Hér er hin ágætasta hópmynd af hópnum sem fór í fyrstu Uzbekistanferðina.
Efsta röð frá vinstri:
Garðar Karlsson, Stanley Pálsson, Ágústa Hrefna Lárusdóttir, Sara Sigurðardóttir, Kjartan Rolf Árnson, Gísli B. Björnson, Rikharð Brynjólfsson, Guðmundur Pétursson, Hermann Hermannsson, Jón Helgi Hálfdanarson
Miðröð:
Jóhanna Jóhannsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Ásrún Baldvinsdóttir, Linda Hreggviðsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Marjatta Ísberg, Arngrímur Ísberg, Auður Kristinsdóttir, Sesselja Bjarnadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Davlatsko Aminov(leiðsögumaður okkar)
Fremsta röð: Margrét Árný Halldórsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Lena M. Rist, Eyþór Björnsson
Einhverjir hafa kvartað undan því að Fréttabréfið hafi ekki borist. Það er auðvitað hið versta mál en gæti líka stafað af því að þið hafið breytt um heimilisfang. Vinsamlegast athugið það.
Blæs Palestínuferð í nóvember af þar sem aðeins örfáir hafa sýnt henni áhuga.
Aftur á móti er mikill áhugi á Eþíópíuferð sem enn er í lausu lofti og skýrist ekki fyrr en ég kem aftur.
Athugið að 1-2 sæti í seinni Uzbekistanferð í sept hafa losnað vegna skyndilegra forfalla.
Við erum út af fyrir sig nægilega mörg en má sem sagt bæta tveimur við.
Endilega munið maígreiðslu og passamyndir því ég þarf að senda allt út áður en ég fer til Eþíópíu eftir nákvæmlega viku.
Vonast svo til að sjá sem allra flesta á aðalfundinum 7.maí en að loknum aðalfundarstörfum mun Guðlaugur Gunnarsson sem hefur búið í mörg ár með fjölskyldu sinni þar gefa okkur innsýn í fjölbreytni, menningu og þjóðirnar.
Ekki sakar að nefna að nýir félagar og gestir eru velkomnir.