Friday, January 14, 2011
Umsagnir um annan Jemenstúlknahóp
Fyrsti stúlknahópurinn sem við studdum í Jemen 2005-2006
Dansstúlka í Úzbekistan. Mynd JK
Munið fundinn með septemberhópi á sunnudag kl. 15,30. Þar verður afhent fullbúin ferðaáætlun og þátttakendalisti. Svo rúllum við yfir dagskrá og skröfum saman. Einnig fá menn greiðsluplan og ýmsar gagnlegar upplýsingar
Hér kemur hópur tvö stúlknanna sem við styðjum skólaárið 2010-2011. Ef þið rennið yfir listann sjáið þið að þó nokkrar stúlknanna eru í giftingarhugleiðingum síðar á þessu ári og hætta þá í skóla.
Engu að síður verður væntanlega leitað til stuðningsmannanna allra þegar líður á sumarið varðandi styrk því alltaf koma ný börn sem þurfa á hjálp að halda.
Það er ekki nokkur ástæða til að harma það þó þessar stúlkur gifti sig og hætti. Þannig gengur þetta bara fyrir sig. Auk þess hafa þær fengið góðan grunn sem mun nýtast þeim í framtíðinni, ég tala nú ekki um þegar þær fara sjálfar að eiga börn.
Auk þess verður að taka tillit til ýmissa þátta sem eru okkur framandi: stúlkur og raunar piltar líka þurfa oft að hætta í skóla. Foreldrar flytja sig um set, aðstæður eru þannig að skólaganga verður að sitja á hakanum ofl ofl.
Ég hef breytt nokkrum stuðningsmönnum/fært þá til af praktiskum ástæðum. Það stafar m.a. af því að ýmsir stuðningsmenn greiða mánaðarlega og ég þarf að senda síðustu greiðslu fyrir ÖLL börnin nú á næstu dögum. Það sem á vantar greiðist beint úr sjóðnum en ég bið þá sem hafa heitið stuðningi og síðan hafa greiðslumál lent í útideyfum að gera upp hið fyrsta um leið og ég þakka þeim sem borga reglulega eða hafa þegar gert upp og er það meirihluti stuðningsmanna.
Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá Nouriu að ætlast til að borgað sé svo snemma á skólaárinu. Venjulega hefur ekki þurft að ljúka greiðslu fyrr en undir vor. En þá verður svo að vera.
Geri ráð fyrir að geta sett umsagnir um þær sem eftir eru fljótlega í næstu viku.
G 37 Fayrouz Mohamd al Hamly- Sigríður Karlsdóttir
Umsögn:
Fayrouz er 26 ára. Hún fór aftur í skóla fyrir fimm árum þegar hún og maður hennar skildu. Hún á þrjú börn sem búa hjá föður sínum. Hún hefur átt við veikindi að stríða- á tímabili talið að það væri MS- við kostuðum rannsóknir og það reyndist ekki vera. En hún er heilsulítil, á erfitt í skóla því hún er miklu eldri en aðrir. Samt sýnir hún dug. Hún reyndi við stúdentspróf sl. vor en féll. Við vissum það ekki fyrr en seint og um síðir og því var skipt um stuðningsmann. Fayrouz ætlar að ljúka námi og gerir það vonandi í vor.
Foreldrar hennar leggja mjög hart að henni að giftast aftur og trúlega gerir hún það á næsta ári.
Hún er í enskunámskeiði í skólamiðstöðinni núna. Hún teiknar og málar og hefur selt heilmargar mynda sinna í miðstöðinni og þar með aflað sér smátekna. Þrátt fyrir alls konar erfiðleika er hún jákvæð og vongóð.
G 38 Bushra Ali Abdo Omar- Kari Berg/Sigrún Eygló Sigurðardóttir
Umsögn:
Bushra er 15 ára og er í 8.bekk grunnskólans. Henni gengur ágætlega í námi og sækir í að koma í miðstöðina ekki síst félagsskaparins vegna.
Vinamörg og glaðsinna stúlka.
