Thursday, July 22, 2010

Líf í höttum og fullt af áætlunum


Í Uzbekistan má finna galdrahatta og þessi reyndist vel, bæði í að komast inn á bannaðar síður og ekki síst til að verja mig fyrir 47 stiga hita


Hljómsveitin í Bukhara sem spilaði fjöruga þjóðlagatónlist

Ferð til Palestinu 11.-19.nóv 2010Hér eru í meginatriðum drög/áætlun Palestínuferðarinnar okkar. Á ekki von á verulegum breytingum.

Ferðin kostar 260 þúsund, eins manns herbergi er 225 dollarar(greiðist í íslensku)


11.nóv. Flogið með Icelandair til Frankfurt og þaðan til Amman í Jórdaníu með Royal Jordanian. Fulltrúi Neboferðaskrifstofunnar tekur á móti hópnum, síðan er gengið frá vegabréfsáritunum og inn í Amman. Gist þar um nóttina

12.nóv. Morgunverður.
Farið frá Amman til landamæranna og farið yfir brúna sem skilur að löndin Ísrael og Jórdaníu. Farið yfir á landamærum sem heita Husseinsbrú, Jórdaníumegin og Allenby Ísraelsmegin.
Við höldum síðan áfram til Jerúsalem. Förum upp á Ólífurfjallið og skoðum austur Jerúsalem og síðan keyrt til Bethlehem en þar gistum við allar næturnar í Palestínu.

13. nóv.
Morgunverður
Við verðum allan daginn í Betlehem og skoðum okkur um í Beit Sahour og Beit Jala. Möguleiki er að við hittum einhverja ráðamenn borgarinnar. En það verður varla ljóst fyrr en síðar.

14.nóv.
Morgunverður
Þennan dag heimsækjum við Hebron og fyrir utan að skoða okkur þar um, er okkur boðið í glerverksmiðju og förum í Ibrahimsmoskuna.

15.nóv.
Morgunverður
Fyrri hluta dagsins verjum við í Austur Jerúsalem en eftir hádegi förum við til Ramallah. Þar hefur einnig verið rætt um að við getum hitt ráðamenn

16.nóv.
Morgunverður
Þennan dag vitjum við Nablus, skoðum m.a. flóttamannabúðir þar, við sjáum einnig Jakobsbrunninn og fleira.

17.nóv.
Morgunverður
Til Jerikó, skoðum einnig Hisham Palace, ath hvort við komumst í grennd við Kumran þar sem Dauðahafshandritin eru ofl.


18.nóv.
Morgunverður
Förum til Nabi Samuel og síðar til Allenbybrúar og yfir hana og til Jórdaníu.
Keyrt til Amman og á sama hótel og við vorum á í upphafi ferðar. Gist þar

19.nóv. Brottför frá Alia flugvelli og um London. Allöng bið í London og síðan heim til Íslands.

Innifalið er:
Gisting á 3ja stjörnu hóteli í Betlehem og 4ra stjörnu hóteli í Amman. Hálft fæði(kvöldverðir)
Öll keyrsla
Enskumælandi leiðsögumaður verður með okkur allan tímann
Aðgangseyrir á alla staði sem vitjað er í ferðinni
Tips á hótelum

Ekki innifalið
Vegabréfsáritun til Jórdaníu, um 16 dollarar en er afgreidd við komu
Brottfararskattur þegar farið er frá Ísrael 45 dollarar
Hádegisverðir
Drykkjarföng og annað sem er ekki nefnt í þessari upptalningu.
Tips til bílstjóra og staðarleiðsögumanns
Að venju skulu menn sjálfir annast um sín tryggingamál



Ég vil benda á að ferðaþjónusta er kannski ekki beint það sem Palestínumenn hafa lífsviðurværi sitt af. Mér sýnist þó í dagskránni að við sjáum helstu staði.
Hef haft samband við Stefaníu Khalifeh, ræðismann okkar í Jórdaníu. Hún hvetur til að við biðjum Ísraela – við komu og brottför- að stimpla á sérstakt eyðublað. Stundum gera þeir það og stundum ekki.
Aftur á móti virðast stimplar frá arabalöndum, Íran og víðar ekki skipta máli.

Reikna má með leit í farangri þegar komið er yfir til Allenby og rækilegum spurningum. Nauðsynlegt að halda stillingu sinni og láta Ísraelana ekki koma sér úr jafnvægi.

Stefanía segir einnig að yfirleitt sé auðvelt fyrir útlendinga að komast leiðar sinnar en bendir okkur öllum á að stundum sé þörf á þolinmæði. Reyna að láta palestínska leiðsögumanninn og mig sjá þá um málin.

Það er fengur að því að við getum farið þessa ferð og vonandi gefur ferðin mjög athyglisverða mynd af því lífi sem Palestínumenn búa við, auk þess sem við sjáum stórmerkilega staði.

