Saturday, November 22, 2008
Lítil írönsk stelpa. Mynd Guðlaug Pétursdóttir
Var að setja inn leiðréttingar á áformaðar ferðir. Bið ykkur að kíkja á þær og láta vita eftir því sem áhugi og aðstæður leyfa.
Ég þarf vonandi ekki að fella niður ferðirnar 2009 þrátt fyrir leiðindaútlit hjá fólki um þessar mundir. Því vona ég að áætlanir muni standast að mestu en trúlegt að verð sé ekki fært að birta fyrr en síðar.
Enda verður þetta síðasta árið sem ég hef þessar ferðir eins og áður hefur komið fram.
Svo bið ég fleiri Líbíufara að tilkynna sig á myndakvöldið. Ég þarf að panta smámáltíð í goggana og þarf því að hafa nokkurn veginn rétta tölu þátttakenda.
Var annars að koma frá því að tala um islam hjá MBA nemendum Ingjaldar Hannibalssonar. Það er einhver skemmtilegasti fyrirlestur ársins að jafnaði því menn eru með svo flottar og töff spurningar og varð ekki breyting á því nú.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Kem á myndakvöld Líbíuhópa.
Erlamag.
Var að skoða væntanlegar ferðir. Hef alltaf áhuga á Libanon en ekki síður á Sýrlandi þar sem ég vildi gjarnan dvelja í viku! Hlakka til að fá að heyra meira um það.
Kær kveðja,
Catherine
Post a Comment