíðsd, Hrafnhildi, Guðrúnu S og Dagbjörtu úr seinni hóp. Í fyrri hóp frá Eygló, Margréti og Bergþóri og bið ykkur koma þeim til mín. Ég verð að hafa réttar upplýsingar fyrir Litlu Brekku og vona að menn skilji það.

Þá skilst mér að gjafir til seinni hópsins séu á leiðinni þar sem síðasti dagurinn fór dálítið út og suður vegna hótelmálanna. Vona ég verði búin að fá þær líka á myndakvöldinu.

Ekki meira núna. Frekari fréttir bráðlega og vonandi að Isam blessaður sendi fyrrihópsmynd hið bráðasta.

2 comments:

Anonymous said...

Myndin af seinni hópnum var tekin á mína vél og ég skal senda hana í kvöld.
Kv. Inga

Anonymous said...

Meinarðu þá fyrri hópnum?
Flott ef fyrri hópurinn hefur verið tekin á þína. Ef svo hefur verið þá væri mjög aðkallandi að þú sendir mér hana svo ég gæti látið ganga frá þeim fyrir báða hópana
Kær kveðja
JK