G 42 Bodore Nagi Obad- María Kristleifsdóttir
Umsögn:
Bodore er 17 ára og náði upp í áttunda bekk s. vor. Hún vinnur vel en þarf að hafa töluvert fyrir náminu. Hún vonast til að ljúka grunnskóla.
Hún hefur hitt stuðningsmann sinn og er mjög þakklát fyrir dyggilega aðstoð.
G 43 Reda Yehya Qaleb Al Ansee- Margrét Friðbergsdóttir/Bergþór Halldórsson
Umsögn:
Reda er 10 ára. Hún féll milli bekkja síðasta vor og tekur því bekkinn aftur, því hún verður að annast yngri bróður vegna erfiðleika á heimilinu. Hún er dugnaðarstúlka og sækir stöðina reglulega og tekur oft bróðurinn með.
G 44 Shada Yousef Mohamed Al Sammee- Sjöfn Óskarsdóttir/árni Gunnarsson
Umsögn: Shada innritaði sig mjög seint í stöðina og ég varð því að breyta um stuðningsmenn. Hún er 11 ára og síðan hún skráði sig hefur hún komið reglulega. Hún er í 5.bekk og góður námsmaður. Lengi stóð til að hún fengi ekki að halda áfram í skólanum en hún er afar glöð yfir að hafa fengið stuðning því henni veitir ekki af hjálp við heimanám. Aðstæður hennar eru erfiðar en hún stendur sig með prýði.
G 45 Anisa Qasim Al Jofee- Sigrún Valsdóttir
Umsögn: Anisa er tvítug. Fjölskyldan flutti í sumar og því kemur hún aðeins einu sinni í viku. Hún hefur staðið sig vel í skólanum og er góður námsmaður Það skyldi haft í huga að hún og fjölskylda hennar hefur áform um að hún gifti sig þegar þessu skólaári lýkur.
G 46 Bushra Sharaf Al Kadasse- Catherine Eyjólfsson
Umsögn:
Bushra er 18 ára og hún hefur náð upp í seinni bekk menntaskóla. Hún hefur áhuga á að gifta sig þegar hún lýkur prófinu nú í vor. Hún býr alllangt frá skólamiðstöðinni og kemur ekki reglubundið. Bushra stendur sig ágætlega í skólanum.
G 47 Fatten Sharaf Al Kadasse- Bjarnheiður Guðmundsdóttir/Sigfinnur Þorleifsson
Umsögn:
Fatten er 10 ára og er nú í 4 bekk af því hún fær stuðning. Hún er greind stúlka og skynsöm og framfarir hennar eru eðlilegar í alla staði.
G 49 Sabreen Farooq Al Shargabi- Guðrún S. Guðjónsdóttir
Umsögn:
Sabreen er 17 ára og er í seinni bekk menntaskóla. Hún stóðst öll próf sl vor og tekur þátt í uppákomum skólamiðstöðvarinnar. Framan af var honum óörugg og oft hranaleg en hefur tekið jákvæðum breytingum
G 50 Fatima Abdullah Al Kabas- Ragnheiður Jónsdóttir/
Umsögn:
Fatima er 17 ára og er í tæknideild ríkisskóla í hverfinu sínu. Hún sækir ensku og tölvutíma í stöðinni. Hún er hljóðlát og kurteis í hvívetna.
G 51 Azhar Abdulmalik Al Badani – Helga Sverrisdóttir
Umsögn:
Azhar er 17 ára og er í næst síðasta bekk í grunnskóla. Henni gengur vel og hefur einstaklega gaman að því að taka þátt í félagsstörfum. Hún er afar sjálfstæð stúlka
G 52 Safwa Sadek Al Namoas- Hildur Guðmundsdóttir
Umsögn :
Safwa er 18 ára og kemur alltaf í stöðina. Safwa er í síðasta bekk grunnskóla. Hún hefur náð afburða góðum námsárangri og er bæði geðug stúlka og hjálpfús. Hún mun trúlega gifta sig að loknu þessu skólaári.
