Saturday, April 24, 2010

Bærilegur léttleiki tilverunnar - og vitaskuld fjölmenni á aðalfundi VIMA að venju


Frá Damaskus

Eins og verið hefur frá stofnun VIMA létu félagsmenn sig ekki vanta á aðalfundinn í Kornhlöðunni í dag og mættu þar um 50 glaðbeittir félagar. Mörður Árnason var fundarstjóri að venju og stóð sig vel að vanda.

JK flutti skýrslu um starfsárið og rifjaði fyrst upp að á starfsárinu hafa verið farnar fimm ferði.


Frá Egyptó

og tóku þátt í þeim 140 félagar. Þar af voru 67 sem voru að fara í sína fyrstu ferð sem sýnir að endurnýjun hefur verið með sóma. Þetta árið (2009) voru tvær ferðir til Írans, sú seinni í október en hin fyrir síðasta aðalfund.


Frá Petra í Jórdaníu

þ.e. til Jemen/Jórdaníu, Marokkó (fyrsta hópferð okkar þangað)Íran, Egyptalands og nú nýverið komu 34 Sýrlands og Líbanonsfarar heim.


Persneskt teppi.


Frá Fez í Marokkó.

Allar ferðirnar gengu vel þó svo töf hafi orðið á Líbanons/Sýrlandsferð vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Allir tóku því af mestu ró og ferðin lukkaðist afskaplega vel.

Vikið að Jemenmálum og þótt óneitanlega væri þyngra undir fæti sl sumar að safna styrktarmönnum, tókst að fá stuðningsfólk fyrir öll okkar börn, 133 talsins.
Næsta haust hafa sex stúlkur unnið sér rétt til að hefja háskólanám. Ákveðið hefur verið að reyna að styrkja þær- vitum að vísu ekki fyrr en í sumar hvort allar fara í háskólann. Guðrún Halla og Birna Karlsd munu koma til liðs og aðstoða við að mynda 3-5 manna hópa um hverja stúlku svo að við þurfum ekki að fækka börnum sem við styðjum.

Þetta eru eftirtaldar stúlkur
Sara Moh. Saleh Al Hamli - stuðningsm Svala Jónsdóttir
Ahlam Yahya al Hatem - stuðningsmaður Birna Karlsdóttir
Asma Attea al Hakami- stuðningsmaður Herdís Kristjánsdóttir
Hajet Yihia Al Mansoor- stuðningsmaður Hjallastefnan
Amal Abdu al Kadasi - stuðningsmaður Vaka Haraldsdóttir
og Ahlam Abdullah Al Keybesi- studd af Birnu Sveinsdóttur.

Þá var rætt um fréttabréf og fundi í skýrslunni og vikið að ferðum sem gætu orðið á árinu. Mér sýnist að þáttaka sé fyrir hendi í Palestínuferð í ca. sept. og mun láta vita um það eftir ferð til Jemen og Jórdaníu í maí þar sem við munum huga að í fyrsta lagi húsakaupum fyrir nýja miðstöð og í öðru lagi kanna möguleika á að búa til skikkanlega Palestínuáætlun.

Eftir stjórnarkjör þar sem allar stjórnarkonur voru endurkosnar við ómældan fögnuð, þe. JK, Edda, Guðlaug, Herdís, Ragnheiður Gyða og Dóminik var svo röðin komin að ræðumanni okkar, Viðari Þosteinssyni. Hann talaði um Palestínu og fjallaði umfram allt um innviði samfélagsins, leitaðist við að varpa ljósi á þá erfiðleika sem Palestínumenn byggju við, af hverju þeir stöfuðu og hvað gæti verið framundan.



Meðal annars kom fram að það stæði Palestínumönnum fyrir þrifum að hafa ekki eignast sterkan leiðtoga að Arafat gengnum. Hann lýsti einnig hugmyndafræði Hamas og kom fram hjá honum athyglisverð túlkun á hugmyndafræði og starfi þeirra samtaka sem "alþjóðasamfélagið"(þ.e. Bandaríkin eins og Viðar orðaði það) lítur á sem ein allsherjar hryðjuverkasamtök sem ekki sé ástæða til að eiga við orð.

Viðar var spurður margs að loknu erindi og leysti greiðlega úr þeim spurningum og var virkilega fróðlegt að hlusta á hann.

Ég hafði meðferðis tíu afmælisbækur og ruku þær út og vantaði fleiri svo ég tók niður pantanir og bið um fleiri pantanir. Nú hafa náðst 3,2 milljónir af þeim 4 milljónum sem mig langar að inn komi sem framlag til húsakaupanna í Jemen. Það er glæstur árangur og þarf nú aðeins lokahnykkinn til að allt gangi upp.

Óhætt að segja að menn voru afskaplega ánægðir með fundinn og gaman að sjá þarna nýja og gamla félaga. Menn fengu sér tertur og kaffi/te og áttu þarna mikla ágætisstund.

No comments: