Tuesday, January 18, 2011

Fundur um ástand og horfur í Kúrdistan- síðasti hópur Jemenstúlkna

Fyrsti fundur okkar á árinu verður haldinn í Kornhlöðunni í Bankastræti 30.jan. n.k. og hefst kl. 14. Þar mun Susan Rafik Hama frá Kúrdistan tala um Kúrdistan, sögu, stöðu og horfur. Susan er búsett á íslandi og er í mastersnámi við Háskóla Íslands. Kúrdar eiga sér flókna og margbrotna sögu og verður án efa forvitnilegt að hlusta á Susan og leggja fyrir hana spurningar að erindi loknu.

Félagar og gestir eru hvattir til að fjölmenna. Muna einnig félagsgjaldagreiðslur.
Endilega munið að nýir félagar eru velkomnir.

Palestína og Eþíópía
Ef á að verða af Palestínuferð í nóvember á þessu ári eins og áhugi virðist á þurfa menn að skrá sig fljótlega því ég þarf að panta með góðum fyrirvara. Hún yrði í byrjun nóv ef af verður.

Upplýsingar um frumáætlun til Eþíópíu og verðhugmynd sprettur inn á síðuna áður en langt um líður. Þá þurfa áhugasamir að ítreka vilja og áhuga á að taka þátt í ferðinni.




Stúlkur síðasti hópur Jemen

Skal tekið fram að G 118 er hætt í skólanum og því hafa stuðningsmenn hennar fengið nýja stúlku og vona það sé allt í lagi.

Ástæðan fyrir því að Hanan hætti er sú að hún er 19 ára og í bígerð að hún gifti sig. Hún var ákaflega góður nemandi og tók bæði ensu og tölvunámskeið áður en hún hætti

Annað vil ég benda á: Sl. sumar luku þó nokkrar stúlkna okkar stúdentsprófi. Ég lét stuðningsmenn þeirra vita og bað þá að taka að sér ný börn. Nokkrir gerðu það og frá sumum heyrði ég ekki. Einhverjir greiddu og þar með ályktaði ég náttúrlega að þeir vildu taka að sér ný börn. Síðar kom í ljós að einn nemandinn Fayrouz Al Hamly hafði fallið og vildi reyna að taka síðasta bekk aftur. Henni var þá snarlega útvegarður nýr stuðningsmaður þar sem ég hafði sagt Ragnhildi Árnadóttur sem hafði stutt hana dyggilega í 5 ár að Fayrouz hefði lokið stúdentsprófi.

Þó svo stúdentsprófi sé náð hefst háskólanám ekki fyrr en ári síðar og nemendurnir gegna samfélagsþjónustu næsta árið og síðan er metið skv einkunnum þeirra hvort þeir komast í þær greinar í háskóla sem þeir kjósa. Flestar stúlknanna eru þá komnar með giftingarfiðring og óska ekki eftir að fara í frekara nám. Auðvitað misjafnt en við fylgjumst með þeim og látum vita.

Sums staðar hef ég sett inn aukastuðningsmann. Það er vegna þess að mælst var til þess að borgað yrði að fullu með börnunum eigi síðar en núna.
Það hef ég nú gert en þar með á sjóðurinn slatta af peningum inni hjá þeim sem borga reglulega. Vinsamlegast látið það ekki klikka. Stöku stuðningsmenn virðast hafa gleymt að þeir tóku að sér barn og þurfa að greiða með því.

Langflestir hafa þó lokið greiðslu eða greiða reglulega. Bestu þakkir fyrir það.

G 84Haseina Naser Mohamed Al Ansee Bryndís Símonardóttir

Umsögn:
Haseina er 16 ára. Hún er meðalnemandi en býr við afskaplega erfiðar heimilisaðstæður. Hún hefur þó náð upp í 8.bekk og lengi var ekki útlit fyrir að hún mundi treysta sér í skólann. Haseina gladdist yfir að fá stuðning og var bætt í hópinn.

G 94 Sumah Hameed Al Hashme- Ragnhildur Árnadóttir

Umsögn Sumah er 19 ára og er í síðasta bekk grunnskóla. Hún er bókavörður miðstöðvarinnar, fálát stúlka og seintekin en mikil fyrirmyndarmanneskja

G 95 Amna Kasim Rezq Al Jofee- Hjallastefnan

Umsögn: Amna er 13 ára og er í 7.bekk. Hún hefur staðið sig með afbrigðum vel undanfarna vetur og stóðst próf sl vor. Hún hefur gaman að því að semja sögur, snjöll í stærðfræði. Hún hefur aðeins slakað á það sem af er vetri en talað hefur verið við hana og hún lofar bót og betrun

G 97 Amani Abdulkareem Al Unsee- Hjallastefnan

Umsögn: Amana er 14 ára gömul og er í 7 bekk. Hún náði prófum sl vor og er dugleg og vill gera vel. Hún er metin með meðalgreind

G 98 Ayda Abdullah Mohamed Al Ansee- Guðrún S. Guðjónsdóttir

Umsögn: Ayda er 16 ára gömul og hefur sótt miðstöðina samviskusamlega í þrjú ár. Henni gengur vel í skóla, er iðin og vinnusöm. Hún er nú í 9.bekk.