G 53 Fatema Samer Al Radee- Guðrún Davíðsdóttir
Umsögn:
Fatima er 17 ára og í 10. bekk. Hún er einstaklega blíðlynd og geðug stúlka. Hún kemur ekki eins reglulega og fyrr í stöðina vegna þess að foreldrar hennar fluttu. Hún hefur fengið allan búnað, flíkur og skólabúning og er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn. Ekki ljóst hvort hún muni halda áfram.
G 54 Reem Farouq Al Shargabi- Margrét Blöndal
Umsögn:
Reem er 14 ára og er í sjöunda bekk. Hún er ákveðin, hress og mikill spaugari. Hún stendur sig vel og er ákaflega félagslynd. Hún hefur lag á að hvetja alla í kringum sig. Hún er í stúlknafótbolaliði skólamiðstöðvarinnar og hefur fengið ýmsar stúlknanna til að taka þátt í því. Sannur gleðigjafi.
G 59 Sumyah Galeb- Stella Stefánsdóttir
Umsögn:
Sumyah er 16 ára og er í sjöunda bekk. Fjölskylda hennar flytur í vor í þorp langt frá Sanaa svo hún verður ekki í hópi þeirra sem sækja miðstöðina næsta ár. Hún er dugnaðarstúlka
G 60 Aysha Abdulkareem Al Ansee- Þorgerður Arnardóttir/Herdís Kristjánsdóttir
Umsögn:
Aysha er 12 ára og er nú í 5.bekk. Hún nær alltaf öllum prófum og sækir miðstöðina. Hún er hlédræg og prúð stúlka sem öllum er vel við
G 64 Samar Yeheia Hasan Al Hymee- Svava Pétursdóttir/Gunnar Halldór Gunnarsson
Umsögn: Samarer 18 ára og er í fyrri bekk menntaskóla. Er dugleg stúlka, leggur hart að sér en hefur ekki komið nægilega reglubundið af því hún á heima langt í burtu. Ákveðið hefur verið að greiða fyrir því að hún sæki stöðina að staðaldri til vors en hún hefur nú trúlofað sig og giftir sig sennilega á næsta ári.
G 65 Intedar Hameed Al Harbe- Hanna Dóra Þórisdóttir/Gunnar Gunnarsson
Umsögn:
Faðir hennar vinnur sem bílstjóri. Hún kemur reglulega þótt um langan veg sé að vera. Hún stendur sig prýðilega og fær enda hvatningu og örvun. Örbirgð heimilisins er mjög mikil og fjölskyldan hefur verið studd með matargjöfum. Intedar er fædd árið 1994. Hún er nú í 11.bekk.
G 68 Toryah Yehia Aoud Aoud- Kristín Einarsdóttir
Umsögn:
Toryah er 11 ára. Hún féll sl vor og tekur bekkinn upp aftur núna. Hún sækir miðstöðina að staðaldri til að fá aðstoð. Hún er í bekk 4. Hún þarf að hjálpa móður sinni við ræstingar á hverjum degi.
G 69 Weijdan Mohamed Abdo Al Sabibi- Þorsteinn Gíslason
Umsögn;
Wajdan er 7 ára og er í 2.bekk. Hún sækir skólamiðstöðina að staðaldri. Hún er iðin og samviskusöm. Hún hefur verið metin með meðalgreind.
G 70 Ayah Mohamed Abdo Al Sabibi- Þorsteinn Gíslason
Umsögn:
Ayah er 8 ára og í bekk 3. Hún er dugleg stúlka og áhugasöm og sækir tíma vel. Hún og G69 eru systur
G 71 Hanadi Abdulmalek Al Ansee- Ingvar Teitsson
Umsögn:
Hanadi er 13 ára. Hún féll á prófi síðasta vor og tekur 7 bekk því aftur. Hún hefur þurft að sjá um systkini sín meðan móðir hennar vinnur en reynir eftir föngum að sækja skólann og koma í miðstöðina. Hún er áhugasöm en á erfitt með sumar greinar.