Veður á þessum árstíma er yfirleitt gott en nauðsynlegt að hafa með sér yfirhöfn, jakka og regnhlíf.

Fundur verður um ferðina mjög fljótlega og læt ykkur vita.
Vinsamlegast hagið greiðslum á eftirfarandi hátt:
1.ág 130 þúsund kr.

1 sept. 130 þúsund kr.
Þá skulu þeir sem óska eftir eins manns herbergi einnig borga þá upphæð. Hún er nefnd hér að ofan.

Reikningsnúmer er 342-13 551346 og kt 441004-2220

Nauðsynlegt er að greiða á réttum tíma því ég þarf að senda ferðaskrifstofugreiðslur með mjög góðum fyrirvara og sömuleiðis til Royal Jordanian.

Bið Palestínufara að athuga að ég ruglaði pínulítið greiðsludögum. Afsakið það. Hér rétt
Sem ég nú sendi þetta til ykkar vil ég benda á að tvö sæti losnuðu og ef einhver veit um einhvern sem vill koma með í þessa sérstæðu og óvenjulegu ferð ætti hann að hafa samband í hvelli.


Ferðaáætlun til Uzbekistan(setti hana líka inn á hlekkinn UZBEKISTAN)
15.-28.apr. 2011

Vil taka fram að fundur verður fljótlega með þeim sem hafa staðfest þátttöku.
Þá verður ítarlegri áætlun dreift svo og nytsömum upplýsingum og fleiru. Mun þá láta fylgja með upplýsingar um hótelin



Ferðalýsing

15.apr. Flogið árla morguns til Frankfurt. Gist þar á flugvallarhóteli

16.apr. Snemma morguns er flogið með Uzbekistan Airlines (HY 232)til Tashkent í Uzbekistan. Gengið frá vegabréfsmálum og enskumælandi leiðsögumaður tekur á móti hópnum. Við gistum á Tashkent Palace. Það er ljómandi gott hótel og á fínum stað í miðborginni andspænis óperuhúsi borgarinnar. Við ættum að vera að komin í svefn á einkar kristilegum tíma, en ath að Uzbekistan er fimm klst á undan Íslandi.

17.apr.
Morgunverður
Síðan förum við í skoðununarferð í Tashkent, einkum hinn sögulega hluta borgarinnar, skoðum Hasti Imam moskuna sem er sú stærsta í Tashkent. Þar má sjá merkilegt ævafornt eintak af Kóraninum, eitt fárra sem talið er frumrit eða meðal elstu. Stuttur fyrirlestur þar um islam sem fræðimaður við moskuna flytur okkur.

Farið á Chorus bazarinn sem er ævaform markaður á krossgötum hins fræga Silkivegar en Uzbekistan gegndi merkilegu hlutverki þegar Silkivegurinn var og hét. Einnig heimsækjum við Abdul Kasim Madrassah en þar eru nú einkum vinnustofur handverksmanna en Úzbekar eru listatréútskurðarmenn.
Að þessu búnu væri ráð að fara upp í Sjónvarpsturninn sem er með hæstu byggingum í heimi og fá okkur tesopa eða einhverja hressingu. Þar er einstakt útsýni yfir borgina.

Gist á Tashkent Palace. Kvöldverður er innifalinn


18.apr.
Nú liggur leiðin til flugvallar. Vélin okkar Hy 1051 fer kl. 7 um morguninn til Urgench(lent kl. 8,45). Annað hvort fáum við morgunverð í býtið eða við fáum með okkur nesti til flugvallar.
Þegar komið er til Urgench er keyrt til Khiva og byrjað á því að tjekka inn á Hótel Malika
Það er skemmtilegt hótel rétt við gömlu borgina en þar ætlum við síðan að verja deginum enda margt að sjá, dýrðlegar moskur, gamlir skólar, tignarlegar mínerettur og ágætis búðir.
Við borðum kvöldverð á einkaheimili. Hann er innifalinn

19.apr
Morgunverður
Síðan er lagt af stað áleiðis til Bukhara en myndastopp alltaf öðru hverju, m.a. þegar komið er að stærsta fljóti Mið- Asíu Oxus og raunar víðar.
Við höfum með okkur nestishádegisverð af hótelinu ( hádegisverðurinn er innifalinn) og borðum hann í vin í Karakum eyðimörkinni.

Þegar komið er til Bukhara um fjögurleytið er tjekkað inn á Hótel Sasha og sonur, það er með skemmtilegri hótelum, smekklegt og herbergi mjög falleg.Við erum rétt við gamla miðbæinn og er frjáls tími fram að kvöldmat.
Kvöldverður og dans- og þjóðlagasýning. Innifalið

20.apr.
Morgunverður
Síðan er skoðunarferð um Bukhara sem er heillandi staður og margt að sjá, kastalavirki, gömul synagoga gyðinga, moskur, minerettur, bazarar( og þar má gera góð kaup eins og víðar), Nánar verða taldir upp skoðunarstaðir í seinni áætlunum.

Síðdegis er frjáls tími.

Kvöldverður. Ekki innifalinn

21.apr.
Morgunverður

Nú er lagt af stað til Yangi Kazgan. Á leiðinni er stoppað í Gijduvanþorpi, skoðaðar keramikvinnustofur, farið í Nur Ata(Faðir ljóssins) bygginguna en þar er dularfull fiskitjörn og segir sagan að óleyfilegt sé að veiða/eta fiskinn.

Við komum við á gamalli herstöð Alexanders mikla því vitanlega var hann á þessum slóðum eins og annars staðar
Einhvers staðar á leiðinni snæðum við hádegisverð. Hann er ekki innifalinn

Um þrjú leytið er komið til Yanqikazgan þorps sem er í Kyzil-Kum eyðimörkinni.
Frjáls tími og geta menn brugðið sér á úlfalda, skoðað gróður og dýralíf í grenndinni ofl
Um kvöldið er þjóðdansa og skemmtun og kvöldverður.(innifalinn)

Gist í jurtbúðum. Jurt eru einstaklega skemmtilegir bústaðir, eins konar bambustjöld. Aðbúnaður ágætur

22.apr
Morgunverður

Nú tygjum við okkur til Aydar Kul vatnsins og þar geta menn fengið sér sundspett. Og síðan hádegisverð við vatnið áður en við leggjum af stað til Samarkand.

Þegar við komum til Samarkand tjekkum við inn á Hótel Malika, hreint og þekkilegt hótel. Síðan er frjáls tími.

Borðum kvöldverð í heimahúsi og á boðstólum einn af þjóðarréttunum. Kvöldverður innifalinn.

23. apr.
Morgunverður

Við verðum allan daginn í Samarkand að skoða dýrgripi og gersemar þar, stórkostlegar minjar frá Timum hins fræga Timurs prins.Þarna er stærsta moska í Mið Asíu, stórkostlegir islamskir skólar, fögur grafhýsi, undursamlegir basarar, silkiteppaverksmiðjur Samarkand var áður frægast fyrir að vera einn mikilvægasti áningastaður silkileiðarinnar og skáld hafa ort um þennan stað frá örófi.
Einnig matar og sælgætismarkaður og hvarvetna fegurð og tign.
Kvöldverður. Ekki innifalinn
Gist á hótel Malika

24.apr.
Morgunverður

Höldum áleiðis til Tashkent en ástæða er til að stoppa á allmörgum stöðum á leiðinni, hvort sem er við Farahskarðið með sínu mikla útsýni yfir Tamarlaneríkið, stærsta fljótið, við lítil þorp þar sem sagt er að ræktaðar séu bestu vatnsmelónur.

Við komuna til Tashkent er tjekkað inn á Tashkent Palace og síðan farið í skoðunarferð um nýrri hluta borgarinnar, skoðum Sjálfstæðistorgið, ballett og óperuhúsið og margt fleira.
Kvöldverður er innifalinn



25.apr.
Morgunverður
Uzbekistan er hjarta Mið Asíu og Ferghanadalurinn er hjarta Uzbekistan með sitt sérstæða og skrautlega mannlíf og mikla gróðursæld
Nú leggum við af stað þangað og förum yfir Kamchikfjallaskaðið og erum komin í dalinn upp úr hádegi. Tjekkum inn á Asiahotel. Horfum á söngva og skemmtiatriði undir borðum.
Kvöldverður er innifalinn.

26.apr
Morgunverður
Við skoðum okkur um í Ferghana dalnum allan daginn, göngum um fallega garða skoðum lítil þorp og gróðursæld hvert sem litið er. Förum til Margilanbæjar sem er skammt frá þar sem við lítum inn í silkiverksmiðju, föstudagsmoskuna og á bazarinn.
Kvöldverðurinn verður á mjög úzbesku veitingahúsi þar sem dalbúar safnast saman og þar borðum við plov sem er mjög dæmigerður úzbeskur réttur. Innifalinn
Gist á Asiahotel eins og fyrri daginn í dalnum

27.apr.
Morgunverður
Áleiðis til Tashkent og þegar komið er þangað er frjáls tími það sem eftir er dagsins en fararstjóri og leiðsögumaður verða innan seilingar.
Kveðjukvöldverður og gist á Hótel Tashkent sem fyrr.

28.apr.
Morgunverður
Áleiðis til Frankfurt með HY 231, brottför kl.6,35 og eftir nokkra bið í Frankfurt með Icelandair heim til Íslands.

Innifalið er:
Flug til Frankfurts og frá Frankfurt
Flug til Frankfurt til Tashkent og aftur til Frankfurt
Gisting og morgunverður í Frankfurt
Innanlandsflug í Uzbekistan
Gisting í tveggja manna herb. Eins manns herbergi er 250 dollarar.
Þjórfé á veitingastöðum hótelum og flugvöllum
Gist í jurt eina nótt
Tveir hádegisverðir
Öll keyrsla
Aðgangseyrir á alla staði sem nefndir eru í áætlun(verður ítarlegra síðar)
Allir kvöldverðir nema tveir
Vatn á ökuferðum
Þjóðdansasýning í Bukara og Ferghanadal
Val um ballettsýningu í Tashkent, grasagaðaskoðun og eitthvað fleira.
Möguleikar að komast á ballett, óperusýningu, í grasagarð, dýrðagarð



Ekki innifalið:
Kostnaður frá flugvellj í Frankfurt og til flugvallar í Frankfurt frá hótelinu
Visa til Uzbekistan um 70-80 dollarar(Vegabréf verða send út til Berlínar síðar í vetur)
Drykkir og máltíðir sem ekki eru tilgreind sérstaklega í áætlun
Ferðatrygging skulu allir sjá um sjálfir eins og venja er
Smávægileg greiðsla á sögustöðum ef teknar eru myndir/vídeó
Þjórfé til staðarleiðsögumanns og bílstjóra samtals 130 dollarar. Ég innheimti það einhvern fyrstu dagna
Drykkir, .þvottur og önnur persónuleg útgjöld
Yfirvigt á farangri er á ábyrgð hvers oe eins

Áskil mér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

4 comments:

Anonymous said...

the little mermaide movie http://newrx.in/olanzapine/olanzapine-alzheimers lesbian movie galleries [url=http://healthboard.in/calcium/calcium-smo]calcium smo[/url]
black airplane movie http://alwayshealth.in/medical-dictionary movie theaters mishawaka indiana [url=http://coloursex.info/hot-sexy/sexy-finn-women]heaven immaculate movie[/url]
lesbian sex movie post http://newrx.in/fluoxetine/cheap-fluoxetine pam anderson movie [url=http://lwv.in/roulette/probability-roulette-games]probability roulette games[/url]
bookie movie http://autoexpress.in/pontiac movie editor [url=http://xws.in/enhancement/ion-induction-enhancement-process]g movie rating[/url]
movie lines forrest gump http://autocarsite.us/lamborghini porn movie reviews [url=http://rxonline.in/losartan]losartan[/url]
condominium movie 1980 http://xwm.in/citroen/citroen-c-crosser ronin movie mpaa rating profanity [url=http://songmusic.info/pearl-jam/adam-sandler-pearl-jam]titanic the movie[/url]

Anonymous said...

ringtone ripper http://mp3-archive.kqc.in/free-mp3-rihanna-hate-how-much-i-love-you gothic art projects [url=http://beyonce.kqc.in/beyonce-canada-breast-flash]beyonce canada breast flash[/url]
boa jewel song mp3 http://audio.kqc.in/raptor-audio karaoke mp3 home buble [url=http://aaliyah.kqc.in/aaliyah-ft-dmx-come-back-in-one-peace]landscape rock[/url]
lyrics to under the bridge by red hot chili peppers http://cassidy.kqc.in/addams-family-sitcom-lurch-ted-cassidy free bootleg movies to download for ipod [url=http://trance.kqc.in/cathy-obrien-trance-formation]cathy obrien trance formation[/url]
printed music to happy birthday http://trip-hop.kqc.in/trip-hop-sets richard kotite eagles jets [url=http://tiesto.kqc.in/dj-tiesto-battleship-grey-mp3-htm]history of the ipod[/url]
the beatles picture http://beyonce.kqc.in/welcome-to-hollywood-beyonce jim williams audio upgrades [url=http://tango.kqc.in/tango-costume]tango costume[/url]
free ipod touch for australian residents http://instrumental.kqc.in/shawty-lo-instrumental eric clapton words [url=http://soul.kqc.in/soul-nomad-and-the-world-eaters]history mp3 player[/url]

Anonymous said...

Yοuг οwn writе-up offers established beneficial to me personally.
Ιt’s гeally eԁuсational аnd yοu're clearly quite experienced in this field. You have popped our sight to varying opinion of this particular matter along with interesting and strong content material.

My homepage buy levitra online
Also see my web page > levitra

Anonymous said...

Whats up are using Wordpress for your site platform? I'm new to the blog world but I'm
trying to get started and set up my own. Do you require any coding knowledge to make your own
blog? Any help would be greatly appreciated!

my blog post: Batman Games Online