G 101 Arzaq Yheia Hasan Al Hyme- Ágerður Eyþórsdóttir

Umsögn: Arzaq er tú ára gömul. Hún nær alltaf prófi milli bekkja. Fjölskylda hennar er flutt út fyrir Sanaa en hún kemur þegar hún getur.

G 102 Thawra Yusaf Mohamed Al Same- Sigríður Þórðardóttir

Umsögn: Thawra er 21 árs og hefur gengið vel. Hún hefur nýlega gengið í hjónaband en mun trúlega sækja stöðina til vors en hættir þá

G 103 Zaynab Yahya Al Hayme- Hjallastefnan

Umsögn:
Zaynab er 16 ára. Henni mistókst að ná prófi milli bekkja síðasta for og er því enn í 6.bekk. Erfiðleikar á heimilinu því móðir hennar hefur yfirgefið heimilið og börnin. Amman er komin til liðs en Zaynab er mjög ábyrg gagnvart yngri systkinum. Reynt er að veita henni stuðning og örvun.

G 104 Rasha Abdulmalik Al Ansee- Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson

Umsögn: Rasha er tíu ára og er í 3.bekk. Hún nær alltaf öllum prófum og virðist eiga auðvelt með að læra. Hún er afar félagslynd

G 105 Asma Mohamed Shiek- Guðríður Hermannsdóttir

Umsögn:
Asma er níu ára og fór létt með próf upp í fjórða bekk sl vor. Hún virðist hafa sérlega gaman að stærðfræði og er auk þess mikill lestrarhestur.

G 106 Ranya Yessin Al Shebani- Aðalbjörg Karlsdóttir/Jósefína Friðriksdóttir:

Umsögn: Ranya er 14 ára. Hún er nú í níunda bekk og sækir skólann og miðstöðina reglulega. Móðir hennar er í hannyrðakennslu í stöðinni og sér um að dóttirin mæti samviskusamlega.

G 107 Reem Yessin Al Shebani- Kolbrún Vigfúsdóttir

Umsögn: Reem er 12 ára. Foreldrar hennar eru ólæsir og óskrifandi en mamma hennar sækir fullorðinsfræðsluna. Hún er metin með meðalgreind og leggur sig mjög fram

G 108 Heba Yessin Al Shebani- Sólveig Hannesdóttir

Umsögn Heba er 17 ára og hún og G 107 eru systur. Fjölskylda þeirra glímir við sára fátækt eins og á raunar við um flest börnin. Heba er metin yfir metalgreind. Hún er mikið tölvugúrú og sækir öll tölvunámskeið sem henni bjóðast. Hún vinnur mjög vel.

G 109 Suha Hameed Al Hasmee- Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson

Umsögn Suha er 12 ára gömul. Hún var mjög feimin og einræn fram af en hún hefur tekið ótrúlega miklum framförum. Hún hefur sótt stöðina þau ár sem núverandi stuðningsmenn hafa hjálpað henni en var algerlega ólæs og óskrifandi þegar hún byrjaði hér. Hún tekur nú þátt í alls konar félagsstarfi og nýtur sín vel. Hún sækir tölvunámskeið í vetur og gengur vel. Henni hefur tekist að komast upp í 7.bekk með mikilli iðjusemi því fyrstu árin í skólanum virtist lítið verða úr lærdómi.
Ástæða er til að vera mjög ánægður með Sumha.

G 110 Sameha Hameed Al Hashmee- Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson

Umsögn: Sameha er systir G 110. Hún er 13 ára og er í bekk 8. Hún var ekki vel á vegi stödd áður en hún fékk stuðning en hefur sótt í sig veðrið og þær systur teljast meðal þeirra sem hafa náð bestum árangri miðað við hvað þær voru illa staddar þótt þær hefðu verið að nafninu til í skóla áður.

G 111 Rehab Hussan Al Shameri-Margret Fafin Thorsteinsson

Umsögn: Rehab er ellefu ára gömul og hún er metin undir meðalgreind en leggur sig svo hart fram að það er til fyrirmyndar. Hún er nú í 4. Bekk.

G 113 Raqed Kamal Al Zonome- Guðný Ólafsdóttir

Umsögn: Raqed er 9 ára og er í 3.bekk. Hún á erfitt með nám en vill standa sig og fær mikla hvatningu. Hún og G 114 eru systur. Þær eru báðar vel liðnar og prúðar stúlkur.

