Sunday, February 1, 2009

Fundur um hernám og framferði Ísraela í Palestínu - og hugmyndir settar fram um Marokkóferð


Ræðumenn á fundinum í dag, sunnudag, þeir Egill Bjarnason og Friðrik Páll Jónsson
Myndina tók Dóminik Pledel Jónsson

Á fimmta tug mættu á fundinn okkar um málefni Gaza í Kornhlöðunni í dag. Einstaklega athyglisverður fundur leyfi ég mér að segja.

Mörður Árnason var fundarstjóri og gaf Agli Bjarnasyni fyrst orðið. Hann talaði um Hernám Ísraela í Palestínu og sýndi myndir sem hann tók þegar hann var við sjálfboðaliðastörf á Vesturbakkanum fyrir nokkrum árum. Áhrifamiklar myndir og gott mál hans.
Síðan talaði Friðrik Páll Jónsson og kallaði erindi sitt "Hvar er friðurinn?" og fengu þeir félagar báðir verðskuldað klapp fyrir enda mjög fróðlegt að hlýða á þá.

Eftir stutt kaffihlé voru svo spurningar og var mikill áhugi að spyrja þá spjörunum úr.
Þetta var fínn fundur en mér finnst engu að síður að fleiri hefðu átt að mæta því málið er þess eðlis að okkur er beinlínis nauðsynlegt að kynnast því.

Ég dreifði ferðaáætlunum ársins en þykir sýnt eins og margsinnis hefur verið sagt að breytingar verði á vegna efnahagsmála. Þó er sjálfsagt að vera bjartsýn og ég hef látið mér detta í hug að kanna Marokkó ef Úzbekistan og Kyrgistan detta út í september.

Í þá ferð skrifuðu sig tíu sem áhugasama svo nú fer ég í það á næstunni að setja upp áætlun og athuga með verðið.

Það væri gott að heyra frá ykkur og meðan ekkert breytist held ég Jemen/Jórdaníu inni, svo og Egyptalandi og Líbíu í haust.

Vegna fyrirspurna Íranfara um hvenær við hittumst til að fylla út eyðublöð er það ekki á hreinu. Fólk er töluvert út og suður í febrúar og því getur verið að sirka 8.mars - EN ALLS EKKI SÍÐAR- verði fyrir valinu. Það er langbest að gera þetta í sameigingu því einnig þarf að ræða klæðaburð og fleiri atriði sem er þarft fyrir menn að vita. Læt menn fylgjast með.

Þakka svo Agli og Friðriki þeirra ágætu erindi og fundarmönnum fyrir góðan fund. Og svo er vissulega tímamótadagur, Jóhanna Sigurðardóttir er orðin forsætisráðherra og allt gott um það.

5 comments:

Anonymous said...

mér líst mjög vel á marokkó Jóhanna - hef verið á leiðinni til marakesh í mörg ár ;)
leitt að missa af fundinum en einhver varð að mæta á hyllingarhátíð s !!!
kveðja, Linda

Anonymous said...

Rétt segir þú heillin. Skrifa ykkur á áhugalistann.
Kv.JK

Anonymous said...

Takk fyrir mjög athyglisverðan fund í dag, á Jóhönnudegi eins og Mörður sagði ! Ég er til í að fara líka (miðað við ástæður sjálfsagt...) Úzbekistan er orðið þvl miður fjarkennt. Hef verið í Marokkó fyrir 20 árum síðan í 2 mánuði og vildi óðum fara aftur.

Anonymous said...

Þakka kærlega góðann fund í gær og eins og við JHH orðuðum við þig vil ég árétta nú að við erum áhugasöm með Marokkó en við fylgjumst með heimsmálum og heimamálum sem og Jóhönnu málum af áhuga. kv. Jóna.

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
Takk fyrir froðlegan fund í gær. Þú mátt gjarnan bætt mér við Marokkó-listann.
Bestu kveðjur,
Catherine