Friday, May 28, 2010

Er Uzbekistan að fyllast?

Góðan daginn öll

Ég sé ekki betur en Uzbekistanferð sé í þann veginn að fyllast og allt bendir til að ég drífi mig því í rannsóknarferð þangað í júnílok eða byrjun júlí. Einnig er Íran og Jemen á góðu róli.
Því hvet ég menn til að láta heyra í sér því ég verð mjög upptekin við annað að sumri loknu og geri ekkert í málunum fyrr en ljóst er hvort af verður.

Það verða því í allra mesta lagi 2 ferðir eða þrjár á árinu 2011. Athugið það. Látið vinsamlegast berast og ég ítreka að ég get ekkert sagt um verð að svo komnu.

Gaman frá því að segja að nokkrir Íslendingar sem eru búsettir í Indlandi og vildu ferðast um nokkur -stan lönd og Íran, fengu lítil sem engin svör frá ferðaskrifstofum í Íran og benti ég þeim á okkar ferðaskrifstofu og þá leystust öll mál á farsælan hátt. Við höfum vissulega verið heppin með forstýrurnar okkar þar.

Nú kosningadagur og Júróvisjón á morgun. Þetta gæti orðið skrautlegt.
Bless í bili

2 comments:

Unknown said...

Gætirðu smellt inn hlekkjum á þessar ferðir? Ég sé þær ekki í fljótu bragði á síðunni.

Takk!

Anonymous said...

Hér til hliðar er hlekkur á Turkmenistan/Uzbekistan. Sömuleiðis á Íran
KvJK