G 114 Hadeel Kamal Al Zonome- Aðalsteinn Eiríksson

Umsögn: Hadeel er 11 ára og er í fimmta bekkekk. Hún sætir miðstöðina reglulega og móðir hennar er á fullorðinsfræðunámskeiðinu og er sérlega handlagin. Hadeel stendur sig með prýði, er glöð stúlka og móðir hennar er mjög áhugasöm um framfarir hennar

G 115 Fatuma Nasr Ahmed Al Jakey- Eygló og Eiður Guðnason
Umsögn:
Fatima er 18 ára gömul. Hún féll milli bekkja sl. ár ekki síst vegna álags því moðir hennar lést og hún tók það afar nærri sér og dró sig inn í skel og vildi ekki blanda geði við aðra krakka. Hún hefur jafnað sit og er að taka ensku og tölvunámskeið í miðstöðinni þar til móðir hennar lést. Hún er nú hjálpfús og dugleg og vill læra. Hún virtist úti á þekju en við rannsókn kom í ljós að hún efur slæma heyrn. Hún hefur fengið heyrnartæki og gengur nú miklu betur og sjálfraist hennar hefur lagast stórlega.

G 116 Thuraia Jamil Sharaf- Al Solwi- Guðríður Helga Ólafsdóttir
Umsögn:
Thuraia er 8 ára. Hún sækir skóla og skólamiðstöðina reglubundið. Hún á eftirr með að læra en er afskaplega samviskusöm og prúð stúlka sem ástæða er til að hjálpa.

G 117 Tagreed Ahmen Abdullah Ayash- Sveinbjörg Sveinsdóttir
Umsögn:
Tagreed er 10 ára gömul. Hún kemur í miðstöðina núna og er í fjórða bekk. Hún var oft veik sl. ár en tókst samt að ná prófi og er dugnaðarstúlka. Aðstæður á heimili hennar mjög erfiðar.

G 119 Shada Yiyia Galeb Al Mansoor- Margrét Guðmundsdóttir/Brynjólfur Kjartansson

Umsögn
Shada er 11 ára og komst upp í 5.bekk sl vor. Hún stendur sig vel í skóla. Hún á við veikindi að glíma og ekki enn ljóst hver þau eru en hún hefur verið send í rannsóknir. Samt er hún iðjusöm og missir aldrei neitt úr. Fjögur systkini hennar njóta einnig stuðnings Íslendinga og sækja miðstöðina.

G 122 Khadeja Nasser Heyla Anansee- Ásta K. Pjetursdóttir

Umsögn: Khadeja er 14 ára. Hún náði prófum sl. vor og er í sjöunda bekk. Hún er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem hún fær, jafnlynd og efnileg.

G 123 Reem Abdullah Al Haymi – Valborg Sigurðardóttir

Umsögn
Reeem er 10 ára. Hún hefur staðið sig vel frá byrjun, sækir stöðina reglulega og er afar ánægjuleg stúlka og góður nemandi.

G 124 Maram Ameen Ahmed Al Kamel – Edda Gísladóttir/Þröstur Laxdal

Umsögn:
Maram er 10 ára gömul og virðist eiga auðvelt með að læra. Hún sækir miðstöðina reglulega og er fyrirmyndar nemandi og afar viðfelldin stúlka. Hún er er glettin stúlka, vinamörg og vinsæl.

G 125 Hanan Gihad Mohamed Al Hamadi- Ragnheiður Hrafnkelsdóttir


Umsögn:
Hanan er 17 ára gömul og afburðanemandi. Hún hefur sótt miðstöðina í 3 vetur og tekur einnig þátt í sumarnámsekiðum. Hanan var ólæs og óskrifamdo fra, iumdor 10 ára aldur en með einbeitni og dugnaði miðar henni vel og er nú komin upp í sjöunda bekk. Vegna heimilisaðstæðna hefur fjölskyldan fengið mánaðarlegar matargjafir. Hanan hefur sýnt áhuga á að sækja ensku og tölvunámskeið og byrjar vonandi í því fljótlega.

G 138 Tahani Abdullah Al Haymee- Sara Björnsdóttir/Anna Guðlaug Jóhannsdóttir

Umsögn: Tahani er tólf ára og hefur sóst námið vel enda er hún iðin og samviskusöm. Hún er í 6. bekk og hefur verið metin með meðalgreind. Hún er kurteis og geðug stúlka og afar þægileg í umgengni

G 140 Hana Mohamed Al Salimee- Margrét Jónasdóttir

Umsögn: Hana er 12 ára. Hún hefur sótt miðstöðina sl. 3 ár. Hún vinnur afbragðs vel og allt bendir til að hún hafi mjög mikla námshæfileika. Hún er nú í 6.bekk

G 141 Malak Salah Abdo Omer- Hjördís Geirdal

Umsögn:
Malek er 7 ára og þetta er annað árið sem hún sækir miðstöðina en hefur ekki fengið styrk fyrr. Hún hefur gaman að því að teikna, er músíkölsk og ákaflega félagslind. Hún missir aldrei tíma úr í skóla né í miðstöðinni.

