Wednesday, May 5, 2010
Bóksölu lýkur senn- myndakvöld ofl
Góðan daginn í vorúðanum
Finnst ástæða til að segja ykkur að nú er heldur betur farið að ganga á upplagið af afmælisbókinni og inn hafa komið um 3,5 milljónir að kostnaði greiddum.
Það verður að teljast skínandi gott en þó langar mig nú selja þessi eintök sem eftir eru og óska eftir velvilja og liðsinni við það svo takmarkið náist: að afmælisbókin skili Fatimusjóðnum 4 milljónum.
Bið menn lengstra orða að hafa samband, td. kaupa aukabók til gjafa- og það hafa raunar þó nokkrir þegar gert og vel það og fyrir það þakka ég kærlega.
Leyfi mér að biðja ykkur að senda þetta á nokkra vini ykkar í þeirri björtu von að þeir komi til aðstoðar og kaupi bók.
Flestir kaupendur eru einstaklingar en með hjálp Illuga og Hrafns hafa einnig nokkur fyrirtæki keypt 10-20 bækur. Kannski vinnur einhver félaga hjá fyrirtæki sem vill styðja málið og kaupa nokkur stykki?
Stjórnin skipti með sér verkum í gær á fundi á Drafnarstíg og Edda Ragnarsdóttir tók við gjaldkerastöðu en Guðlaug Pétursdóttir er vararitari en að öðru leyti óbreytt.
Þá eru í ritnefndinni ásamt Dóminik, Vera Illugadóttir og Hulda Waddel.
Í YERO hópnum eru þær Birna Karlsdóttir og Guðrún Halla og hyggst ég leita til tveggja í viðbót því mér þykir fyrirsjáanlegt að það sé full nauðsyn á því og ég mun biðja þennan hóp koma til fundar þegar nær dregur að skýrist um börnin okkar. Eins og áður hefur komið fram eru sex stúlkur sem geta byrjað háskólanám næsta haust og þarf að mynda hóp fimm styrktarmanna um hverja auk allra krakkanna sem æskilegt er að við höldum áfram að styðja.
Þá munu Sýrlands og Líbanonsfarar hittast í næstu viku á myndakvöldi og er það tilhlökkunarefni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Frábær árangur í bóksölumálum.
Áttu hrós skilið
kv. Edda
Takk fyrir.
Hefði nú átt að setja númerið svona til vonar og vara. Hér er það
342 13 551212 og kt 140240 3979.
Verð er 5 þús.
Þið skrifuð mér eða leggið beint inn og ég kem bók til ykkar.
Kv.JK
Post a Comment