Wednesday, April 21, 2010
Munið öll eftir fundinum, laugardag
Hér er mynd af Viðari Þorsteinssyni sem talar á fundinum á morgun, laugardag, um málefni Palestínu. Myndin er raunar tekin þar haustið 2008.
Hvet félaga til að mæta á fundinn og hlusta á Viðar. Á undan eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla JK, reikningar og stjórnarkjör. Einnig tillaga um nýjan vinnuhóp sem verði JK til liðsinnis vegna Jemenbarna okkar.
Hef með mér hópmynd af Líbanons/Sýrlandshópnum sem ég lét gera á pappír fyrir þátttakendur í ferðinni.
Eins og hefur komið fram ætla ég svo að fara til Jemen í næsta mánuði að huga að húsamálum. Afmælisbókin mín verður til sölu því nú þarf að gera lokaátak í sölu hennar svo markmið náist.
Ekki sakar að geta þess að ég var kvödd í heimsókn í barnaskóla Hjallastefnunnar á dögunum og fékk þar fegurstu afmælisgjöf, listaverkaegg eftir Koggu og hundrað þúsund krónur í sjóðinn.
Nú hef ég lagt inn 2,7 milljónir í hússjóðinn vegna bókarinnar og amk 400 þús bíða. Það gera um 3,1 milljón svo enn vantar nokkuð upp á að það takist sem ég stefndi að.
En ég hef trú á að þetta gangi með því að fleiri komi að, kaupi eina aukabók eða e-ð slíkt.
Sjáumst svo á morgun kl 14 stundvíslega í Kornhlöðunni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment