Friday, November 14, 2008

Metár í fjölda þátttakenda


Frá Líbíu sem átti fjöldamet ársins
Góðan daginn

Ég var að telja saman að gamni mínu fjölda þátttakenda í ferðum 2008 þar sem síðustu hópferð er lokið.

Met hefur verið slegið alls 161 fór í ferð með VIMA á árinu, þar af 47 til Líbíu, 41 til Jemen, 24 til Egyptalands, 24 til Írans og 25 til Sýrlands og Jórdaníu. Þetta er glæsilegur árangur.

Enn allt óljóst með næsta ár og ég ítreka að áhuga þætti mér gott að heyra um.

Þá hefur nákvæmlega enginn af þeim sem EKKERT hafði greitt fyrir Jemenbörn látið í sér heyra og ég hef nú fært þá krakka yfir á Johannatravel og merkt við þá sem hafa lagt okkur lið með frjálsum framlögum, svo sem sagði í næsta pistli á undan. Tvö börn vantar samt hjálp því stuðningsmenn þeirra sem ætluðu að borga 1.okt seinni greiðslu hafa ekki gert það.

Var í gærkvöldi með fyrirlestur um Miðausturlönd og Jemenverkefnið hjá dægilega skemmtilegum Freeportklúbbi. Í næstu viku fyrirlestur hjá hugþekktum bisneskonum og einnig hefst þá arabískukennslan hjá Mími. Sömuoleiðis verður árlegur fyrirlestur hjá MBAnemendum Ingjaldar Hannibalssonar hjá Endurmenntun í næstu viku og sitthvað fleira. Allt er það harla gott.
Þátttaka náðist ekki í 4ra kvölda námskeið hjá Mími um Menningarheim araba svo ég ákvað að fella það niður en fannst það súrt í brotið en verður bara að hafa það.

Stjórn VIMA hittist um helgina og þarf að huga að ýmsu, m.a. fundi í janúar, fréttabréfi og fleiri.

Bið þá sem hafa skipt um heimilisfang síðan síðast að láta vita snarlega.

3 comments:

Anonymous said...

Komdu sæl Jóhanna, og velkomin heim!
Eins og ég sagði þér á siðasta VIMAfundi, hef ég mikinn áhuga á ferðinni til Líbanon og Sýrlands í mars 2009. Verður hún ekki örugglega í boði?
Kær kveðja,
Catherine

Anonymous said...

velkomin heim og takk fyrir síðast
til hamingju með metið - nema hvað :)

sál mín varð eftir í Libýu ég get fullvissað alla um það - ég næ engu sambandi við
Ísland - enda komum við heim til allt annars lands.

Við Örn/Gulli erum sérstaklega ánægð með Libýuferðina. Hún var svo mikil upplifun og svo gaman að heimsækja þá þjóð - margs að sakna.

Hlakka til myndakvöldsins og endurnýja kynni við okkar góða hóp, en það var einstaklega ljúfur og jákvæður hópur og gaman að kynnast öllu þessu góða fólki.

bestu kv.
Hulda

Anonymous said...

Sæl Catherine
Vona það. Skrifa þig og við sjáum til. ´Vil einnig benda á að hnífurinn þinn kemenski er trúlega hjá mér!
KvJK