Wednesday, June 16, 2010
Látið vita ef þið hafið áhuga á nýjum myndum af krökkunum ykkar
Hér er ný mynd af Tahanee Abdallah Ali Al Remee(G 4). Stuðningsmaður hennar síðasta ár var Jóna Björnsdóttir og ég veit ekki annað en hún haldi áfram
Saadah Abdullah Ali Al Remee (G3)Stuðningsmenn s.l. ár voru Lára V. Júlíusdóttir og Þorsteinn Haraldsson
Hér eru nýjar myndir af systrum Tahanee og Saadah Al Remee. Ég hef fengið allmargar fyrirspurnir frá stuðningsmönnum og þeir hafa áhuga á nýjum myndum af börnum sínum.
Nouria hefur sent mér slatta og ég hef látið setja þær á pappír og sent til fjögurra stuðningsmanna og fleiri myndir hafa nú verið sendar og ég kem þeim til ykkar á næstunni.
Ég hef sent Nouriu beiðni um myndirnar í smáskömmtum og hún hefur brugðist vel við. Sumir yngri krakkarnir eru þó komnir heim í þorpin sín í sumarfrí og ekki hægt að ná myndum af þeim að sinni. Eldri stelpurnar eru oft tregar að láta mynda sig án andlitsblæjunnar en það er mesta furða hvað Nouriu tekst að sannfæra þær um að stuðningsmenn eigi það vissulega skilið að þeir fái myndir.
Svo smátt og smátt býst ég við að ná myndum af þeim flestum. Látið mig vinsamlegast vita ef þið viljið að ég sendi ykkur.
Þá bíð ég enn um hríð því nú hafa um sjötíu krakkar fengið stuðningsmenn en um fimmtíu vantar að fá staðfestingu. Ég vil ekki skrifa krakka á fólk nema það staðfesti sig því skuldbinding er aðeins til árs í senn eins og ég hef margtekið fram.
Þessi börn eru að ljúka stúdentsprófi. Glæsilegur árangur. Til hamingju með það
1, G 8 Hamda Jamee Mohamed= Ólöf Magnúsdóttir og Guðmundur Kr. Guðmundsson
2.G 37 Fairouz Mohammed Al Hamyari= Ragnhildur Árnadóttir
3.G 48 Gada Farooq Al Shargabi= Guðríður Ólafsdóttir
4. G 56 Maryam Sl Jumhree= Valborg Sigurðardóttir
5. G 112 Kowza Ahmed Omar= Matthildur og Ágúst Valfells
6.G 120 Hayet Yihia Galeb Al Mansoor= Hjallastefnan
7. B 29 Husam Salman Al Sharifi= Sesselja Bjarnadóttir og Ríkharð Brynjólfsson
8. B 30 Naef Salman Al Sharifi= Loftur Sigurjónsson
9. B 32 Abdulrahman Yehia Al Maswari= Guðný Ólafsdóttir
Nokkrir stuðningsmenn hafa hætt af ýmsum ástæðum. En þætti vænt um að heyra frá öðrum sem ekki hafa látið mig vita. Hef þá trú að við finnum handa öllum krökkunum sem stuðning þurfa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Sæl Jóhanna.
Okkur langar gjarnan að fá nýjar myndir af stelpunum "okkar".
Kær kveðja,
Eva og Axel.
Sendi beiðni til Nouriu um það. Nokkrir litlu krakkarnir eru farnir heim í þorpin, ég veit ekki um stelpurnar ykkar, en sendi henni beiðni á morgun og hún mun ugglaust verða við því eins fljótt og tök eru á.
Kær kveðja
Jóhanna
Ég væri líka til í að fá mynd af Jamal (#117) við tækifæri.
Kær kveðja,
Æsa Bjarnadóttir
Mun gera það sem allra fyrst, Æsa
KvJK
Post a Comment