Thursday, February 26, 2009
Sjáiði mig- sjáiði mig!
Þessa passamynd lét ég taka áðan vegna væntanlegrar Íransvegabréfsumsóknar. Birti hana hér til að konur sjái að þær þurfa alls ekki að hylja hár sitt, svona er rétt hæfilegt.
Myndin er tekin í Nýmynd á Laugavegi(við hliðina á Hans Petersen)
Annað mál: Tæknistjórinn setti getraunina okkar á sérstakan link og þið ýtið bara á nefbroddinn á stráknum og þá sprettur spurningalistinn fram. Þegar hafa borist svör og einna athyglisverðast þykir mér að karlmenn eru í meirihluta svarenda. Ekki hef ég á móti því, öðru nær, en hvet nú konur til að drífa í að senda svör líka.
Þá vil ég benda á að tvö sæti eru enn laus í Jemen/Jórdaniuferðinni og bið menn að bíða ekki með að skrá sig. Nefna má að ekki verður bætt við í Íransferðina í apríl og ég hef orðið að neita nokkrum síðustu dagana. Vonandi að slíkt gerist ekki hvað Jemen snertir. Einnig að ég sendi eftir helgina til þeirra sem hafa skráð sig og munu gera það, bréf um hvernig skuli greiða.
Einnig ætla ég að senda til áhugsamra um Marokkóferðina greiðsluáætlun því vissulega hlýtur að koma sér betur fyrir flesta að geta greitt þetta í nokkrum greiðslum.
Það er skemmtilegt frá því að segja að smáreytingur er í Libíu og Egyptaland, en ósköp sem það gengur nú rólega.
Verið svo elskuleg að senda slóðina áfram.
Ekki meira núna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Glæsileg að vanda... :)
Mbk.
Þóra J.
Sæt er Fatímukakan en sætari ert þú þrátt fyrir slæðuna kv. Jóna
Þú varst eitthvað að kvarta undan því að við systkinin hefðum ekki gefið þér kórónu, - einsog Edda gaf þér, -
- nú ástæðan er einföld,
- okkur hefur alltaf fundist þú vera með kórónu.
Þetta var auðvitað Elísabet, henni fannst ekki þurfa að taka það fram ha ha ha...
En verður kannski önnur Íran ferð.
Elísabet
Kórónan var frá Elinu Öglu.
Takk fyrir falleg oirð. Ekki svo meiri hrósyrði
Þá verð ég bara feimin og síðan montin og það er ekki góð blanda.
Ég ætla ekki að hafa aðra hópferð til Íran. Sorrí, Stína. Ferðirnar 2009 verða þær síðustu,þess vegna eiga menn líka að reyna að taka þátt í þeim insjallah
KvJK
Post a Comment