G 142 Eiman Zakaria Ali Albadani- Anna Wilhelmsdóttir

Umsögn: Eiman er tíu ára. Hún hefur ekki fengið styrk áður og hóf því að koma í miðstöðina sl. haust. Hún á erfitt með nám og fær stuðningskennslu í nokkrum greinum. Hún vill gera vel

G 143 Amel Murad Sufaian – Martha Árnadóttir

Umsögn: Amel er 10 ára og hefur miklar námsgáfur. Hún byrjaði 6 ára og er nú í 5 bekk og gengur vel. Hún sækir miðstöðina að staðaldri.

G 144 Olla Fiqree Al Emad- Ólafía Hafdísardóttir

Umsögn: Olla er 7 ára. Hún byrjaði í skóla í haust. Hún er mikið indælisbarn og allra manna hugljúfi.

Og nú fer ég sem sagt að horfa á handboltaleikinn við Austurríki. Sæl að sinni.

12 comments:

Anonymous said...

Appгeciatіng the peгsistеncе you put intο yοur sіte аnԁ dеtaіled information you
prοvide. Ӏt's nice to come across a blog every once in a while that isn't the sаme оutdated rehaѕhed infoгmаtiοn.
Wonderful rеad! I've bookmarked your site and I'm inсluding уour RSS
feedѕ to my Google account.
Feel free to visit my homepage ... www.wagjournal.com

Anonymous said...

Hеllo, eveгу tіme i
uѕed to check web site posts here in thе eаrly houгs in thе
breаk оf dаy, fоr thе reaѕοn
that i liκе to find out more and mоre.

Аlso visit my site ... V2 Cigs review

Anonymous said...

Hi thеrе ωould уou mіnd letting me κnow ωhich hosting сοmpany you're working with? I've
loaԁeԁ youг blog in 3 different
intеrnet browsers and I must say this blog loadѕ
a lot faster then most. Can you suggeѕt a goоd hostіng pгovider at
а hоnest ρricе? Thank you, I аppreciate it!


Here is my homepage: http://www.eshop-wiki.idhost.kz
Also see my web site > http://www.caratbingo.com/en/users/luellabrav/2013/v2-cigs-are-fantastic-for-my-asthma-suffering-parents

Anonymous said...

Good infοгmation. Lucky me І
found your website by асcident (ѕtumbleupon).
Ι hаve ѕaveԁ as a favorite for later!


Also visit my pagе - http://maescentics.medellin.unal.edu.co

Anonymous said...

Exсellent way of tellіng, and nicе pіеce οf
wгіtіng to takе faсtѕ аbout my presentatiоn subject, whісh і аm gоіng to delіver in uniνеrѕity.


Му blog; Www.Sfgate.Com

Anonymous said...

I reаd this piece οf writing сompletely on the
tоpic of the comраrison of hottеst аnd eаrlier teсhnologies, it's remarkable article.

Review my web page ... silk N reviews

Anonymous said...

What's up, just wanted to say, I loved this blog post. It was funny. Keep on posting!

my weblog: V2 Cigs reviews
My webpage :: v2 cigs reviews

Anonymous said...

Ηello, i feel that i noticed you visited my site thus i came
to go baсk the favoг?.I am attempting to find things to improve my web site!
I guess іtѕ good enough to use some of yоuг conceρts!

!

Take a look at my page - Http://Www.Sfgate.Com/

Anonymous said...

Generally I don't learn post on blogs, but I would like to say that this write-up very pressured me to check out and do so! Your writing style has been surprised me. Thank you, quite nice article.

My website prweb.Com

Anonymous said...

Тhe a lot moгe yοu attemρt tо quіt, the stronger your willpowеr
ωill grow to be, and yоu'll ultimately quit for superior.

Also visit my web-site V2 Cig Coupon

Anonymous said...

Nο additіonal timе еxρendеd on the gym, no back pain mainlу bеcause of to a number of crunches or otheг ѕtomaсh wοrkоut гoutіnes and no far a lot mогe swеaty worκоut routineѕ sіmply to enѕure that
yοur abs seem fantastіc.

Here is mу web ρage; click The Following article

Anonymous said...

I knоw this if off toρic but Ι'm looking into starting my own blog and was wondering what all is required to get setup? I'm аѕsuming having
a blog like уours would cost a pretty penny?
I'm not very internet smart so I'm not 100% sure. Any recommendations or advice would be greatly appreciated. Cheers

My web-site - http://www.Dlwelt.de/