Ætlaði að láta vita af því að Jemen/Jórdaníu áætlunin er komin inn á linkinn sinn hérna til hægri.Hún er frá 6.-18.maí. Verð liggur ekki fyrir að svo stöddu en ég vona ég geti sett það inn fljótlega. Vinsamlegast skoðið nú áætlunina og hafið samband hið allra allra fyrsta. Ég hef sagt að verð muni liggja á bilinu 390-410 þúsund og takist að halda því - sem ég stefni að- verður hækkunin minni en á ýmsum öðrum ferðum. Skoðið sem sagt hlekkinn Jemen/Jórdanía
Mér þætti hreint afleitt ef við næðum ekki þáttöku í þessa ferð enda efa ég ekki að ýmsir styrktarmenn vildu hitta krakkana sína og skoða Jemen í leiðinni.

Það getur vel verið að einhverjum finnist það framhleypni, tilætlunarsemi eða hvað (það verður þá bara að hafa það) en þessi mynd hér að ofan sýnir hvað ég verð gömul þann 14.febrúar.
Aðalerindi er þó ekki bara að halda því á lofti heldur benda á Fatimusjóðinn 1151 15 551212 kt. 1402403979. Það væri hugsanlegt að einhverjir iðuðu í skinninu að gefa mér duggulitla afmælisgjöf og þá mælist ég til að hún fari inn á þennan reikning.
Maður getur allavega leyft sér að vona - insjallah
6 comments:
Kaeri arabahofdingi,
eg vildi bara kasta a tig afmaeliskvedju hedan ur kuldanum i Chicago. Er a 17. haed a einhverju rosahoteli i midbaenum her i virkilega godri stemmningu. Vid forum i aefingaferd til Florida i tvaer vikur og tad gekk mjog vel. Vid erum svo ad fara til Mexiko a sunnudaginn i tiu daga og eftir tad mun eg fa ad vita hvort eg fai samning. Eg mun alla vega hafa gaman ad tessu. Eg laet vita hvad gerist. Tangad til,
Til hamingju med afmaelid!
kv.jokull
________________________________________
Árnaðaróskir og ástarkveðjur
Hildur BJ
Kæra afmælisbarn!
Innilegar hamingjuóskir með þennan dag og alla aðra daga.
Vona að þú sérst búin að jafna þig í hendinni
Bestu kveðjur, Dista
Sæl kæra vinkona.
Vona að ég sé fyrst til að óska þér til hamingju með þetta stórmerkilega afmæli. Síðasti sjens að vera sextíu og eitthvað. Megi lánið leika við þig sem aldrei fyrr á því merkisári sem framundan er.
Sæl mín kæra og hjartanlega til hamingju með afmælið.
Allt í góðu hér í bæ, sól og blíða. Því miður ætlar veturinn ekki að láta
sjá sig þetta árið
Er búin að kaupa farseðilin til Tehran. Var bara heppin að fá sæti því
allt er uppbókað.
Bestu kveðjur
Stefanía
Kveðan þar á undan frá Birnu K
Post a Comment