Thursday, November 20, 2008

Myndakvöld Líbíuhópa - ásókn virðist í Líbanon



Góðan daginn öll

Vandamálið með að komast inn á síðuna virðist leyst og nú virðast engir erfiðleikar á því. Gott er nú það.

Vona að Líbíufarar séu senn tilbúnir með sínar myndir því ég hef pantað Litlu Brekku kl 18 8.desember og bið alla sem vettlingi geta valdið að láta mig vita um mætingu sem væri ánægjulegt að yrði góð enda hóparnir einstaklega flottir og skemmtilegir og ég hef fengið ýmsar fyrirspurnir um dagsetningu.
Vænti þess að Vera og Högni geti aðstoðað í tæknimálum og spennt að vita hvernig Ólafi S. gengur.

Taska Ásdísar Ben hefur ekki fundist en Hussein forstjóri sem er miður sín yfir því máli hefur beðið hana að taka saman lista um það sem var í töskunni svo ´ferðaskrifstofan geti bætt henni þetta amk að hluta.
Hann biður sömuleiðis fyrir bestu kveðjur til þeirra sem hann hitti. Þá er ég að bíða eftir mynd frá ISAM gæd fyrri hópsins en mig minnir endilega að hann hafi tekið hópmynd við þennan fagra skúlptúr náttúrunnar á sína vél, var það ekki?

Leyfi mér að biðja þá sem vita um Líbíufélaga sem nota ekki imeil að láta þá vita og tjekka á hvort þeir mæta ekki örugglega.

Mér heyrist að Líbanon í mars sé á góðu róli en ég ætla ekki að leita eftir verði fyrr en dregur að áramótum. Gleymið ekki að hafa Íran um páska í huga svo og aðrar ferðir þótt ekkert sé klárt í þessum efnum að sinni.

Hlakka til að heyra frá Líbíuförum.

9 comments:

Anonymous said...

Æ æ, verð ég þá að fara að sortera allar myndirnar mínar ...

-Vera

Anonymous said...

Við Guðrún mætum. Hlökkum til.

Kveðja Hrönn :)

Anonymous said...

Já, Vera mín. Það verður þú að gera af þinni alkunnu snilld.
AmmaJK

Anonymous said...

Æ,Æ
ég er upptekin í Listasafni Árnesinga það kvöld - MÁLIÐ, MÚSÍKIN OG MYNDLISTIN - rithöfundar og tónlistarfólk í heimsókn og upplestur úr nýútkomnum bókum - sem skipuleggjandi get ég ekki verið annars staðar það kvöld.
Inga Jóns

Anonymous said...

Ljómandi !

Ere kki bara málið að mæta með kubb ?

Björn Guðbrandur

Anonymous said...

Jú, Björn Guðbrandur. Þótt þeir væru tveir.
KvJK

Anonymous said...

Ég mæti á Litlu-Brekku ef Guð lofar.

Anonymous said...

Jóna og Jón Helgi mætum og með myndir, kv. Jóna

Anonymous said...

Ég kem insjallah
G. P.