Tuesday, April 21, 2009

Önnur ferð til Írans í haust- Marokkó uppseld


Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður önnur ferð til Íran í haust. Hún virðist þegar hálffull svo ég bið menn að bíða ekki boðanna og hafa samband við mig. Hún verður í megindráttum eins í laginu og sú sem lauk í gær.
Pezhman og Mohammed hafa báðir tekið sig frá þessar tvær vikur að beiðni minni, þ.e. sirka 1.-14 eða 15.okt.

Ég get ekki nógsamlega beðið ykkur að láta mig vita og þeir sem vita um einhverja sem hafa áhuga komi þessum skilaboðum áfram því maður hoppar ekki inn í Íranferð með nokkurra daga fyrirvara. Þar er skriffinnska og undirbúningur verulegur eins og þeir vita sem þegar hafa farið. Að honum loknum og þegar til Íran kemur er svo allt í sóma



Atlasfjöll

Ítreka hér að gefnu tilefni að Marokkóferðin er uppseld og er ekki viss um að ég skrifi neinn á biðlista þar sem ég sé ekki betur en allir hafi greitt sitt staðfestingargjald.

Býst svo við að Egyptalandsferð verði um mánaðamótin okt-nóv. Það er góður tími í Egyptalandi. Þar verða menn að láta mig vita snarlega

Ég sé ekki að þátttaka náist í Líbíuferð og afskrifa hana eigi síðar en á aðalfundinum 3.maí ef ekki hefur eitthvað gerst fyrir þann tíma.

Dóminik ritstjóri Fréttabréfsins segir mér að ritnefnd og nokkrar stjórnarkonur hittist á eftir og pakki fréttabréfinu svo það ætti að fara í póst á morgun. Hef skoðað það og er stórimponeruð yfir því hvað það er flott og efnismikið.

Vona svo að Jemen/Jórdaníufarar mæti dyggilega á sunnudag til að fá sína miða.

No comments: