Saturday, January 29, 2011

Atburðirnir í Miðausturlöndum verða til umræðu á fundinum á morgun


Myndin er tekin á götum Sanaa

Vil taka fram að við munum ræða framvindu mála í Miðausturlöndum í seinni hluta fundarins. Annað er eiginlega óhugsandi svo viðkomandi JK mun því fara yfir atburðarásina í stórum dráttum og við veltum fyrir okkur hvert framhaldið kynni að verða. Ólíklegt er amk að sinni að allt falli í dúnalogn. Of margt hefur gerst til að það gæti orðið.

Eins og menn hafa fylgst með virðist Egyptaland loga stafna á milli og hafandi í huga að þetta er fjölmennasta ríki þessa heimshluta, með tengsl við Bandaríkjamenn og Ísrael, gætu afleiðingar orðið afdrifaríkar.

Í Túnis halda menn áfram að mótmæla en svo virðist sem þar sem ákveðin biðstaða þrátt fyrir mótmæli því enginn leiðtogi hefur komið fram hjá stjórnarandstæðingum.

Í Jórdaníu hafa mótmæli færst í aukana, í fyrstu beindust kröfur einkum um bættan hag og að ráðstafanir yrðu gerðar til að draga úr atvinnuleysi og forsætisráðherrann viki. Nú er hins vegar farið að örla á því að menn hrópi slagorð gegn Abdullah kóngi og Rönju drottningu og þar með gætu mótmælin tekið á sig allt aðra og alvarlegri mynd.

Í Jemen er nú kyrrt í bili og ekki hefur komið til mótmælaaðgerða. Á hinn bóginn er ógerningur að spá um hvað gerist því mikil ólga kraumar undir. Eftir samtal mitt við nokkra jemenska vini segja þeir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn - sem hefur sólarmerkið sem margir hafa séð í Jemen- sé að undirbúa aðgerðir og námsmenn fari um landið og reyni að virkja fólk. Í Aden hefur einnig komið til óeirða en þar virðist hljótt í augnablikinu.

Í Líbíu er Gaddafi taugaóstyrkur og hefur sagt að það sem er að gerast í Túnis sé hið versta mál. Hann hefur bætt því við að sams konar atburðir gætu aldrei gert í sínu landi en það hefur sýnt sig að atburðarásin síðustu daga hefur komið flatt upp á marga og leiðtogar í harðstjórnarríkjum og þar sem bágindi eru mikil eru skjálfandi á beinunum.

Þessu öllu og fleiru mun ég reyna að gera skil á fundinum á morgun og vænti þess að menn fjölmenni. Margir okkar félagsmanna hafa komið til þessara landa og hafa sterkar taugar til þeirra svo ekki verður hjá því komist að fjalla um þetta.

Vonast til að sjá sem flesta á morgun kl 14 í Kornhlöðunni.

5 comments:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson said...

Ég vona að þið skammist ykkar ærlega í Kornhlöðunni á morgun

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/

Kveðja Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Anonymous said...

Hеllо еverуbody, here еveгy pеrѕon іs ѕharing these kіnԁѕ οf know-how, thereforе
it's nice to read this webpage, and I used to visit this web site daily.
Here is my blog post ... www.prweb.com/releases/silkn/sensepilreview/prweb10193901.htm

Anonymous said...

Hello evеrybody, here eѵery person is shaгing thеse kinds оf know-how, therefore іt's nice to read this webpage, and I used to visit this web site daily.
My website > www.prweb.com/releases/silkn/sensepilreview/prweb10193901.htm

Anonymous said...

Ι'm gone to convey my little brother, that he should also pay a visit this blog on regular basis to take updated from latest information.

Feel free to visit my page :: Go Here

Anonymous said...

Thе mοrе уοu attempt to quit, the stгongег your willpowеr will turn out to be,
аnd you'll ultimately quit for good.

Feel free to visit my web blog :: v2cigs coupon codes