Monday, February 9, 2009

Kemur ekki til af góðu - en hér koma fínustu fregnir


Jemensk kona við tölvu

Fleiri jemenskar konur á fullorðinsfræðslunámskeiðinu okkar í Sanaa taka þárr í tölvukennslu en sl. ár og á það einkum við þær sem hafa fengið og náð árangri í lestrar og skriftarkennslu síðan Nouria hóf fullorðinsfræðsluna fyrir þremur árum. Gott mál það.
Einnig ánægjulegt að segja frá því að fleiri hafa skráð sig í Jemenferðina. Hún verður að veruleika, ég hef trú á því. Bíð eftir að Royal Jordanian gefi mér flugmiðaverð en hef fengið áætlunina frá köllunum mínum á ferðaskrifstofunni. Vona að menn verði ötulir að skrá sig, ekki síst þeir sem höfðu lýst áhuga fyrr.

Þá hef ég sent´Íranfólki beiðni um að senda mér annað hvor ljósrit af pössum eða skannaða passa og hef þegar fengið frá sjö manns. Vinsamlegast drífið í því svo ég geti sent allt heila galleríið sem þarf að fara í fyrstu umferð. Minni Gullu á að senda líka ljósrit af áritun úr fyrri ferðinni hennar.

ALLIR Íranfarar hafa greitt fyrri greiðslu,takk fyrir það. Við munum svo hittast 8.mars kl 2 í gamla Stýró til að fylla út umsóknir og fara yfir ýmis nytsamleg atriði.

Ljóst að ferðin lækkar um fimmtán þúsund krónur og ég tel það fínt á þessum síðustu og verstu tímum.

Ástæða þess að ég hef ekki skrifað í nokkra dsga er sú að tæknistjórinn okkar, Elísabet Ronaldsdóttir var að setja upp fyrir mig nýja tölvu, hin sprakk á limminu, blessunin. Einnig var ég svo óheppin að skera mig í lófann og er því sein að skrifa með allar þessar umbúðir.

bless í bili

3 comments:

Anonymous said...

Konur og tölvur er góð leið til breytinga. Til hamingju sjálf með nýju tölvuna! :) kv. ER

Anonymous said...

Ekki gott að vera með sár í lófa, vona að það grói fljótt...gott að hafa nýja tölvu, til hamingju með það, kveðja Gurrý

Anonymous said...

Nei, það er afleitt að geta ekki notað eðlilega fingrasetningu og þurfa að slá allt inn með einum putta. Og eiginlega þarf svo mjúkar hreyfingar við hana að ég verð að breyta áslættinum

Vona að allir hafi dagsetningar á hreinu út 6.apr. heim 20.apr. Það var sett nákvæmlega inn á síðuna , sjá neðar.
Langflestir hafa nú sent mér vegabréfin, glæsilegt. Takk fyrir það
KvJK