G 75 Shymaa Ali Mohamed Al Shmeree- Anna Margrét Björnsdóttir/
Umsögn:
Shymaa er 14 ára og er í áttunda bekk. Hún er skarpur námsmaður og mjög áhugasöm. Alltaf náð prófi. Tekur þátt í félagsstarfi og er vel liðin.
G 76 Najeeba Ali Abdo Al Jabal- Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir
Umsögn: Najeeba er 18 ára og er í níunda bekk. Hún sækir vel miðstöðina. Hún fæst við að skrifa ljóð og hefur gaman að því að teikna. Hún er hjálpfús og glaðlynd.
G 77 Entesar Yheia Awoud Al Radee- Vilborg Sigurðardóttir/Vikar Pétursson
Umsögn:
Entesar er 15 ára gömul og er í níunda bekk. Hún er afburða námsmaður. Hún kemur að staðaldri og er einkar þægileg og kurteis stúlka sem vill alltaf leggja öðrum lið.
G 79 Garam Abdullah Al Sharabi- Björg Bjarnadóttir/Víðir Benediktsson/Herdís Kristjánsdóttir
Umsögn:
Garam er 15 ára gömul og er í níunda bekk. Hún hefur alltaf náð prófi milli bekkja og hefur mikinn metnað. Fjölskylduaðstæður hennar eru erfiðar. Hún hefur mjög viðfelldna framkomu og er glaðlynd og hjálpsöm við yngri krakkana
G 80 Bagdad Hussan Al Shameeri- Sigrún Einarsdóttir
Umsögn:
Bagdad er 12 ára og er í 6.bekk. Hún er ný í hópnum.Hún þarf mikla aðstoð og gerir sér grein fyrir því Á tímabili kom hún ekki reglubundið svo talað var við föður hennar. Eftir það hefur mæting batnað. Hún á sjö systkini og faðir hennar vinnur á þvottastöð.
G 81 Hekmat Amin Al Kamel- Kristín Ásgeirsdóttir Johansen
Umsögn:
Hekmat er 12 ára og er mikil námsmanneskja, auk þess að vera iðin og samviskusöm. Aldrei fallið milli bekkja. Hún kemur alltaf í stöðina og allt gott um hana að segja. Hún er nú í sjöunda bekk.
G 82 Hyefa Foud Al Radee- Katrín Björgvinsdóttir
Umsögn:
Hyefa er tólf ára og er í fjórða bekk. Hún er ný í hópnum. Hyefa á tvo bræður. Móðir hennar vinnur á sjúkrahúsi en ekki er tilgreint hvernig staða föður er. Hyefa var lukkuleg að fá stuðning og vill standa sig með sóma.
G 83 Kareema Abdullah Al Shargabi- Jónína Dagný Hilmarsdóttir
Umsögn:
Kareema er ný í hópnum. Hún er 12 ára og er í fimmta bekk. Hún á sex systkini. Faðir hennar er kominn á eftirlaun sem eru afar lág í Jemen og mikil fátækt á heimilinu. Kareema er dálítið á eftir þar sem hún fékk ekki stuðning fyrr en sl haust. Hún hefur sluksað dálítið að sækja miðstöðina en talað hefur verið við móður hennar um það og síðan hefur hún verið duglegri að mæta og virðist eiga gott með að læra.
Fréttabréf og fundur
Dóminik ritstjóri fréttabréfsins okkar og liðsmenn hennar eru að leggja síðustu hönd á fréttabréfið sem verður að venju með mögu fýsilegu efni og verður sent til félagsmanna á næstunni.
Vinsamlegast látið vita ef þið hafið skipt um heimilisfang.
Vona einnig að félagar sem hafa veitt góða aðstoð við að dreifa fréttabréfinu verði til í tuskið núna líka. Það sparar burðargjöld
Vil einnig hvetja fólk til að gera upp félagsgjaldið sem er 3 þúsund kr. Númerið er á síðunni undir hlekknum Hentug reikningsnúmer.
Janúarfundur verður í mánaðarlok og nánar auglýstur strax eftir helgina.
Bless í bili
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta eru gagnlegar og skemmtilegar upplýsingar.
Kkv/gg
Post a Comment